A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Verðfyrirspurn vegna skólaaksturs

Þorgeir Pálsson | 04. ágúst 2023

Strandabyggð gerir hér með verðfyrirspurn varðandi skólaakstur fyrir skólaárið 2023-2024.

Um er að ræða akstur með skólabörn leik- og grunnskóla í dreifbýli í Strandabyggð.  Tilboðsgjafi skal veita upplýsingar um bílakost, mönnun, bakgrunn, reynslu og þekkingu á staðháttum.  Tilboðsgjafi skal hafa hreina sakaskrá.


Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri, Þorgeir Pálsson í síma 899-0020.  Einnig má senda fyrirspurn á netfangið thorgeir@strandabyggd.is   

Frestur til að skila inn tilboðum er til loka dags 13. ágúst n.k.  Strandabyggð áskilur sér rétt til að taka þeim tilboðum sem metin eru hagstæðust eða hafna öllum.

Endurskoðun skólamáltíða

Þorgeir Pálsson | 04. ágúst 2023

Hugmyndasöfnun vegna fyrirkomulags skólamáltíða

Framundan er endurskoðun á fyrirkomulagi skólamáltíða og innihaldi þeirra.  Til að fanga sem best skoðanir og ábendingar foreldra barna í leik-, og grunnskóla, köllum við nú eftir ábendingum foreldra. 

Má senda þær á sveitarstjóra, Þorgeir Pálsson á netfangið thorgeir@strandabyggd.is

Frestur til að skila inn ábendingum er til loka dags 13. ágúst n.k.

Tilkynning frá Slökkviliðsstjóra

Þorgeir Pálsson | 04. ágúst 2023

Tilkynning frá slökkviliðsstjóra.

Vegna langvarandi þurrka síðastliðnar vikur og óvissu með vætu í veðurspá á þjónustusvæði Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda vill slökkviliðsstjóri biðja íbúa og gesti um að fara með gát með allan eld og hitagjafa sem geta komið af stað gróðurbruna. Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112.

Á meðfylgjandi mynd eru gagnlegar upplýsingar frá Eldklár. Heimasíðurnar www.vertueldklar.is og www.grodureldar.is hafa að geyma gagnlegar upplýsingar um viðbrögð við gróðureldum og hvernig við getum reynt að koma í veg fyrir, með fyrirbyggjandi aðgerðum, alvarleg tjón vegna gróðurelda.

Þar sem verslunarmannahelgin er gengin í garð má búast við mörgum gestum á svæðið en einnig fara margir heimamenn í burtu og á það líka við um slökkviliðin sem eru fáliðuð um helgina. Sýnum því tillitssemi og aðgát.

Varðeldar eru ekki leyfðir í Dalabyggð, Reykhólahreppi og Strandabyggð nema í viðurkenndu bálstæði og ekki má kveikja í stærri bálköst en sem nemur einum rúmmetra af hlöðnu þurru timbri. Taka skal tillit til aðstæðna hverju sinni. Ekki er æskilegt að kveikja varðeld í miklum þurrki eins og hefur verið á svæðinu undanfarið.

 

Kveðja

Ívar Örn Þórðarson

Slökkviliðsstjóri Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda.

https://www.facebook.com/BrunavarnirDRS

Sveitarstjórnarfundur nr.1349 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 03. ágúst 2023

Fundur nr. 1349 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 8. ágúst kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.


 


Fundardagskrá er svohljóðandi:


 



  1. Viðauki II við fjárhagsáætlun 2023 – til afgreiðslu

  2. Tónlistarskólinn á Akureyri, erindi 15.júní 2023 v. umsókna tveggja nemenda með lögheimili í Strandabyggð og beiðni um milligöngu v.kostnaðar – til afgreiðslu

  3. Breytingar á nefndarskipan – til afgreiðslu

  4. Umhverfis- og skipulagsnefnd fundargerð frá  3. Ágúst 2023 – til afgreiðslu

  5. Grunnskólinn á Hólmavík, staða framkvæmda – til kynningar

...
Meira

Aðgát vegna framkvæmda við grunnskólann

Salbjörg Engilbertsdóttir | 27. júlí 2023
Þessa dagana er unnið að því að setja niður skólastofu á leikvellinum á lóð grunnskólans. Við viljum biðja foreldra að gæta að börnum sínum við leik á vinnusvæðinu og vara þau við því þar geta verið ýmsar hættur. Búist er við að framkvæmdum ljúki fyrir helgina. 


Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón