Þjóðfræðisprell á Hólmavík
Föstudaginn 20. maí verður dagskrá sem ber yfirskriftina Þjóðfræðisprell á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík. Húsið opnar 17:30 en dagskráin byrjar
18:00 og eru allir sem áhuga hafa hjartanlega velkomnir í fjörið. Það er Kristín Einarsdóttir stundakennari í þjóðfræði við HÍ sem er að flytja á Strandir og nokkrir þjóðfræðinemar sem standa fyrir sprellinu, þar sem fróðlegar og skemmtilegar kynningar tengdar þjóðfræði eru á dagskránni.
Einnig er hlaðborð á vegum Café Riis á boðstólum, söngur og sprell, eftirhermukeppni, nikkuleikur og fleira skemmtilegt.
...Meira