Þorgeir Pálsson | 08. apríl 2024
Kæru íbúar Strandabyggðar,
Nokkrar línur um sum þeirra mála sem hafa verið í umræðunni að undanförnu.
Sértækur byggðakvóti
Eitt stærsta mál síðari tíma í atvinnulífi Strandabyggðar held ég að verði að teljast úthlutun Byggðastofnunar á 500 tonna sértækum byggðakvóta til sveitarfélagsins. Öllum eru að ég held ljóst, hversu mikið tækifæri þetta er fyrir sveitarfélagið, hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Og það var því viðbúið að málið yrði mikið rætt í samfélaginu og jafnvel umdeilt, enda skiptar skoðanir á því hvernig hagsmununir sveitarfélagsins yrðu best tryggðir. Rétt er að minna á að þessum kvóta er ætla að efla fiskvinnslu á Hólmavík og skapa störf og verðmæti í Strandabyggð. Kvótinn er eyrnamerktur Strandabyggð og hefur það verið ítrekað af Byggðastofnun.
Nú liggur niðurstaðan fyrir. Vissa úrgerð ehf og samstarfsaðilar urðu fyrir valinu. Þá þurfum við að leggja mismunandi skoðanir okkar til hliðar og styðja við þann hóp, sem nú tekur við þeirri ábyrgð sem Byggðastofnun útdeilir með þessum kvóta og við verðum að hvetja þau áfram og vona að þeim gangi vel að skapa öll þau störf sem um ræðir, en samkvæmt gögnum Byggðastofnunar mun vinnslan skapa 13 störf. Einnig er mikilvægt að verkefnið skapi þau verðmæti sem þessi kvóti felur í sér fyrir sveitarfélagið. Um það snýst jú málið, að efla sveitarfélagið.
...
Meira