Íbúafundur - Vangaveltur um hitaveitu í Strandabyggð
Meira
Barnamenningarhátið Vestfjarða
Barnamenningarhátíð Vestfjarða er haldin í fyrsta skipti í ár hér í sveitarfélaginu okkar Strandabyggð og í samstarfi við nærliggjandi sveitarfélög. Hátíðin verður haldin dagana 14.-20. mars með það að markmiði að efla og styrkja menningu barna og unglinga á Vestfjörðum. Hátíðin á bæði að vera fræðandi og skemmtileg fyrir alla aldurshópa. Hátíðin er kjörið tækifæri fyrir listamenn og áhugafólk að leiðbeina og kenna börnum og unglingum eftir sinni sérþekkingu. Einnig býður hún upp á möguleika fyrir sýningar að ýmsu tagi. Við leitum því til ykkar kæru nágrannar þar sem óskað er eftir fólki sem hefur áhuga á að koma að hátíðinni á einn eða annan hátt. Ef áhugi er fyrir hendi hafið þá endilega samband við Írisi Ósk tómstundafulltrúa á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 846-0281.
Stefnumótun Strandabyggðar 2016
Takk fyrir góða þátttöku, kæru íbúar Strandabyggðar. Alls bárust hátt í 50 svör við skoðanakönnuninni sem send var út nýlega, vegna stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins. Þetta er um 30% svörun, sem er gott og framar okkar vonum. Þeir sem enn vilja skila svari, geta gert það á skifstofu Strandabyggðar í Hnyðju eða á netfang Þorgeirs Pálssonar; thorp@thorpconsulting.is
Nú hefst vinna við að greina þessi svör og síðan er stefnan sú, að í lok febrúar eða byrjun mars verði íbúafundur, þar sem niðurstöður verða kynntar og ræddar. Þar mun ykkur gefast tækifæri til að koma skoðunum ykkar og hugmyndum á framfæri.
Rekstrasjón Kvennakórs Norðurljósa
Tengill á auglýsingu.
Kvennakórinn Norðurljós ætlar næstkomandi sunnudag að halda Rekstrasjón í félagsheimilinu á Hólmavík. Rekstrasjón var heiti yfir skemmtanir sem oft voru haldnar um miðjan dag á sunnudögum en þar var dansað og boðið upp á kaffiveitingar. Nú ætlar kvennakórinn að bjóða upp á þannig skemmtun milli kl. 16 og 18 sunnudaginn 24. Janúar. Gulli Bjarna og Guðmundur Ragnar spila á nikkurnar, Steini Fúsa stjórnar rosalegu bögglauppboði og kaffiveitingar verða til sölu á vægu gjaldi. Skemmtunin er fyrir allan aldur og er miðaverðið 1000 kr. f. fullorðna, 500 kr. F. 10-17 ára og frítt inn fyrir yngri. Ekki er tekið við kortum.