A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íbúafundur um málefni grunnskólans

Þorgeir Pálsson | 19. apríl 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Sveitarstjórn Strandabyggðar boðar hér með til íbúafundar í félagsheimilinu á Hólmavík þriðjudaginn 25. apríl n.k. kl 20.  Málefni fundarins er staða Grunnskólans á Hólmavík.

Vonumst til að sjá sem flesta, enda er þetta samfélagsmál okkar allra.

kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Krakkarnir okkar í umferðinni

Þorgeir Pálsson | 18. apríl 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Nú styttist í vorið og eitt skýrasta merkið um það eru allir krakkarnir sem nú eru á ferð og flugi í umferðinni á hjólunum sínum, öll með hjálma auðvitað.  Við biðjum ökumenn að hafa þessa litlu vegfarendir í huga í hvívetna og aka sérstaklega varlega um götur Hólmavíkur.

Takk og kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Berum höfuðið hátt!

Þorgeir Pálsson | 18. apríl 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Eins og þið hafið kannski og vonandi tekið eftir, blaktir nú fáni sveitarfélagsins við hún við skrifstofuna að Hafnarbraut 25. Fáninn sýnir merkið okkar. Merkið var samþykkt af sveitarstjórn Strandabyggðar árið 2006 eftir hugmyndasamkeppni.  Vinningshafinn var Ásta Þórisdóttir, nú skólastjóri Grunnskólans á Drangsnesi. 

Um merkið segir höfundur m.a.:  "Við hönnun á þessu merki var leitast við að ná fram eftirfarandi atriðum. Að merkið væri einfalt og stílhreint.  Að það minnti á ströndina og hafið og að það hefði tenginu við sagnaarf Stranda. Hugmyndin að baki þessu merki er að nota bókstafinn "S" úr Fúþark rúnaletrinu. S-ið er upphafsstafur sveitarfélagsins og myndar beina tengingu við nafnið. Rúnir og galdrastafir eru hluti af sagnaarfi Strandamanna og er í takt við menningu svæðisins fyrr og nú".   

Um merkið segir einnig:  "Í merkinu má sjá stafinn (S) standa eins og klett í hafinu sem ekki verður hnikað,  þó á honum brjóti brim. Klettar og brim eru stór hluti af ímynd Stranda og tenging við atvinnusöguna sem er að miklu leiti strandmenning með sínum sjávarnyjum.  Einnig má sjá stafinn í hafinu fyrir sér sem stafn á skipi, sem gæti verið myndgerfing fyrir sveitarfélaga sem siglir í gegnum ólgusjó, traust og fullt fyrirheita."

Allt á þetta vel við enn.  Það blæs á móti eins og er, en það hefur gerst áður.  Íbúar í Strandabyggð eru ekki þekktir fyrir annað en að bjarga sér, takast á við það sem kemur í fangið.  Þannig er það líka núna.

Við skulum vera stollt af merkinu okkar og merkingu þess. Við skulum líka vera stolt af Strandabyggð.  Hér er þrátt fyrir allt, einstaklega gott að búa og hér ætlum við að halda áfram að byggja gott samfélag fyrir framtíðina.  

Áfram Strandabyggð!

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Sveitarstjórnarfundur 1344 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 13. apríl 2023

Fundur nr. 1344 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Húsnæðismál Grunnskólans og framtíðarlausnir – Til afgreiðslu
  2. Tilboð í Skólabraut 20 frá desember 2022 – Til afgreiðslu
  3. Stjórnsýsluúttekt KPMG – Til afgreiðslu
  4. Staða í bókhaldi I ársfjórðungur 2023 – Til kynningar
  5. Sumarlokun skrifstofu og sumarleyfi í stjórnsýslu – Til afgreiðslu
  6. Frístundastyrkir í Strandabyggð – Til afgreiðslu
  7. Styrktarsjóður EBÍ 2023, kynning á styrkjum til framfaraverkefna – Til kynningar
  8. Sterkar Strandir fundargerð frá 1. mars 2023 – Til kynningar
  9. Brunavarnir Dala, Stranda- og Reykhóla fundargerð frá 2. mars 2023 – Til kynningar
  10. Ungmennaráð fundur frá 8. mars og 30. mars 2023 – Til kynningar
  11. Umhverfis- og skipulagsnefnd fundargerð frá 13. april 2023 – Til kynningar
  12. Fræðslunefnd fundargerð frá 17. apríl 2023 – Til kynningar
  13. Atvinnu, dreifbýlis- og hafnarnefnd fundargerð frá 17. apríl 2023 – Til kynningar
  14. Forstöðumannaskýrslur mars 2023 – Til kynningar
  15. Vinnuskýrsla sveitarstjóra mars 2023 – Til kynningar og umræðu
  16. Aðalskipulag Ísafjarðar, tillaga að breytingu v.íbúðabyggðar á landfyllingu norðan Skutulsfjarðareyrar - Til kynningar
  17. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar, breyting v. ofanflóðavarna á Flateyri – Til kynningar
  18. Náttúrustofa Vestfjarða fundur 141 frá 1. mars 2023 og fundur 142 frá 4. apríl 2023– Til kynningar
  19. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð nr. 920 frá 17. mars og nr. 921 frá 30. mars 2023- Til kynningar
  20. Stjórn Hafnasambands Íslands nr. 451 frá 24. mars 2023 – Til kynningar
  21. Innviðaráðuneyti 15. mars 2023,  hvatning vegna tillagna verkefnistjórnar um bættar aðstæður kjörinna fulltrúa – Til kynningar

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Jón Sigmundsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Stefnt er á að streyma fundinum á youtube síðu Strandabyggðar https://www.youtube.com/channel/UCeIjqjE2w2-V0IMQ9ZxplvA

Getum við hannað kolefnishlutlausa Vestfjarðaleið?

Salbjörg Engilbertsdóttir | 13. apríl 2023

Nýsköpunarviðburðurinn Hacking Vestfjarðaleiðin fer fram 22. apríl næstkomandi á Café Riis á Hólmavík og lýkur kl 20:00 um kvöldið með verðlaunaafhendingu. Hacking Hekla er samstarfsvettvangur og fyrsta röð lausnamóta fyrir landsbyggðina sem ferðast hringinn í kringum landið. Vettvangurinn Hacking Hekla varð til 2020 og hélt fyrsta lausnamótið á Suðurlandi það haust og í kjölfarið Hacking Norðurland vorið 2021, Hacking Austurland haustið 2021 og Hacking Reykjanes 2022.


Lausnamót er einskonar nýsköpunar- og hugarflugsviðburður þar sem nýjar hugmyndir og verkefni verða til. Þátttakendur fá fræðslu og innblástur til að virkja sköpunarkraftinn og vinna markvisst að því að leysa áskorun mótsins. Að þessu sinni verður unnið að þeirra áskorun að hanna kolefnishlutlausa Vestfjarðaleið en leitað er eftir hugmyndum að lausnum á sviði orkunýtingar, samgangna, ferðaþjónustu, innviða, matarsóunar, viðhorfa og venja, samfélags, iðnaðar og framleiðslu og fleira. Kolefnishlutleysi snýr ekki eingöngu að samgöngum heldur svo mörgu öðru í okkar samfélagi. Útkoman úr lausnamótinu getur verið stafræn lausn, vara, þjónusta, verkefni, hugbúnaður, vélbúnaður, markaðsherferð, eða annað í þeim dúr.

Markmið lausnamótsins er að efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á svæðinu og stuðla þannig að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum sem og að vekja athygli á frumkvöðlasamfélaginu sem nú þegar er til staðar á Vesturlandi og Vestfjörðum.


Lausnamótið er opið öllum sem hafa áhuga á að nýsköpun, vilja kynnst nýju fólki og í sameiningu leysa áskoranir svæðisins. Þátttakendur þurfa ekki að búa yfir reynslu eða hafa tekið þátt áður í lausnamóti eða öðru frumkvöðlastarfi. Allir eru velkomnir og þetta er frábær leið til að efla skapandi hugsun og þjálfast í ferlinu að koma góðum hugmyndum í framkvæmd.

Veitt verða peningaverðlaun fyrir bestu hugmynd mótsins sem og fjöldi aukavinninga frá frumkvöðlum og fyrirtækjum á svæðinu.

 

Virkjum skapandi krafta svæðisins í átt að kolefnishlutlausri Vestfjarðaleið!

Skráning á www.hackinghekla.is / viðburðurinn á facebook: https://www.facebook.com/events/1249317852347534

Hacking Vestfjarðarleiðin er samstarfsverkefni Hacking Hekla, Vestfjarðarstofu, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og Bláma. Verkefnið er styrkt af Lóu.


Fyrir frekari upplýsingar:

Kristján Guðmundsson, SSV / kristjan@west.is / sími 8235764
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, Vestfjarðastofa / thorkatla@vestfirdir.is / 778-9100
Svava Björk Ólafsdóttir, Hacking Hekla / svava@rata.is / 695-3918

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón