A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vetrarstarf Kvennakórsins Norðurljósa að hefjast

| 21. september 2012
Kvennakórinn Norðurljós í fullum herklæðum
Kvennakórinn Norðurljós í fullum herklæðum
Kvennakórinn Norðurljós - eini kvennakórinn í Strandabyggð - er að hefja starfsemi sína í vetur. Kórinn hefur verið mjög öflugur undanfarin ár og haldið tónleika víða við góðan orðstír. Í tilkynningu frá kórnum kemur fram að allir þeir sem hafa gaman af tónlist og góðum félagsskap ættu að íhuga að taka þátt í starfi kórsins. Engin inntökupróf og óhætt fyrir óvana og hrædda að prófa. Fyrsta æfing/samvera verður þriðjudaginn 25. september kl. 19.30 í Hólmavíkurkirkju, en þar verða rædd verkefni vetrarins. 

Auglýst eftir starfskrafti í Félagsmiðstöðina Ozon

| 18. september 2012
Hressir krakkar í Ozon - ljósm. JJ
Hressir krakkar í Ozon - ljósm. JJ
Strandabyggð auglýsir eftir starfsmanni til viðveru á opnum húsum félagsmiðstöðvarinnar Ozon veturinn 2012-2013. Starfsmaðurinn vinnur ásamt forstöðumanni félagsmiðstöðvarinnar á opnum húsum.


Starfsmaðurinn þarf að:
- vera orðinn 20 ára
- hafa góða skipulagshæfileika
- sýna sjálfstæði og frumkvæði
- hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum
- hafa ánægju að því að vinna með börnum og unglingum
- hafa hreint sakavottorð

Starfshlutfall er um 7%. Vinnutími er öll þriðjudagskvöld kl. 20:00-22:00 og annað hvert mánudagskvöld kl. 19:30-21:00. Ráðningartímabil er frá 1. október til 31. maí.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnar Snæberg Jónsson tómstundafulltrúi í s. 894-1941 eða í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Umsóknum skal skila á skrifstofu Strandabyggðar í síðasta lagi mánudaginn 24. september.

Siðareglur og eineltisáætlun samþykktar

| 17. september 2012
Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps hefur samþykkt siðareglur félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps sem og eineltis-og viðbragðaáætlun fyrir starfsmenn sveitarfélaganna, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Reykhólahrepps og Strandabyggðar.

Eineltisáætlunin og viðbrögð við einelti á vinnustöðum ofangreindra sveitarfélaga mun verða kynnt starfsmönnum sveitarfélaganna og bæði siðareglurnar og eineltisáætlunin verða birtar á heimasíðu Strandabyggðar innan skamms.

Tafl- og bridgehúsið fæst gefins til flutnings

| 14. september 2012
Tafl- og bridgehúsið á Hólmavík - ljósm. JJ
Tafl- og bridgehúsið á Hólmavík - ljósm. JJ
Sveitarstjórn Strandabyggðar auglýsir Tafl- og bridgehúsið við Kópnesbraut 13 á Hólmavík gefins til flutnings. Húsið og allt því tilheyrandi ber að fjarlægja af lóðinni innan mánaðar frá afhendingu.

Áhugasamir setji sig í samband við sveitarstjóra á skrifstofu sveitarfélagsins við Höfðagötu 3 á Hólmavík, í síma 451-3510 eða með tölvupósti á sveitarstjori@strandabyggd.is í síðasta lagi föstudaginn 21. september næstkomandi.

Breytingar á fjallskilaseðli

| 14. september 2012
Úr Kirkjubólsrétt - ljósm. JJ
Úr Kirkjubólsrétt - ljósm. JJ
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum breytingu á áður samþykktum fjallskilaseðli fyrir árið 2012. Breytingin felst í því að Broddanesrétt fellur niður að þessu sinni en rétta átti þar dagana 16. og 29. september. Bændum í Kollafirði og Bitru norðan sauðfjárveikivarnagirðingar er þess í stað bent á Kirkjubólsrétt þar sem réttað er sömu daga, með það fé sem ekki er sótt á milli bæja. Gerð verður könnun í haust á viðhorfum bænda í Kollafirði og Bitru norðan sauðfjárveikivarnagirðingar um hvaða fyrirkomulag þeir vilja hafa á réttum í framtíðinni.

Hægt er að nálgast nýja útgáfu af leitarseðlinum með því að smella hér.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón