Þorgeir Pálsson | 27. desember 2022
Um er að ræða slátt og umhirðu á gróðursvæðum í eigu sveitarfélagsins, auk sérverkefna sem upp kunna að koma á hverjum tíma. Umrædd svæði eru skilgreind af sveitarfélaginu og allar frekari upplýsingar og yfirlitsdrættir eru fyrirliggjandi á skrifstofu Áhaldahúss Strandabyggðar.
Ræktuð svæði þarf að slá með vélum og óræktuð svæði með bensin-orfi. Verktaki skal raka saman allt gras eftir slátt og farga. Verktaki skal einnig sjá um að dreifa áburði á grassvæði. Á sumum svæðunum þarf að dreifa áburði með höndum. Strandabyggð leggur til allan áburð.
Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér forsendur og umfang og hafa samband við Sigurður Marinó Þorvaldsson verkstjóra Áhaldahúss Strandabyggðar, sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 894-4806, eða á ahaldahus@strandabyggd.is
Verksamningur verður gerður við verktaka og gildir hann í þrjú ár, fyrir árin 2023, 2024 og 2025.
Tilboðum skal skilað í umslagi merktu „Sláttur 2023“ á skrifstofu Strandabyggðar, eða í tölvupósti á strandabyggd@strandabyggd.is
Frestur til að leita gagna og skila inn tilboði er til 1. febrúar 2023.
Þorgeir Pálsson
Oddviti