Heimahagarnir og hamingjan - fundur með ungu fólki
Hvað: Heimahagarnir og hamingjan - fundur með ungu fólki
Hvenær: 17. nóvember kl. 16:30 - 19:00
Hvar: Alta, Ármúla 32, 108 Reykjvík
Skráning: matthildur@alta.is
Svæðisskipulagsnefnd fyrir landsvæði Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar býður ungu fólki frá sveitarfélögunum, sem býr í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eða er statt á þeim slóðum nú í nóvember, að eiga stund með skipulagsráðgjöfum hjá Alta, til að ræða framtíðarþróun svæðisins. Ungmenni frá svæðinu sem annað hvort búa þar eða annarsstaðar á landinu eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomin líka.
Meira
Forritunarnámskeið fyrir ungmenni 6-16 ára
Kennt verða þrjú námskeið:
Scratch - 6-9 ára - 26. og 27. nóvember 09:00-12:00 - verð 3.000 kr
Python/Minecraft - 9-13 ára - 25. nóvember 14:30-16:30 26. og 27. nóvember 12:30-16:00 - verð 5.000 kr
Vefforritun - 14 ára og eldri - 25. nóvember 17:00-19:00 26. og 27. nóvember 16:30-20:00 - verð 5.000 kr
Skráning fer fram hér.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Írisi Ósk tómstundafulltrúa Strandabyggðar í síma 846-0281 eða í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.
Skólaskjól
Meira
Kjörskrá og kjörfundur vegna alþingiskosninga
Kjörskrá liggur frammi til kynningar í afgreiðslu Strandabyggðar í Hnyðju Höfðagötu 3 Hólmavík,fram að kjördegi en einnig getur fólk farið inn á slóðina http://www.kosning.is til að kynna sér hvar það er skráð.
Kjörfundur vegna kosninga til alþingis.
Ein kjördeild verður í Strandabyggð og er kjörstaður í Hnyðju, Höfðagötu 3 Hólmavík.
Kjörfundur hefst kl. 09:00 laugardaginn 29. október 2016 en kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00 . Sbr. 1. mgr. 89 gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.
...Meira