Tjaldiđ frumsýnt á fimmtudaginn
| 19. mars 2013
Leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason verður frumsýnt fimmtudaginn 21. mars kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík, en hópur ungmenna í leiklistarvali við Grunnskólann á Hólmavík hefur æft leikritið í vetur undir stjórn Arnars S. Jónssonar. Aðstoðarleikstjórar eru Margrét Vera Mánadóttir og Elísa Mjöll Sigurðardóttir. Gróft orðbragð og atriði koma fyrir í sýningunni og því er ekki sérstaklega mælt með henni fyrir 12 ára og yngri. Miðaverð fyrir alla aldurshópa er kr. 1.500. Takmarkað sætaframboð verður í boði á hverja sýningu, en miðapantanir eru í s. 894-1941 (fyrir kl. 14:00) og s. 776-6885 (eftir kl. 14:00). Fyrstir panta, fyrstir fá!...
Meira
Meira