A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fyrirlestur um jákvæð samskipti í boði Geislans

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. apríl 2023

Ungmennafélagið Geislinn býður íbúum á öllu svæði HSS á fyrirlestur um jákvæð samskipti.

 

Fimmtudaginn 13. apríl kemur Pálmar Ragnarsson til okkar á Strandir og verður með sinn margrómaða fyrirlestur um jákvæð samskipti. ÖLL VELKOMIN

Fyrirlestur fyrir nemendur í 4.-10. bekk grunnskóla á Drangsnesi og Hólmavík verður klukkan 14:45-15:30.  Fyrir alla aðra íbúa verður fyrirlesturinn haldinn í félagsheimilinu á Hólmavík klukkan 18:00 þann sama dag 13. apríl.  

Hlökkum til að sjá ykkur!

Námskeið í lyftingum á vegum umf.Geislans

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. mars 2023


Umf. Geislinn auglýsir lyftinganámskeið fyrstu helgina í apríl

Engin hámarksaldur en lágmarksaldur miðaðst við nemendur sem eru að ljúkja 8. bekk í vor.
Námskeiðið verður tvo daga, laugardag 1. apríl og sunnudag 2. apríl. Námskeiðið fer fram í Íþróttahúsinu á Hólmavík. UMFG hefur fjárfest í combo rekka sem staðsettur verður frambúðar í Flosabóli fyrir áhugasama að halda áfram að þjálfa sig í lyftingum. Námskeiðið kostar 18.000,- og er innifalið í því salur og sund eftir námskeið. Námskeiðið hefst klukkan 10:10 báða daga.
skráning hér. https://docs.google.com/forms/d/1uBoiYykkYBITJa2aWsaeusXFxUDvR9GUITVV76NS_sw/edit

Tilkynning frá Sorpsamlagi Strandasýslu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. mars 2023

Kæru íbúar Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps.


Við viljum byrja á að þakka ykkur fyrir hversu vel það hefur verið flokkað hér á okkar svæði, en gegnum árin hefur það verið til fyrirmyndar.

Eins og kannski flest ykkar hafið heyrt, tóku ný lög um úrgangsmál gildi nú 1. janúar sl. og fyrir árslok 2023 þarf að skipta upp flokkun við heimili í fjóra flokka, þ.e pappa og pappír, umbúðaplast, lífrænan úrgang og almennt heimilissorp. Til að mæta þessu nýja lagaumhverfi er lagt upp með að fjölga tunnum fyrir hvert heimili en að auki verði hægt að fara með umbúðarmálma, textíl og gler á grenndarstöðvar.

Í mörgum sveitarfélögum er lagt upp með að setja fjórar tunnur við hvert heimili en starfsmenn og stjórn Sorpsamlagsins ásamt sveitarstjórnum eru að skoða ýmsa möguleika á útfærslum. Stefnan er á að halda íbúafund þegar við erum komin með leiðir til þess að fara eftir og vænlegar útfærslur.
Breytingarnar koma til með að verða töluverðar á allri þjónustu og flokkun. Nú þegar höfum gert breytingar á móttökustöð á Skeiði og erum komin með tvo nýja flokkunargáma fyrir plast annars vegar og hins vegar fyrir bylgjupappa, sléttan pappa, pappír og fernur. Biðjum við ykkur að setja plast og pappa nú í þessa gáma í staðin fyrir lúgurnar.

Eins og staðan er í dag eru aðrir flokkar óbreyttir en við komum til með að breyta þessu hægt og rólega. Upplýsingar um breytingar verða birtar inn á svæði Sorpsamlagsins á heimasíðu Strandabyggðar http://www.strandabyggd.is/stofnanir/sorpsamlag_strandasyslu/

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi þessi mál, má endilega senda tölvupóst á netfangið sorpsamlag@holmavik.is

Sorpsamlag Strandasýslu

 

 

Dear Citizens of Strandabyggð, Kaldrananeshreppur and Árneshreppur

We want to start by thanking you for all your effort and good work regarding classifying waist in our area, which has been very satisfactory throughout the years. Well done!

As most of you may have heard, a new regulation on handling of waste came into force on January 1st. and by the end of 2023 household sorting must be divided into four categories, i.e. cardboard and paper, plastic, organic waste and general household waste. To meet this new legal environment, it is proposed to increase the number of bins at each household up to four bins. As before, it will be possible to take packaging metals, textiles and glass to the local service stations, in each municipality.

It is proposed to place four bins at each home, as mentioned before, but the Board of the Sorpsamlag is looking at various other possibilities, when it comes to the implementation of the new legal framework. There will be a town meeting within not too long, when we have come up with suitable solutions to this part of the implementation.

This new legal framework calls for some infrastructure changes at the service stations. These changes are going to be significant across all services and categories. We have already made changes at the reception unit at Skeiði, Hólmavík, where we now have two new sorting containers for plastic on the one hand and corrugated cardboard, smooth cardboard, paper and ferns on the other. The main change here is that in stead of three classes for plastic and three for paper, there is only one for each now. Please put plastic and cardboard in these containers instead of the hatches, as before.

As it stands today, other categories are unchanged, but we will slowly change this structure as well. Information about changes will be published in the Sorpsamlag's area on Strandabyggðar's website:
http://www.strandabyggd.is/stofnanir/sorpsamlag_strandasyslu/ If you have any questions regarding these matters, please send an email to sorpsamlag@holmavik.is


Sorpsamlag Strandasýslu - Garbage collection of Strandasýsla.

