A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Staðreyndir um skólamál

Þorgeir Pálsson | 15. febrúar 2023

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Vegna umræðu á sveitarstjórnarfundi í gær, 14.2. og samskipta á samfélagsmiðlum í dag, er rétt að árétta tímalínu atburða og nokkrar staðreyndir um þróun mála varðandi ástand grunnskólans okkar.

Öll erum við fyrir það fyrsta mjög leið og áhyggjufull yfir stöðunni enda er þetta staða sem enginn óskaði sér.  Þetta er erfitt og viðkæmt mál, sérstaklega fyrir krakkana og því mikilvægt að hafa réttar upplýsingar á borðinu þegar málið er rætt.

  • Upphafið. Lengi hefur verið vitað um ástand grunnskólans og það viðhald sem þar hefði þurft að eiga sér stað.  Haustið 2022 kom upp leki í smíðaaðstöðu grunnskólans.  Í kjölfarið kom mikill raki í ljós og ákveðið var að taka myglusýni.  Leitað var til verktaka á Hólmavík og tók nokkrar vikur að fá sýnin tekin
  • Niðurstaða sýnatöku.  Sýnin voru send til EFLU sem greindi þau og sendi niðurstöður sínar til okkar 29.11.  Sveitarstjórn hélt strax vinnufund daginn eftir og starfsmannafund í kjölfarið.  Skólanum var lokað á hádegi þann dag og gefið frí fram á mánudag 5.12.  Starfsmenn sveitarfélagsins unnu mikið og framúrskarandi verk við að koma kennslu í gang, færa til muni og móta „nýja“ aðstöðu.  Þann 30.11 var íbúum tilkynnt um stöðuna með þessari tilkynningu; http://www.strandabyggd.is/frettir/Mygla_i_Grunnskolanum/
  • Úttekt EFLU.  Sveitarstjórn var samstíga í að leita eftir heildarúttekt EFLU, samhliða því að ráðist var í kaup á tækjum og búnaði til að tryggja að kennslustarf gæti hafist.  Á þessum tíma voru skoðuð kaup á tveimur færanlegum kennslustofum.  Hefði heildarkostnaður við þau kaup numið 40-50.milljónum, með flutningu og uppsetningu.  Ákveðið var að bíða með þau innkaup, þar til heildar umfang og kostnaður framkvæmda lægi fyrir.  Sveitarstjórn öll var samstíga um þá ákvörðun.  Á þessum tíma voru haldnir vinnufundir með EFLU, skólastjórnendum og sveitarstjórn
  • Niðurstaða úttektar EFLU.  Skýrsla EFLU kom til okkar 31. Janúar og hafði þá dregist í vinnslu þar innanhúss.  Strax var haldinn vinnufundur sveitarstjórnar, síðan starfsmannafundur og loks fjarfundur með foreldrum, 2. febrúar.
  • Frekari upplýsingaöflun. Sveitarstjórn ákvað að kalla eftir mati á skýrslunni og var leitað til fyrirtækjanna Litla Kletts og Aqurat, sem bæði hafa mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði. Eins var óskað eftir mati Gísla Gunnlaugssonar, fyrrverandi bygginarfulltrúa, sem þekkir grunnskólabygginguna vel.  Að auki var kallað eftir kostnaðarmati frá EFLU og gerð útboðsgagna
  • Starfsmannamál.  Sveitarstjóri og skólastjóri hafa ákveðið að halda reglulega stöðufundi og eru þeir þegar hafnir.  Í kjölfar starfsmannafundar, var farið í frekari innkaup á tækjum og búnaði til að styðja við skólastarfið
  • Bréf frá foreldrum.  Sveitarstjórn barst erindi frá hópi foreldra sem var lagt fyrir sveitarstjórn á fundi 1342, 14.2.  Líkt og venja er þegar slík erindi berast, var sveitarstjóra falið að svara bréfinu eins og fyrirliggjandi upplýsingar gæfu tilefni til og verður það gert á næstu dögum.

Staðan nú er sú, að við fáum kostnaðarmat EFLU í næstu viku.  Aqurat hefur svarað og getur ekki tekið að sér frekari vinnu vegna þessa. Útboðsgögn ættu að liggja fyrir í lok febrúar.  Beðið er fyrirmæla frá EFLU varðandi spurningar okkar um hvað má nú fjarlægja úr skólanum.

Sveitarstjórn hefur hingað til verið samstíga í þessu risastóra og erfiða verkefni. Þetta er samfélagsverkefni okkar allra og ekki tilefni til pólitískra skylminga.  Ég hvet íbúa til að standa saman meðan við vinnum okkur út úr vandanum.  Það er mikilvægt að styðja við nemendur og starfslið skólans, nú sem aldrei fyrr. 

Ákvarðanir verða ekki teknar, né fyriheit um aðgerðir gefnar nema að vel ígrunduðu máli og með nauðsynlegar upplýsingar á borðinu.  Sama hvað verður gert, þá verður það stór ákvörðun, sem þarf að vera vel ígrunduð og rökstudd.  

Við erum öll sammála um það mikilvægasta í þessu öllu, velferð barnanna okkar.  Þess vegna verðum við að vanda okkur og sýna bæði þroska og styrk til að takast á við óvissuna sem óneytanlega fylgir þessari stöðu. 

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Opnun bókasafns

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. febrúar 2023
Vegna fjarveru bókavarðar verður bókasafnið lokað í dag. Opnað verður aftur næsta þriðjudag í Hnyðju 

Viðvera sýslumanns

Salbjörg Engilbertsdóttir | 13. febrúar 2023

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum, Jónas Guðmundsson, verður með viðveru á skrifstofu sýslumanns á Hólmavík á milli kl. 10-12 á morgun þriðjudaginn 14. febrúar.

Sveitarstjórnarfundur 1342

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. febrúar 2023

Fundur nr. 1342 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 14. febrúar kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:


1. Velferðarþjónusta Vestfirðinga, Tillaga um að sveitarfélög á Vestfjörðum vinni sameiginlega að barnaverndarþjónustu og þjónustu við fólk með fötlun, og að gerður verði samningur við Ísafjarðarbæ um að vera leiðandi sveitarfélag skv. 96. gr. sveitarstjórnarlaga. Fyrri umræða – til afgreiðslu
2. Beiðni um lausn frá nefndarstörfum, Íris Björg Guðbjartsdóttir – til afgreiðslu
3. Bréf til sveitarstjórnar, Ingimundur Pálsson – til afgreiðslu
4. Bréf til sveitarstjórnar, Ragnheiður Ingimundardóttir – til afgreiðslu
5. Bréf frá Björk Ingvarsdóttur f.h foreldra v. málefna Grunnskólans á Hólmavík – til afgreiðslu
6. Skipan í Almannavarnarefnd Strandasýslu – til afgreiðslu
7. Ísafjarðarbær, ósk um umsögn vegna áforma um stækkun Mjólkárvirkjunar og afhendingu grænnar orku, frá 30.01.2023 – til afgreiðslu

...
Meira

Rauði Krossinn

| 09. febrúar 2023

Miklar hamfarir hafa átt sér stað í Tyrklandi og Sýrlandi og í því samhengi minnum við á þá aðstoð sem Rauði krossinn veitir þeim sem á þurfa að halda í aðstæðum sem þessum.  

Á eftirfarandi síðu er hægt nálgast upplýsingar um hvernig Rauði krossinn á Íslandi er að bregðast við jarðskjálftunum í Tyrklandi og Sýrlandi og hvernig fólk getur lagt sitt af mörkum til að hjálpa.

Á síðunni er einnig hægt að finna bæklinga um sálrænan stuðning á íslensku, ensku og arabísku.

Afleiðingar jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi og aðstoð Rauða krossins - Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is)

Major disasters have occurred in Turkey and Syria, and we would like to remind people of the Red Cross and the assistance and support they provide in situations like these to those who need it.

On the following webpage you can access information about how the Red Cross in Iceland is responding to the earthquakes in Turkey and Syria and how people can contribute to help.

On the webpage you can also find brochures about psychological support in Icelandic, English and Arabic.

Consequences of the earthquakes in Turkey and Syria and the assistance of the Icelandic Red Cross - Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is)

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón