A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kjörskrá og kjörfundur vegna kosninga til embættis forseta Íslands 25. júní 2016

| 24. júní 2016

Kjörfundur vegna kosninga til embættis forseta Íslands


Ein kjördeild verður í Strandabyggð og verður kjörstaður í  Hnyðju, Höfðagötu 3 Hólmavík.     


Kjörfundur hefst kl. 09:00  laugardaginn 25. júní 2016 en kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00 .

...
Meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. júní 2016

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í umdæmi Sýslumannsins á Vestfjörðum vegna kjörs forseta Íslands hinn 25. júní n.k. fer fram á skrifstofu sýslumanns á Hólmavík frá kl. 9.00-12.00 og 13.00-15.30.

Sveitarstjórnarfundur 1250 í Strandabyggð - fundarboð

| 17. júní 2016
Fundur nr. 1250 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 21. júní 2016, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
...
Meira

17.júní

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. júní 2016
Á morgun þjóðhátíðardag okkar Íslendinga mun Umf.Geislinn sjá um hátíðarhöldin eins og venjulega.  Frá kl. 11-13 verður boðið upp á andlitsmálun í Íþróttamiðstöðinni og síðan verður lagt af stað í skrúðgöngu kl. 13 en hátíðardagskrá verður við Galdrasafnið.

Strandabyggð óskar öllum gleðilegrar þjóðhátíðar og hvetur alla, unga sem aldna að taka þátt í dagskránni og gaman væri ef þeir sem eiga þjóðbúninga, skarti þeim í tilefni dagsins.

Framkvæmdir á Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. júní 2016
Gummi Þórðar og Inguson
Gummi Þórðar og Inguson
« 1 af 3 »

Næstu dagana verður unnið í gangstéttalögn við Hafnarbraut og Borgabraut. Um verkið sér Guðmundur Þórðarson hleðslumeistari frá Hólmavík.  Teknar voru nokkrar myndir í sólarblíðunni frá framkvæmdunum.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón