A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Malbikun á Hólmavík-UPPFÆRÐ FRÉTT

Þorgeir Pálsson | 08. júní 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Sveitarfélagið lætur malbika í sumar og mun Malbikunarstöðin sjá um þá framkvæmd. Reiknað er með að það verði í vikunni eftir verslunarmannahelgi þ.e. 8.-11. ágúst.

Ef einhverjir hafa áhuga á að nýta sér þá þjónustu má endilega hafa samband við Sigurð Marinó fyrir 26. júlí nk. með því að senda póst á siggimarri@strandabyggd.is til þess að fá nánari upplýsingar.


Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Landeigendakönnun vegna endurskoðunar aðalskipulags Strandabyggðar

Þorgeir Pálsson | 08. júní 2023
Ítrekun!

Landeigendur sem ekki hafa náð að skila inn svörum við spurningum frá fulltrúum Landmótunar, eru hér með vinsamlegast beðnir að bregðast hratt við og senda umbeðnar upplýsingar til Helenu Bjarkar Valtýsdóttur, á netfangið helena@landmotun.is fyrir lok dags 19. júní n.k., þannig að tryggt verði að þessar upplýsingar komist inn í forkynningargögn að endurskoðuðu aðalskipulagi Strandabyggðar.

kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Strandabyggð gerir verðkönnun fyrir innkaup og uppsetningu á gólfhitalögnum í Grunnskólann á Hólmavík.

Þorgeir Pálsson | 08. júní 2023

Strandabyggð gerir verðkönnun fyrir innkaup og uppsetningu á gólfhitalögnum í Grunnskólann á Hólmavík.

VERKÍS hefur gert verklýsingu, magnskrá og kostnaðaráætun og eru þessi gögn aðgengilega hjá sveitarstjóra.  Áhugasamir hafi samband við Þorgeir í síma 899-0020 eða á netfang thorgeir@strandabyggd.is

Áhugasamir skulu skila inn verðhugmyndum á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is, merkt „grunnskóli – gólfhitalagnir“, fyrir kl 16, fimmtudaginn 15. júní n.k. 

Allar frekari upplýsingar veitir, Þorgeir í síma 899-0020.

Strandabyggð gerir verðkönnun fyrir innkaup og uppsetningu á gluggum og hurðum í Grunnskólann á Hólmavík.

Þorgeir Pálsson | 08. júní 2023

Strandabyggð gerir verðkönnun varðandi glugga og hurðir í grunnskólanum.  Búið er að meta ástand glugga og hurða af fagaðilum.

VERKÍS hefur gert verklýsingu, magnskrá og kostnaðaráætun og eru þessi gögn aðgengileg hjá sveitarstjóra.  Áhugasamir hafi samband við Þorgeir í síma 899-0020 eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is

Áhugasamir skulu skila inn verðhugmyndum á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is, merkt „grunnskóli – gluggar og hurðir“, fyrir kl 16, fimmtudaginn 22. júní n.k. 

Allar frekari upplýsingar veitir Þorgeir í síma 899-0020.

Frestur til að gera athugasemdir við skipulagslýsingu vegna Kvíslatundu, framlengdur til 30.6.23

Þorgeir Pálsson | 08. júní 2023
Hér með tilkynnist að frestur til að skila inn athugasemdum við skipulagslýsingu vegna Kvíslatungu, er framlengdur til og með 30 júní n.k.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón