A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Strandabyggð óskar eftir verðhugmyndum í gröfuvinnu vegna drenlagnar við grunnskólann

Þorgeir Pálsson | 28. apríl 2023


Strandabyggð óskar hér með eftir verðhugmyndum frá verktökum í eftrfarandi verkþátt:

  • Grafa fyrir drenlögn við grunnskólann.
  • Tímakaup á vélum og bílum ásamt km gjaldi
  • Tímakaup á manni

Verkefnið skal vinna í samráði við starfsmenn þjónustumiðstöðvar. Áhugasamir skulu skila inn verðhugmyndum á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is, merkt „grunnskóli – dren“, fyrir kl 12, miðvikudaginn 3. maí n.k.  Verktaki þarf að geta hafið störf við verkefnið um leið og því verður úthlutað.

Allar frekari upplýsingar veita, Þorgeir í síma 899-0020 og/eða Sigurður Marinó í síma 894-4806.

Meira um Wilson Skaw

Þorgeir Pálsson | 26. apríl 2023
Kæri íbúar Strandabyggðar,

Strandabyggð barst í gær, 25.4. beiðni frá Landhelgisgæslunni um að fá að koma Wilson Skaw fyrir við akkeri innan hafnarsvæðis sveitarfélagsins u.þ.b. 0,5 sjómílur SA- af hafnarmynni Hólmavíkurhafnar á meðan næstu skref væru metin og mögulega á meðan bráðarbirgðaviðgerð fer fram.

 

Staðsetning skipsins er valin með það í huga að skipið hafi ekki nein áhrif á siglingaleiðina til Hólmavíkur.  Einfalt er að auki að draga skipið burt, gerist þess þörf.

 

Ekki hefur komið til álita að taka skipið upp að bryggju, enda ristir það dýpra en höfnin leyfir (6,0 m), eins og eflaust margir hafa tekið eftir er skipið djúprist að aftan um 6,8 metra og ekki hægt að breyta því þar sem göt eru komin á tanka skipsins að framan  sem venjulega eru fylltir af sjó til þess að rétta af djúpristuna.  Það hefur komið til álita hvort hægt væri að færa farminn til í skipinu til þess að minnka djúpristuna að aftan og koma því til hafnar en engin ákvörðum um það hefur verið tekin, hvorki af útgerð né björgunaraðilum, enda ekki ljóst það sé nægjanlegt til þess að skipið komist að höfninni.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Wilson Skaw

Þorgeir Pálsson | 24. apríl 2023

Kæru íbúar Strandabyggðar og aðrir áhugasamir,

Það er rétt að taka það fram, í ljósi umræðu og skrifa í fjölmiðlum, að engin formleg ákvörðun hefur verið tekin af sveitarstjórn Strandabyggðar varðandi komu Wilson Skaw til Hólmavíkur, hvað svo sem verður.  Við höfum átt í samskiptum við hagsmunaaðila, Umhverfisstofnun og lögfræðing sveitarfélagsins og erum einfaldlega að skoða allar hliðar málsins út frá hagsmunum sveitarfélagsins.

Hitt er svo annað að við í Strandabyggð viljum auðvitað sjá farsæla lausn á þessu máli sem fyrst.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

 

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Salbjörg Engilbertsdóttir | 21. apríl 2023

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags:

Kvíslatunguvirkjun – breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. apríl 2023 að kynna skipulagslýsingu um fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022 vegna og gerð deiliskipulags fyrir Kvíslatunguvirkjun.

Í aðalskipulagsbreytingunni felst að marka stefnu um Kvíslatunguvirkjun í Selárdal. Hluti landbúnaðarsvæðis í Selárdal, þar sem fyrirhugað er að reisa stöðvarhús og tengd mannvirki, verður breytt í iðnaðarsvæði. Ofar, þar sem nú er óbyggt svæði, verður gerð grein fyrir helstu mannvirkjum tengd virkjuninni, þ.e.a.s. stíflum, miðlunarlónum og öðrum veitumannvirkjum. Einnig verða vegir, raflínur og efnistökusvæði tilgreind í skipulagsbreytingunni.
Samhliða aðalskipulagsbreytingu verður unnin og kynnt tillaga að deiliskipulagi virkjunarsvæðis.

Skipulagslýsing sjá hér í tengli

Athugasemdir og ábendingar um lýsinguna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í netfangið skipulag@dalir.is eða á skrifstofu Strandabyggðar, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík í síðasta lagi 15. maí 2023.

Skipulagsfulltrúi Strandabyggðar

Íbúafundur um málefni grunnskólans

Þorgeir Pálsson | 19. apríl 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Sveitarstjórn Strandabyggðar boðar hér með til íbúafundar í félagsheimilinu á Hólmavík þriðjudaginn 25. apríl n.k. kl 20.  Málefni fundarins er staða Grunnskólans á Hólmavík.

Vonumst til að sjá sem flesta, enda er þetta samfélagsmál okkar allra.

kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón