A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Laust starf við Vinnuskóla Strandabyggðar

| 11. apríl 2013
Vinnuskóli Strandabyggðar auglýsir eftir yfirleiðbeinanda sumarið 2013. Tvö fimm vikna tímabil verða í boði í Vinnuskóla Strandabyggðar í sumar og hefur yfirleiðbeinandi umsjón með þeim. Fyrra tímabil verður 3. júní - 5. júlí og seinna tímabil 15. júlí - 16. ágúst. Vinnuskóli Strandabyggðar heyrir undir verkstjóra Áhaldahúss. Í starfinu felast eftirfarandi verkefni:...
Meira

Stóra upplestrarkeppnin í gær

| 11. apríl 2013
F.v. Bára Örk, Karen Ösp, Baldur Sigurðsson formaður dómnefndar og Aðalbjörg
F.v. Bára Örk, Karen Ösp, Baldur Sigurðsson formaður dómnefndar og Aðalbjörg
Stóra upplestrarkeppnin var haldin í gær í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar kepptu nemendur úr 7. bekk Grunnskólans á Hólmavík, Grunnskólans á Drangsnesi og Reykhólaskóla. Keppendur lásu fyrst upp texta úr Benjamín dúfu eftir Friðrik Erlingsson, valin ljóð eftir Þóru Jónsdóttur og að lokum ljóð að eigin vali. Boðið var upp á kaffiveitingar og tónlistarflutning í hléi.

Fyrstu verðlaun hlaut Karen Ösp Haraldsdóttir úr Grunnskólanum á Drangsnesi, önnur verðlaun hlaut Aðalbjörg Egilsdóttir úr Reykhólaskóla og þriðju verðlaun hlaut Bára Örk Melsted úr Grunnskólanum á Hólmavík. Verðlaunin voru peningakort að verðmæti 10, 15, og 20 þúsund kr. Þetta kom fram á vefsíðu Grunnskólans á Hólmavík.

23 umsóknir um fjögur störf

| 11. apríl 2013
Alls bárust 23 umsóknir um fjögur störf sem auglýst voru laus til umsóknar í Strandabyggð en umsóknarfrestur rann út þann 7. apríl sl. Stöðurnar sem ráða á í eru stöður skólastjóra og aðstoðarskólastjóra við Grunnskóla Hólmavíkur, tímabundin staða leikskólastjóra við Leikskólann Lækjarbrekku og staða tómstundafulltrúa í Strandabyggð. Framundan er úrvinnsluferli umsókna og síðar ráðningar í störfin en Hagvangur sér um ráðningarnar. Strandabyggð þakkar öllum umsækjendum fyrir sýndan áhuga....
Meira

Lokað fyrir vatn á Hólmavík í dag

| 09. apríl 2013
Mynd af vatni
Mynd af vatni
Lokað verður fyrir vatn á hluta Hólmavíkur í dag, þann 9. apríl, vegna viðgerðar. Lokunin nær til byggðar innan við Klifið á Hólmavík.

Lokað verður fyrir vatnið kl. 13:30 og búist er við að viðgerð taki um hálftíma.

Tjaldið sýnt tvisvar sinnum í vikunni

| 07. apríl 2013
Leikhópurinn í Tjaldinu - ljósm. Jón Jónsson.
Leikhópurinn í Tjaldinu - ljósm. Jón Jónsson.
Leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason verður sýnt í Félagsheimilinu á Hólmavík þriðjudaginn 9. apríl og miðvikudaginn 10. apríl kl. 20:00 báða dagana. Hópur ungmenna í leiklistarvali við Grunnskólann á Hólmavík leikur í og leikstýrir verkinu undir stjórn Arnars S. Jónssonar. Þegar er búið að sýna leikritið tvisvar sinnum og óhætt er að segja að það hafi slegið rækilega í gegn hjá þeim sem hafa barið það augum. Gróft orðbragð kemur fyrir í sýningunni og ekki er mælt með því fyrir viðkvæma eða yngri börn. Miðaverð fyrir alla aldurshópa er kr. 1.500. Alls eru 56 sæti í boði á hverja sýningu, en miðapantanir eru í s. 894-1941.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón