Sveitarstjórnarfundur í Strandabyggð, nr. 1357, 13.2.24
Fundur nr. 1357 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 13. febrúar 2024, kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Innviðaráðuneytið, álit vegna kvörtunar Jóns Jónssonar vegna skipunar sveitarstjórnar á nefndarfulltrúum og veitingu tímabundinnar lausnar frá nefndarstörfum
- Greinargerð Strandabyggðar vegna stjórnsýslukæru Jóns Gísla Jónssonar vegna leikskólalóðar
- Greinargerð Strandabyggðar vegna álits A lista á stjórnsýslukæru Jóns Gísla Jónssonar vegna leikskólalóðar
- Vinnufundur sveitarstjórnar, minnisblað oddvita
- Breytingar T-lista á kjörnum fulltrúum, afgreiðsla kjörbréfs fyrir Þröst Áskelsson
- Forstöðumannaskýrslur fyrir janúar
- Verkefni sveitarstjóra í janúar
- Fundargerð TÍM nefndar frá 22.janúar
- Fundargerð US nefndar frá 8. febrúar
- Fundargerð FRÆ nefndar frá 8. febrúar
- Fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu frá 9. febrúar 2024, ásamt rekstraráætlun og gjaldskrá
- Verknámshús við Menntaskólann á Ísafirði, beiðni Mennta- og barnamálaráðuneytis um mótframlag sveitarfélaga á Vestfjörðum
- Umsögn Strandabyggðar um drög að reglugerð um sjálfbæra nýtingu
- Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða, staðfesting starfsreglna svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða
- Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða, staðfesting á afgreiðslu á beiðni um framlag til svæðisskipulagsgerðar
- Vestfjarðarstofa og Fjórðungssamband Vestfjarða, fundargerðir nr. 55 frá 30. ágúst 2023, nr. 56 frá 27. september 2023 og nr. 58 frá 17. nóvember 2023
- Samband Íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 941 frá 12. janúar 2024 og 942 frá 26. janúar 2024
- Samband sveitarfélaga, boðun á XXXIX. landsþing sambandsins 14. mars 2024
- Hafnarsamband Íslands, fundargerð nr. 460 frá 15. janúar
- Hafnarsamband Íslands, boðun á Hafnarþing, 24.-25. október 2024 í Hofi á Akureyri
- Innviðaráðuneytið, upplýsingar til sveitarstjórna varðandi endurskoðun á reglum Jöfnunarsjóðs frá 9. janúar 2024
- Innviðaráðuneytið, beiðni um upplýsinga varðandi innheimtu innviðagjalda
- Umverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa
- Umhverfisstofnun, tilnefning í vatnasvæðanefnd
- Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, samstarfsyfirlýsing verkefnisins; Vestfirðir saman gegn ofbeldi og öðrum afbrotum
- Foreldrafélag leik-, grunn- og tónskóla, erindi til sveitarstjórnar.
Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Þorgeir Pálsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Óskar Hafsteinn Halldórsson
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir
Strandabyggð 9. febrúar 2024
Þorgeir Pálsson, Oddviti.
Lífshlaupið hefst á morgun
Lífshlaupið hefst miðvikudaginn 7. febrúar.
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi en stuðst er við ráðleggingar frá Embættis landlæknis um hreyfingu. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 150 mínútur á víku. En í Lífshlaupinu er miðað við 30 mínútur á dag fyrir fullorðna.
Í ár er nýr keppnisflokkur fyrir Hreystihópa 67+ hér má finna allt um Lífshlaupið https://lifshlaupid.is/
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið Sterkar Strandir
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 26. febrúar 2024.
Verkefnum sem verða styrkt að þessu sinni þarf að vera lokið í síðasta lagi 31. desember 2024, og eru umsækjendur beðnir um að hafa það að sérstöku leiðarljósi við gerð umsókna. Til úthlutunar að þessu sinni eru 16.500.000 kr.
Umsóknir þurfa að styðja meginmarkmið Sterkra Stranda. Þau eru eftirfarandi:
• Sterkir innviðir og öflug þjónusta
• Stígandi í atvinnulífi
• Stolt og sjálfbært samfélag
Á vefsíðum Byggðastofnunar og Vestfjarðastofu má finna nánari reglur um styrkveitingar og markmiðaskjal verkefnisins. Á vef Vestfjarðarstofu, undir verkefninu Sterkar Strandir, má finna umsóknareyðublaðið og þar er sótt um. Athugið að einungis er hægt að sækja um á netinu.
Ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda. Samstarf aðila sem að jafnaði starfa ekki saman styrkir umsóknina.
Umsækjendur eru hvattir til að lesa leiðbeiningar og leita sér aðstoðar hjá verkefnisstjóra. Vönduð umsókn sem styður við framtíðarsýn og meginmarkmið verkefnisins er líklegri til árangurs. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með framgangi verkefnisins á netmiðlum, til að mynda á vef Vestfjarðastofu og á Facebooksíðu Sterkra Stranda.
Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Sigurður Líndal verkefnisstjóri í síma 611- 4698 eða á netfanginu sigurdurl@vestfirdir.is
Strandabyggð auglýsir afleysingastöðu í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Auglýst er eftir starfskrafti til að sinna starfi íþrótta- og tómstundafulltrúa í afleysingum í 6 mánuði. Um er að ræða allt að 70% stöðugildi.
Starfslýsing:
- Starfsmaður ber ábyrgð á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar, sundlaugar, tjaldsvæðis, tómstundastarfs og félagsstarfi aldraðra, í samstarfi við umsjónarmann íþróttamannvirkja og umsjónarmenn félagsmiðstöðvar og starfsemi eldri borgara
- Starfsmaður er ábyrgur fyrir þeim framkvæmdum sem sveitarstjórn hefur samþykkt og fram koma í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024. Samráð skal haft við sveitarstjóra um framkvæmd þessara verkefna
- Starfsmaður skal sjá um skipulagningu sumarstarfsemi, ráðningar sumarstarfsfólks og skipulag þjónustu á tjaldsvæði- og íþróttamiðstöð, í samráði við sveitarstjóra, formann tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar (TÍM) og starfsmenn sveitarfélagsins.
Laun og almennar kröfur:
- Laun greiðast samkvæmt kjarasamningum Sambands sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags
- Starfsmaður þarf að hafa reynslu af starfsmannahaldi og rekstri. Öll frekari menntun er kostur
- Starfsmaður þarf að vera lipur í mannlegum samskiptum og hafa hreina sakaskrá.
Tímabil:
- Viðkomandi þarf að geta hafið störf ekki síðar en 1. mars n.k. og er starfstíminn þá 1. mars til 1. september 2024. Framlenging er ekki útilokuð.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu strandabyggðar eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fyrir kl 16 föstudaginn 16. febrúar n.k. merktar „íþrótta- og tómstundafulltrúi“
Allar frekari upplýsingar veita Salbjörg Engilbertsdóttir salbjorg@strandabyggd.is eða Sigríður Jónsdóttir sigridur@strandabyggd.is