A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dagur kvenfélagskonunnar 1.febrúar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 02. febrúar 2023

1. febrúar er dagur kvenfélagskonunnar.  Strandabyggð óskar öllum kvenfélagskonum í Strandabyggð, núverandi og fyrrverandi, innilega til hamingju með daginn.  Kvenfélagskonur og kvenfélagið hefur verið og er enn, ein sterkasta stoð þessa samfélags.  Þau eru ófá tilefnin og viðburðirnir sem kvenfélagið hefur séð um í okkar samfélagi.  Þar á sér stað mikil óeigingjörn sjálfboðavinna, sem við skulum ávallt hafa í huga.

Umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir 15-17 ára

| 02. febrúar 2023

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps auglýsir eftir umsóknum um sérstakan húsnæðistuðning fyrir 15-17 ára börn. 

 
Veita skal sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra og forsjáraðila 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist, námsgörðum eða á almennum markaði hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sérstakur húsnæðisstuðningur skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur 60% af leigufjárhæð. Fjárhæð styrks skal þó aldrei nema hærri upphæð en 22.000 kr. á mánuði. Lágmarkgreiðsla foreldra eða forsjáraðila skal vera 10.000 kr. á mánuði. Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns.

Umsóknum og fylgigögnum skal skila til Soffíu G. Guðmundsdóttur félagsmálastjóra á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is eða á skrifstofu Félagsþjónustunnar að Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík. 
Nánari upplýsingar veitir Soffía í síma 451-3510 eða í tölvupósti á ofangreint netfang.

 

Sjálfsmynd, samfélagsmiðlar og samskipti kynjanna - fyrirlestur í kvöld, 24.01.23

Þorgeir Pálsson | 24. janúar 2023

Kæru íbúar Stranda og Reykhóla,

Foreldrafélögin á Hólmavík, Reykhólum og Drangsnesi bjóða upp á fræðslu um samskipti, sjálfsmynd og samfélagsmiðla í næstu viku.  Það eru þau Kári Sigurðsson og Andrea Marel fyrirlesarar frá Fokk me-Fokk you sem koma og halda fyrirlestur fyrir foreldra í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, þriðjudaginn 24. janúar kl 19.30.

Á morgun,  miðvikudaginn 25. Janúar verða þau með fræðslu fyrir 5.-7. bekk og 8.-10. bekk.  Fræðsla fyrir 5.-7. bekk kl.09:00 og fyrir 8.-10. bekk kl.10:30.  Nánar auglýst síðar.

Fræðslan fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Hún er ætluð unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með unglingum.  Í fræðslunni er rætt um sjálfmyndina, hvað það er sem hefur áhrif á okkur frá degi til dags, áhrif fjölmiðla, virðingu, notkun samfélagsmiðla ofl.  Sérstaklega er rætt um kynferðislega áreitni og stafrænt kynferðisofbeldi. Í gegnum fræðsluna eru sýndar myndir og skjáskot sem unglingar hafa sent fyrirlesurunum, ræddar reynslusögur ungs fólk og reynslu þeirra Kára og Andreu úr starfi með unglingum.

 

Foreldrafélagið hvetur foreldra til fjölmenna á þennan fyrirlestur, sem snertir svo mjög okkar daglega líf og þroska og velferð barnanna okkar.

Kveðja

Forledrafélag Grunnskólans á Hólmavík

 

Endurskoðun aðalskipulags - skilaboð til landeigenda í Strandabyggð

Þorgeir Pálsson | 17. janúar 2023
Kæru landeigendur í Strandabyggð,

Í landeigendakönnun sem send var til landeigenda í Strandabyggð í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins komu fram ýmsar áætlanir landeigenda um breyta landnotkun á landareignum sínum.

Til að geta tekið afstöðu til þessara óska um breytta landnotkun, hvort hún samræmist stefnu sveitarstjórnar og eigi heima á endurskoðuðu aðalskipulagi, er nauðsynlegt að afla frekari upplýsinga um fyrirhugaða landnotkun. Því eru landeigendur sem vilja breyta landnotkun á landi sínu beðnir um að senda upplýsingar um nákvæma afmörkun og stærð fyrirhugaðra landnotkunarreita (til að sýna á skipulagsuppdráttum) og upplýsingar um hvers kyns starfsemi er fyrirhuguð (t.d. verslun- og þjónusta, gististarfsemi, skógrækt, efnistaka eða -losun, afþreying eða önnur þjónusta við ferðamenn) og umfang og útfærslu fyrirhugaðrar starfsemi, svo sem hámarks byggingarmagn, fjölda gistirúma ef gistiþjónusta er fyrirhuguð og tengsl við innviði (svo sem vegi og veitur). Þetta eru upplýsingar sem þurfa að koma fram fyrir hvern landnotkunarreit í aðalskipulagi.

Ef svæði liggja undir skemmdum eða ástæða er til að skoða nánar með tilliti til verndar náttúru- eða menningarminja eru landeigendur einnig beðnir að senda upplýsingar um þau svæði, stærð þeirra, staðsetningu og ástand/ástæðu verndar.

Við vonumst eftir skjótum viðbrögðum landeigenda.  Ef eitthvað er óljóst, vinsamlegast hafið samband við Þorgeir í síma 899-0020 eða sendið tölvupóst á netfangið thorgeir@strandabyggd.is 

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti.

 

Sorphirða - mat á tunnuþörf

Þorgeir Pálsson | 13. janúar 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar og Kaldraneshrepps,

Á mánudag, samhliða venjubundinni sorphirðu, er meiningin að telja tunnur við hús, meta aðstæður og fá þannig nauðsynlega yfirsýn yfir tunnuþörf og aðstæður á Hólmavík og Drangsnesi, vegna innleiðingar nýrra laga um sorphirðu.

Við biðjum íbúa að moka vel frá tunnum þannig að bæði sorphirða og talning geti farið fram á sem þægilegastan hátt.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
f.h. Sorpsamlags Strandasýslu

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón