Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1251 í Strandabyggð
Fundur nr. 1251 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 9. júní 2016, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
...Meira
Laust starf við Grunnskólann á Hólmavík
- Staða íþróttakennara. Um er að ræða kennslu og þjálfun í samstarfi skólans og íþróttahreyfingarinnar á svæðinu. Meðal kennslugreina eru skólaíþróttir, sund, skólahreysti og þjálfun íþróttagreina.
Umsækjendur þurfa að hafa réttindi til kennslu í grunnskóla. Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu, samkennslu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands
Umsóknarfrestur er til 9. ágúst 2016.
Nánari upplýsingar veitir:
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is
Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík
Skrifstofa Strandabyggðar - sumarlokun
Lokun skrifstofu hefur ekki áhrif á aðra starfsemi á vegum sveitarfélagsins s.s. Áhaldahúss eða Íþróttamiðstöðvar, sjá hér að neðan:...
Meira
Náttúrubarnaskólinn á Ströndum - dagskráin í júlí
Meira