 

Hugleiðingar um kostnað

Þorgeir Pálsson | 10. mars 2023

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Nú liggur kostnaðarmat EFLU fyrir varðandi viðgerðarkostnað við grunnskólann.  Þetta eru upplýsingar sem við höfum beðið spennt eftir.  Tilkynningu um kostnaðarmatið má finna á heimsíðu Strandabyggðar. 

Mörgum spurningum er eftir sem áður ósvarað og er það verkefni sveitarstjórnar nú, að skoða allar leiðir sem sýnilegar eru í stöðunni.  EFLA bendir á tvær leiðir.  Í umræðunni manna á meðal heyrist rætt um nýbyggingu og það er sannarlega ein leið.  Eins er rætt um að rífa gamla hluta skólans og byggja nýjan hluta þar og gera svo við nýrri hluta gömlu byggingarinnar.  Það er enn ein leið.   Eins og staðan er, vitum við hver kostnaður við fyrstu tvær leiðirnar er áætlaður (leiðir 1 og 2 í skýrslu EFLU).  Við vitum ekki hvað aðrar leiðir munu kosta, en þær upplýsingar munum við útvega.  Og það mun kosta eitthvað að afla slíkra upplýsinga, því bara það að fá kostnaðarmat er kostnaður upp amk 500.000.-   Það þarf engu að síður að gerast.  Sveitarstjórn hefur alltaf sagt; það er ekki hægt að taka ákvörðun fyrr en nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Á sveitarstjórnarfundi n.k. þriðjudag, verður kostnaðarmatið tekið fyrir og í framhaldi af þeim fundi, mun margt skýrast.

En það er ekki nóg að vita hvað hlutirnir kosta, við verðum að vita hvernig á að fjármagna þá.  Staða Strandabyggðar er fjárhagslega veik og það verkefni sem við stöndum frammi fyrir hvað grunnskólann varðar, mun hafa gífurleg áhrif, hvaða leið sem verður farin.  Það er mikilvægt að við áttum okkur á samhenginu.  Skuldahlutfall sveitarfélagsins er mjög hátt og það þarf ekki miklar lántökur til að við rekumst í þakið hvað skuldaviðmið varðar.  

Sveitarstjórn vinnur eins vel og hún getur að því að ýta þessum málum áfram.  Eitt af því sem komið er á dagskrá næsta sveitarstjórnarfundar eru kaup á færanlegum skólastofum.  Það mál hefur verið í skoðun frá upphafi, en sveitarstjórn hefur alltaf sagt, að það er ekkert hægt að ákveða um hugsanleg kaup á færanlegum skólastofum, fyrr en kostnaðarmatið liggur fyrir.  Nú er það komið og þá tökum við næsta skref.  Svona vinnst þetta.  Við megum ekki fara á undan okkur á nokkurn hátt. 


Kæru íbúar Strandabyggðar.  Öll viljum við nemendum og starfsmönnum grunnskólans vel og það er enginn sáttur við stöðuna.  En, stundum standa menn einfaldlega frammi fyrir stöðu sem þessari.  Og horfum á jákvæðu hliðarnar; við erum þó amk með aðstöðu á þremur stöðum og kennsla gengur bara nokkuð vel. Lausnin er samt sem áður til skamms tíma og við munum taka ákvörðun um langtíma lausn, um leið og forsendur til þess liggja fyrir.

Um helgina er mikil hátíð í Strandabyggð; Strandagangan. Við óskum öllum sem koma að þessum viðburði og þeim sem taka þátt góðs gengis, en umfram allt góðrar skemmtunar.

Njótum helgarinnar og alls þess jákvæða og góða sem Strandabyggð hefur fram að færa!

Kveðja og góða helgi,

Þorgeir Pálsson

Oddviti

Sveitarstjórnarfundur 1343 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. mars 2023

Fundardagskrá er svohljóðandi:



  1. Vinnufundur sveitarstjórnar frá 22. febrúar 2023, samþykktir frá þeim fundi til formlegrar staðfestingar

  2. Vinnufundur sveitarstjórnar frá 6. mars 2023, samþykktir frá þeim fundi til formlegrar staðfestingar

  3. Efla, kostnaðarmat v. endurbóta grunnskólans – til afgreiðslu


  1. Kaup á færanlegum skólastofum – til afgreiðslu

  2. Samningur slökkviliðs Strandabyggðar við Vegagerð ríkisins um hreinsun á vettvangi – til afgreiðslu

  3. Orkubú Vestfjarða beiðni um umsögn v. rannsókna á Gálmaströnd frá 6. desember 2022 – til afgreiðslu

  4. Kvíslatunguvirkjun, fundur með Orkubúi Vestfjarða 9. mars 2023 – til kynningar

  5. Orkubú Vestfjarða, erindi vegna Kvíslatunguvirkjunar frá 10. mars 2023 - til afgreiðslu

  6. Greinargerð vegna bréfs Hafdísar Sturlaugsdóttur til innviðaráðuneytis 22. febrúar 2023 – til kynningar

  7. Minnisblað sveitarstjóra, staðarval vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar – til afgreiðslu

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón