A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tilkynning frá Slökkviliðsstjóra

Þorgeir Pálsson | 04. ágúst 2023

Tilkynning frá slökkviliðsstjóra.

Vegna langvarandi þurrka síðastliðnar vikur og óvissu með vætu í veðurspá á þjónustusvæði Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda vill slökkviliðsstjóri biðja íbúa og gesti um að fara með gát með allan eld og hitagjafa sem geta komið af stað gróðurbruna. Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112.

Á meðfylgjandi mynd eru gagnlegar upplýsingar frá Eldklár. Heimasíðurnar www.vertueldklar.is og www.grodureldar.is hafa að geyma gagnlegar upplýsingar um viðbrögð við gróðureldum og hvernig við getum reynt að koma í veg fyrir, með fyrirbyggjandi aðgerðum, alvarleg tjón vegna gróðurelda.

Þar sem verslunarmannahelgin er gengin í garð má búast við mörgum gestum á svæðið en einnig fara margir heimamenn í burtu og á það líka við um slökkviliðin sem eru fáliðuð um helgina. Sýnum því tillitssemi og aðgát.

Varðeldar eru ekki leyfðir í Dalabyggð, Reykhólahreppi og Strandabyggð nema í viðurkenndu bálstæði og ekki má kveikja í stærri bálköst en sem nemur einum rúmmetra af hlöðnu þurru timbri. Taka skal tillit til aðstæðna hverju sinni. Ekki er æskilegt að kveikja varðeld í miklum þurrki eins og hefur verið á svæðinu undanfarið.

 

Kveðja

Ívar Örn Þórðarson

Slökkviliðsstjóri Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda.

https://www.facebook.com/BrunavarnirDRS

Sveitarstjórnarfundur nr.1349 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 03. ágúst 2023

Fundur nr. 1349 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 8. ágúst kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.


 


Fundardagskrá er svohljóðandi:


 



  1. Viðauki II við fjárhagsáætlun 2023 – til afgreiðslu

  2. Tónlistarskólinn á Akureyri, erindi 15.júní 2023 v. umsókna tveggja nemenda með lögheimili í Strandabyggð og beiðni um milligöngu v.kostnaðar – til afgreiðslu

  3. Breytingar á nefndarskipan – til afgreiðslu

  4. Umhverfis- og skipulagsnefnd fundargerð frá  3. Ágúst 2023 – til afgreiðslu

  5. Grunnskólinn á Hólmavík, staða framkvæmda – til kynningar

...
Meira

Aðgát vegna framkvæmda við grunnskólann

Salbjörg Engilbertsdóttir | 27. júlí 2023
Þessa dagana er unnið að því að setja niður skólastofu á leikvellinum á lóð grunnskólans. Við viljum biðja foreldra að gæta að börnum sínum við leik á vinnusvæðinu og vara þau við því þar geta verið ýmsar hættur. Búist er við að framkvæmdum ljúki fyrir helgina. 


Tilkynning frá Sorpsamlagi Strandasýslu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. júlí 2023

Á föstudaginn 14. júlí næstkomandi verður byrjað að safna plasti og verður farið sunnan Hólmavíkur og svo haldið áfram mánudaginn 17.júlí og verður þá farið sunnan Hólmavíkur, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp.
Ellert Jósteinsson verður á bílnum og númerið hjá honum er 868-1918

Náttúrurbarnahátíð á Ströndum

| 11. júlí 2023
« 1 af 4 »

Dagskrá Náttúrubarnahátíðar á Ströndum

Það verður mikið fjör á Ströndum helgina 14.-16. júlí. Þá verður haldin árleg Náttúrubarnahátíð á Sauðfjársetrinu, sem er skammt sunnan við Hólmavík. Að venju verður þar fjölbreytt og skemmtileg dagskrá, en um er að ræða fjölskylduhátíð þar sem börn og fullorðnir fá tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn. Á dagskránni eru bæði útivist, fróðleikur, smiðjur og listviðburðir. Ókeypis aðgangur er að hátíðinni og öllum viðburðum.

Það er einnig frítt fyrir hátíðargesti að gista í tjaldi á Kirkjubóli sem er rétt hjá Sævangi en það er ekki eiginlegt tjaldstæði og ekki aðgangur að rafmagni. Það er frábært tjaldsvæði á Hólmavík þar sem er rafmagn og ýmsir gististaðir í nágrenninu.

 

Veitingasala er á Sauðfjársetrinu (Kaffi Kind) alla helgina og er þar nóg úrval af allskonar réttum bæði fyrir grænkera og aðra.

 

Hátíðin er styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða og Orkubúi Vestfjarða.

Dagskrána má sjá hér fyrir neðan:

Föstudagur 14. júlí
17:30 Fjölskyldu gönguferð í fjörunni lagt af stað frá hátíðarsvæðinu í Sævangi
18:30 Setning hátíðarinnar og veðurgaldur
18:30 Hægt að kaupa súpu og grillaðar pylsur (grænmetis og ekki) í Sævangi
19:00 Mögnuð töfrasýning Ingó Geirdal
20:00 Spennandi Náttúrubarnakviss

 

Laugardagur 15. júlí
12:00 Núvitundarævintýri með Kyrrðarkrafti
13:00 Tröllarölt með tröllinu Tufta Túnfæti
13:10 Náttúrufjör: Bogfimi, Strandahestar, eldsmiðja, kajakar, náttúrubingó, steinastöð frá Náttúruminjasafni Íslands, jurtalitun og fjör frá Eiríksstöðum, skrifað með fjöðrum, opið hús í tilraunastofunni, ísbjarnasögur á sviðinu, grillaðar pylsur og fleira
14:30 ÞYKJÓ Blómasmiðja: Fjölskyldur rækta sín eigin blóm úr ullarafgöngum
16:30 Flugdrekasmiðja með Arite Fricke: Gerðu eða skreyttu þinn eigin flugdreka úr notuðum bókum
17:30 Fuglafjör: Trítlað um teistuvarpið
18:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur og súpu í Sævangi
20:00 Stórskemmtileg kvöldvaka og tónlist með Gunna og Felix
21:00 Drauga- og tröllasögur í Sagnahúsinu

 

Sunnudagur 16. júlí
12:00 Náttúrujóga með Önnu á Galdrasýningunni
12:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur og súpu í Sævangi

13:00 Benedikt Búálfur og Dídí koma í heimsókn
13:30 Skemmtileg náttúru skúlptúrasmiðja með Ingrid Ogenstedt
15:00 Fjölskylduplokk

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón