A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Félagsþjónustan auglýsir laust starf

| 06. apríl 2013
Starfsmaður óskast í 20 % starf við tilsjón hjá Félagsþjónustu Stranda- og Reykhólahrepps. Stuðningsúrræðið tilsjón er eitt af þeim lögbundnu úrræðum, skv. barnaverndarlögum, sem barnaverndarnefndir hafa þar sem markmiðið er að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu á heimilinu undir leiðsögn.

Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri, Hildur Jakobína Gísladóttir í síma 842- 2511. Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2013.

Kvennakórinn Norðurljós með tónleika í Reykjavík

| 05. apríl 2013
Kvennakórinn Norðurljós
Kvennakórinn Norðurljós
Kvennakórinn Norðurljós heldur tónleika í Guðríðarkirkju í Grafarholti laugardaginn 6. apríl n.k. kl. 18.00. Hólmvíska söngdívan Heiða Ólafs kemur fram með kórnum. Undirleikarar eru Kjartan Valdemarsson og Gunnlaugur Bjarnason og stjórnandi er Sigríður Óladóttir.

Miðaverð er kr. 2000 fyrir fullorðna og 1000 fyrir börn. Tekið við kortagreiðslum.

Dansinn stiginn í Strandabyggð

| 05. apríl 2013
Komdu að dansa!
Komdu að dansa!
Vikan 8.-12. apríl verður sannkölluð dansvika í Strandabyggð. Eins og undanfarin tvö ár mun Jón Pétur Úlfljótsson frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru mæta á svæðið og hafa grunnskólanemar kost á að sækja dansnámskeið í Íþróttamiðstöðinni frá mánudegi til föstudags eins og hér segir: Kl. 13:10-14:00 (1.-3. bekkur), kl. 14:10-15:00 (5.-7. bekkur) og kl. 15:10-16:00 (8.-10. bekkur). Námskeið yngri kynslóðarinnar enda með danssýningu á föstudeginum. Grunnskólinn sér um að taka við skráningum.


Dansnámskeið fyrir 16 ára og eldri verður haldið í Félagsheimilinu frá þriðjudegi til fimmtudags kl. 21:00-22:00. Athugið að hægt er að mæta á einstök kvöld eða öll kvöldin og kostar námskeiðið í heild 3.000 kr. eða hvert kvöld 1.000 kr. Allir fá viðfangsefni við hæfi og getu hvers og eins. Skráning á fullorðinsnámskeiðið er hjá Arnari S. Jónssyni tómstundafulltrúa í s. 8-941-941 og tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Forskráning hafin í dreifnám á Hólmavík

| 04. apríl 2013
Í haust gefst íbúum í Strandabyggð tækifæri í fyrsta sinn til að stunda framhaldsnám í dagskóla heima í héraði, en þá tekur til starfa framhaldsdeild á Hólmavík á vegum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Forskráning í námið stendur yfir til 12. apríl nk, en hægt er að skrá sig á þessari síðu. Þeir sem vilja frekari upplýsingar um dreifnámið geta kíkt á heimasíðu FNV og haft samband við skólann. Þeir sem taka ákvörðun um að setjast á skólabekk á Hólmavík í haust munu móta starf framhaldsdeildarinnar til frambúðar.

Ekki þarf að fjölyrða um hversu gríðarlega mikilvægt það er að sem flestir skrái sig til náms og njóti þess að vera í heimabyggð fyrstu árin í framhaldsskóla. Rétt er að minna á að dreifnámið verður í boði fyrir fólk á öllum aldri - enginn er of gamall til að hefja fullt nám eða taka nokkra áfanga í framhaldsskóla. Við hvetjum alla íbúa Strandabyggðar til að skoða þennan möguleika vel og taka slaginn í haust! Með því að smella hér má sjá yfirlit yfir þá áfanga sem verða í boði á Hólmavík í haust.

Sumarstörf hjá Áhaldahúsi Strandabyggðar

| 02. apríl 2013
Áhaldahús Strandabyggðar auglýsir 3 laus störf sumarið 2013. Um fjölbreytt og skemmtileg verkefni er að ræða sem fara að mestu fram utandyra:
 - Hreinsunarstarf og tiltekt
 - Málningarvinna
 - Lítilsháttar sláttur
 - Aðstoð við Vinnuskóla Strandabyggðar
 - Aðstoð við Hamingjudaga
 - Önnur verkefni

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón