A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur í Strandabyggð, nr. 1348, 13.6.23

Þorgeir Pálsson | 10. júní 2023

Fundur nr. 1348 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 13. júní kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Ákvörðun um afboðun fundar i júlí vegna sumarleyfa – til afgreiðslu
  2. Forstöðumannaskýrslur – til kynningar
  3. Vinnuskýrsla sveitarstjóra og sérstök samantekt verkefna – til umræðu
  4. Fundargerð ADH nefndar frá 7.6.23 – til afgreiðslu
  5. Fundargerð VEL nefndar frá 7.6.23 – Til afgreiðslu
  6. Fundargerð TÍM nefndar frá 7.6.23 – til afgreiðslu
  7. Fundargerð FRÆ nefndar frá 12.6.23 – til afgreiðslu
  8. Staða mála varðandi viðgerðir á grunnskólanum – til umræðu
  9. Sameiginleg skipulagsnefnd, kynning á tillögu VSÓ Ráðgjafar – til afgreiðslu
  10. Skipan fulltrúa í hlutverk innleiðingarstjóra, innleiðingarteymis, talsmanna og tengiliða vegna innleiðingar laga um samþættingu farsældar barna, minnisblað sveitarstjóra – til afgreiðslu
  11. Skipan fulltrúa í stjórn Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna, minnisblað sveitarstjóra - til afgreiðslu
  12. Skipan aðal og varamanns í Öldungaráð - til afgreiðslu
  13. Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu, 6.6.23, fundargerð – til kynningar
  14. Greinargerð til innviðaráðuneytis vegna kvörtunar um meinta ólögmæta stjórnsýslu sveitarfélagsins Strandabyggðar, nánar tiltekið við skipun í fastanefndir sveitarfélagsins – til kynningar
  15. Greianargerð til innviðaráðuneytis vegna kvörtunar um ákvörðun oddvita um að neita kjörnum fulltrúum að leggja fram tillögu á sveitarstjórnarfundi og að flokka mál sem tekin eru fyrir á sveitarstjórnarfundi – til kynningar
  16. Skipan fulltrúa Strandabyggðar í Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða, að beiðni Fjórðungssambands Vestfirðinga, til afgreiðslu
  17. Náttúrustofa Vestfjarða, ársfundur 2023, fundargerð – til kynningar
  18. Náttúrustofa Vestfjarðar, fundargerð 143, frá 19.5.23 – til kynningar
  19. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 928 frá 2.6.23 – til kynningar
  20. Ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga – til kynningar.

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Jón Sigmundsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Stefnt er á að streyma fundinum á youtube síðu Strandabyggðar https://www.youtube.com/channel/UCeIjqjE2w2-V0IMQ9ZxplvA

 

Strandabyggð  10.6.2023

Þorgeir Pálsson oddviti

Malbikun á Hólmavík-UPPFÆRÐ FRÉTT

Þorgeir Pálsson | 08. júní 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Sveitarfélagið lætur malbika í sumar og mun Malbikunarstöðin sjá um þá framkvæmd. Reiknað er með að það verði í vikunni eftir verslunarmannahelgi þ.e. 8.-11. ágúst.

Ef einhverjir hafa áhuga á að nýta sér þá þjónustu má endilega hafa samband við Sigurð Marinó fyrir 26. júlí nk. með því að senda póst á siggimarri@strandabyggd.is til þess að fá nánari upplýsingar.


Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Landeigendakönnun vegna endurskoðunar aðalskipulags Strandabyggðar

Þorgeir Pálsson | 08. júní 2023
Ítrekun!

Landeigendur sem ekki hafa náð að skila inn svörum við spurningum frá fulltrúum Landmótunar, eru hér með vinsamlegast beðnir að bregðast hratt við og senda umbeðnar upplýsingar til Helenu Bjarkar Valtýsdóttur, á netfangið helena@landmotun.is fyrir lok dags 19. júní n.k., þannig að tryggt verði að þessar upplýsingar komist inn í forkynningargögn að endurskoðuðu aðalskipulagi Strandabyggðar.

kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Strandabyggð gerir verðkönnun fyrir innkaup og uppsetningu á gólfhitalögnum í Grunnskólann á Hólmavík.

Þorgeir Pálsson | 08. júní 2023

Strandabyggð gerir verðkönnun fyrir innkaup og uppsetningu á gólfhitalögnum í Grunnskólann á Hólmavík.

VERKÍS hefur gert verklýsingu, magnskrá og kostnaðaráætun og eru þessi gögn aðgengilega hjá sveitarstjóra.  Áhugasamir hafi samband við Þorgeir í síma 899-0020 eða á netfang thorgeir@strandabyggd.is

Áhugasamir skulu skila inn verðhugmyndum á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is, merkt „grunnskóli – gólfhitalagnir“, fyrir kl 16, fimmtudaginn 15. júní n.k. 

Allar frekari upplýsingar veitir, Þorgeir í síma 899-0020.

Strandabyggð gerir verðkönnun fyrir innkaup og uppsetningu á gluggum og hurðum í Grunnskólann á Hólmavík.

Þorgeir Pálsson | 08. júní 2023

Strandabyggð gerir verðkönnun varðandi glugga og hurðir í grunnskólanum.  Búið er að meta ástand glugga og hurða af fagaðilum.

VERKÍS hefur gert verklýsingu, magnskrá og kostnaðaráætun og eru þessi gögn aðgengileg hjá sveitarstjóra.  Áhugasamir hafi samband við Þorgeir í síma 899-0020 eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is

Áhugasamir skulu skila inn verðhugmyndum á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is, merkt „grunnskóli – gluggar og hurðir“, fyrir kl 16, fimmtudaginn 22. júní n.k. 

Allar frekari upplýsingar veitir Þorgeir í síma 899-0020.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón