A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Verðfyrirspurn varðandi málun á Grunnskóla Hólmavíkur

Salbjörg Engilbertsdóttir | 07. júlí 2023

„Strandabyggð gerir hér með verðfyrirspurn varðandi málun á  Grunnskóla Hólmavíkur.

 

Um er að ræða efri hæð yngri hluta skólans auk anddyris og tveggja skólastofa í eldri hluta.

 

VERKÍS hefur gert verklýsingu og magnskrá og eru þessi gögn aðgengileg hér og skulu fyrirspurnir sendar á strandabyggd@strandabyggd.is   Áhugasamir geta einnig haft samband við Sigurð Marinó Þorvaldsson, forstöðumann áhaldahúss, í síma 894-4806, eða á netfangið siggimarri@strandabyggd.is

 

Tilboðum skal skilað inn á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is, merkt „grunnskóli – málun“, fyrir kl 16, mánudaginn 24. júlí n.k.

Strandabyggð áskilur sér rétt til að taka þeim tilboðum sem metin eru hagstæðust eða hafna öllum.

 

Allar frekari upplýsingar veitir Sigurður Marinó í síma 894-4806“

 

Verðfyrirspurn vegna skólamötuneytis

Þorgeir Pálsson | 05. júlí 2023

Sveitarfélagið Strandabyggð gerir hér með verðfyrirspurn vegna skólamötuneytis

  • Um er að ræða eldun skólamáltíða fyrir um 40 nemendur grunnskóla Hólmavíkur og um 20 nemendur leikskólans Lækjarbrekku, samkvæmt yfirliti á hverjum tíma
  • Um er að ræða heitar og kaldar máltíðir alla skóladaga.  Taka skal mið af manneldismarkmiðum Manneldisráðs og ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um innihald matar og uppsetning matseðils
  • Starfsmenn sem vilja kaupa mat, gera um það samkomulag við matráð
  • Afhenda skal máltíðir mánudaga til og með föstudaga. Matur skal sóttur af starfsfólki sveitarfélagsins.  Starfsmenn grunnskóla sjá einnig um skil á áhöldum og hitakössum
  • Áherslur í matseðli skulu vera: 
    • Í hádegi sé heit máltíð í boði, amk fjóra daga vikunnar, en köld máltíð ekki oftar en einu sinni í viku; t.d. grautur eða súpa eða köld brauðmáltíð með mjólkurmat
    • Alltaf sé einhvers konar ávextir og/eða grænmeti í boði
    • Hugað sé að magni fitu, próteins, sykurs, og annara kolvetna í samræmi við manneldismarkmið þegar hráefni til matargerðar er valið
    • Sykur og fituríkan mat ætti að nota mjög hóflega
    • Grófkorna brauð sé notað fremur en fínt
    • Boðið verði upp á fisk, amkl tvisvar í viku og þá frekar að notast við ferskan fisk
    • Reyktan og saltan mat ætti að hafa mjög sjaldan á borðum og helst ekki oftar en tvisvar í mánuði.  Farsvörur og naggar séu sjaldnar á boðstólum en einu sinni í viku
    • Sveitarfélagið leggur áherslu á að nýta hráefni úr heimabyggð eins og kostur er.
  • Almennt skal styðjast við leiðarvísi Landlæknis um um fæðuval og áherslur í matarframboði.
  • Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Strandabyggðar.  Tilboðum skal skila til skrifstofu Strandabyggðar á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is merkt „Skólamatur, 2023-2024“ fyrir miðnætti 21.7.23
  • Strandabyggð áskilur sér rétt til að taka því tilboði sem metið er hagstæðast eða hafna öllum.

Duo Borealis í Djúpuvík

| 05. júlí 2023

Þýsk-íslenska víóludúósið Duo Borealis, verður á ferð um Vesturland dagana 13.-15. júlí nk með tónleikaröð fyrir tvær víólur og hús þar sem þau fara með áheyrendur í ferðalag um hljóðheim víólunnar í einstökum hljómburði Akranesvita, Vatnasafnsins í Stykkishólmi og Síldarverksmiðjunnar á Djúpuvík. 

 

Hér hlekkur á viðburð tónleikanna í Síldarverksmiðjunni en þeir verða að kvöldi 15. júlí og hefjast kl 21:15. Aðgangur er ókeypis. https://fb.me/e/4yPV7XQZS

Í viðburðinum eru nánari upplýsingar um tónleikana, efnisskrá og flytjendur.

 

Lýðskólinn á Flateyri

| 05. júlí 2023

Lýðskólinn á Flateyri

• Svo miklu meira en bara skóli

Viltu stunda nám án áherslu á einingar og próf? Taka frá heilan vetur til prófa hvað í þér býr? Viltu velja þér ný viðfangsefni við nýjar aðstæður með nýjum vinum?

Lýðskólinn á Flateyri auglýsir eftir umsóknum einstaklinga sem langar að efla sig og þroskast í nánu samneyti við náttúruna og samfélagið í vestfirsku þorpi. Kennsla hefst í september 2023. Umsóknir fara fram á vefsvæði skólans www.lydflat.is þar sem nálgast má upplýsingar um skólann, kennara og námsframboð. Þá má nálgast kynningarefni á Instagram síðu. Tenglar á þessar síður er að finna á www.lydflat.is

Opið er fyrir umsóknir og afgreiðsla þeirra er þegar hafin. Umsóknir eru afgreiddar jafnóðum og þær berast.

Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst til að auka líkur á inntöku. Það er takmarkað pláss á hverri önn, fyrstir koma, fyrstir fá. Ef nemendur sækja um og það er þegar orðið fullt er þeim boðið að vera á biðlista og/eða fá pláss á næstu önn.

Hver sem náð hefur 18 ára aldri við upphaf námsannar getur sótt um skólavist við Lýðskólann á Flateyri. Við leitum eftir nemendum sem eru áhugasamir, viljugir og tilbúnir til að taka þátt, deila ábyrgð og prófa eitthvað nýtt.


• Svo miklu meira en bara skóli

Viltu stunda nám án áherslu á einingar og próf? Taka frá heilan vetur til prófa hvað í þér býr? Viltu velja þér ný viðfangsefni við nýjar aðstæður með nýjum vinum?

Lýðskólinn á Flateyri auglýsir eftir umsóknum einstaklinga sem langar að efla sig og þroskast í nánu samneyti við náttúruna og samfélagið í vestfirsku þorpi. Kennsla hefst í september 2023. Umsóknir fara fram á vefsvæði skólans www.lydflat.is þar sem nálgast má upplýsingar um skólann, kennara og námsframboð. Þá má nálgast kynningarefni á Instagram síðu. Tenglar á þessar síður er að finna á www.lydflat.is

Opið er fyrir umsóknir og afgreiðsla þeirra er þegar hafin. Umsóknir eru afgreiddar jafnóðum og þær berast.

Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst til að auka líkur á inntöku. Það er takmarkað pláss á hverri önn, fyrstir koma, fyrstir fá. Ef nemendur sækja um og það er þegar orðið fullt er þeim boðið að vera á biðlista og/eða fá pláss á næstu önn.

Hver sem náð hefur 18 ára aldri við upphaf námsannar getur sótt um skólavist við Lýðskólann á Flateyri. Við leitum eftir nemendum sem eru áhugasamir, viljugir og tilbúnir til að taka þátt, deila ábyrgð og prófa eitthvað nýtt.

Frágangur drenlagna við Grunnskólann á Hólmavík

Þorgeir Pálsson | 02. júlí 2023

 

Strandabyggð gerir hér með verðfyrirspurn varðandi frágang drenlagnar við Grunnskólann á Hólmavík.

 

VERKÍS hefur gert verklýsingu og magnskrá og eru þessi gögn aðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins og skulu fyrirspurnir sendar á strandabyggd@strandabyggd.is   Áhugasamir geta einnig haft samband við Sigurð Marinó Þorvaldsson, forstöðumann áhaldahúss, í síma 894-4806, eða á netfangið siggimarri@strandabyggd.is

Tilboðum skal skilað inn á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is, merkt „grunnskóli – drenlögn“, fyrir kl 16, föstudaginn 21. júlí n.k. 

Allar frekari upplýsingar veitir Sigurður Marinó í síma 894-4806.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón