A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

SKÓLAHALD FELLUR NIÐUR Í DAG VEGNA VEÐURS OG ÓFÆRÐAR

| 05. febrúar 2016
Allt skkólahald í Strandabyggð fellur niður í dag vegna veðurs og ófærðar, bæði í grunnskólanum og leikskólanum.

FRESTUN FUNDAR

| 04. febrúar 2016
Tilkynning til þeirra sem eru boðaðir á kynningarfund um gerð svæðisskipulags Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar í Dalabúð í Búðardal í dag. Fundinum hefur verið frestað vegna slæms veðurútlits. Þegar ný tímasetning liggur fyrir verður sent út nýtt fundarboð.

Íbúafundur - Vangaveltur um hitaveitu í Strandabyggð

| 29. janúar 2016
Næstkomandi miðvikudag, þann 3. febrúar nk. verður blásið til íbúafundar í Félagsheimilinu á Hólmavík sem ber yfirskriftina "Vangaveltur um hitaveitu á Hólmavík". Þau María Maack, verkefnastjóri hjá Atvest og Haukur Jóhannesson jarðfræðingur munu vera með umfjöllun um efnið og síðan verður opnað fyrir umræður og fyrirspurnir. Fundurinn hefst kl. 19:30 og eru allir hjartanlega velkomnir....
Meira

Barnamenningarhátið Vestfjarða

| 25. janúar 2016

Barnamenningarhátíð Vestfjarða er haldin í fyrsta skipti í ár hér í sveitarfélaginu okkar Strandabyggð og í samstarfi við nærliggjandi sveitarfélög. Hátíðin verður haldin dagana 14.-20. mars með það að markmiði að efla og styrkja menningu barna og unglinga á Vestfjörðum. Hátíðin á bæði að vera fræðandi og skemmtileg fyrir alla aldurshópa. Hátíðin er kjörið tækifæri fyrir listamenn og áhugafólk að leiðbeina og kenna börnum og unglingum eftir sinni sérþekkingu. Einnig býður hún upp á möguleika fyrir sýningar að ýmsu tagi. Við leitum því til ykkar kæru nágrannar þar sem óskað er eftir fólki sem hefur áhuga á að koma að hátíðinni á einn eða annan hátt. Ef áhugi er fyrir hendi hafið þá endilega samband við Írisi Ósk tómstundafulltrúa á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 846-0281.

Stefnumótun Strandabyggðar 2016

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. janúar 2016


Takk fyrir góða þátttöku, kæru íbúar Strandabyggðar.  Alls bárust hátt í 50 svör við skoðanakönnuninni sem send var út nýlega, vegna stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins.  Þetta er um 30% svörun, sem er gott og framar okkar vonum.  Þeir sem enn vilja skila svari, geta gert það á skifstofu Strandabyggðar í Hnyðju eða á netfang Þorgeirs Pálssonar; thorp@thorpconsulting.is

 

Nú hefst vinna við að greina þessi svör og síðan er stefnan sú, að í lok febrúar eða byrjun mars verði íbúafundur, þar sem niðurstöður verða kynntar og ræddar.  Þar mun ykkur gefast tækifæri til að koma skoðunum ykkar og hugmyndum á framfæri.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón