A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Strandabyggð auglýsir eftir verktaka við Krossárrétt

Þorgeir Pálsson | 17. ágúst 2022

Strandabyggð auglýsir eftir verktaka til að setja upp rétt við Krossárósa í Bitrufirði


Verklýsing:

  • Viðkomandi þarf að setja niður 9 rafmagnsstaura.  Hver staur er um 2 metrar og þarf að fara ca 90 cm niður
  • Tengja fjárgrindur milli stauranna.  Hver grind er 180x110 cm. Gerð: 1,8 Open rail hurdle
  • Setja niður um 160 metra af girðingu við réttina.  Gerð: Girðinganet Dragon 6 str, 100m grænt
  • Gaddavír settur neðst.  Gerð: IOWA járnvír 200M, 2,5 MM
  • Staurar: Staurar 70 x1800mm yddaðir

Teikningu byggingarfulltrúa má nálgast hjá sveitarstjóra.

Efni er keypt eða útvegað af verkkaupa og verður á staðnum
Verklok: 8. september:  Verktaki skal skila sinni vinnu í síðasta lagi 8. september n.k. kl 16:00.  Vinna við verkið ætti að geta hafist snemma í vikunni 22-26. ágúst.

Frestur til að skila tilboði er á miðnætti sunnudaginn 21.ágúst n.k.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Þorgeir Pálsson sveitarstjóri í síma 899-0020 eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is 

 

Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2022

Þorgeir Pálsson | 16. ágúst 2022
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2022 hefur verið staðfestur af sveitarstjórn og má hann fnna hér

Ferlið hefur verið þannig, að í byrjun júlí voru drög send á bændur og sveitarstjórn og bárust góðar ábendingar og athugasemdir.  Samráð var haft við einstaka bændur um viss svæði. Lokaeintak var síðan lagt fyrir sveitarstjórn á sveitarstjórn á fundi 1335 þann 9.8. að höfðu samráði við atvinnu, dreifbýlis- og hafnarnefnd.  

Í haust, að afloknum réttum, er meiningin að halda samráðsfund með bændum og ræða þar ýmis hagsmunamál, eins og gerð fjallskilaseðils, girðingarmál ofl.

Unnið er að smíði nýrrar réttar í Staðardal og er sú í landi Hrófbergs.  Þá er unnið að undirbúningi að nýrri rétt í Bitrufirði.

Bændum og öllum hlutaðeigandi eru hér með færðar þakkir fyrir jákvæð viðbrög og samvinnu varðandi gerð þessa seðils.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri




Aðalfundur Hornsteina fasteignafélags ehf.

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. ágúst 2022


Aðalfundur Hornsteina ehf. fasteignafélags verður haldinn miðvikudaginn 17. Ágúst kl. 17.00 2022 í Hnyðju

Dagskrá fundarins:
1. Ársreikningur 2021, undirritaður af fráfarandi stjórn
2. Stjórnarskipti, undirritun prókúru og tilkynningar í fyrirtækjaskrá
3. Önnur mál

Viktoía Rán Ólafsdóttir stjórnarfomaður

Starfsfólk óskast í skammtímavistun á Reykhólum

Hjördís Inga Hjörleifsdóttir | 11. ágúst 2022

Starfsfólk óskast í vaktavinnu í skammtímavistun hjá einstakling á Reykhólum þar sem unnið verður í þrjár vikur í september.

Mjög skemmtilegt og krefjandi starf í fallegu og rólegu umhverfi.

Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst 2022.

Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

Tengill á sveitarstjórnarfund

Þorgeir Pálsson | 09. ágúst 2022
Hér er tengill á sveitarstjórnarfund 1335 hjá sveitarstjórn Strandabyggðar, sem haldinnn er í dag, 9.8 kl 16:00 í Hnyðju.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón