A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Strandabyggð auglýsir tvær íbúðir til leigu.

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. september 2022

 

Um er að ræða eftirfarandi íbúðir:

Lækjartún 20. Íbúðin er 61,5 m2 og er laus frá 15. september nk. Í íbúðinni er 1 svefnherbergi og sameignlegt rými fyrir eldhús og stofu. Einnig er geymsla í íbúðinni.

Lækjartún 18. Íbúðin er 87,8 m2 og er laus frá 15. október nk. Í íbúðinni eru 2 svefnherbergi, eldhús, stofa og geymsla.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar að Hafnarbraut 25 eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is. Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 16. september nk.

Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Strandabyggðar á opnunartíma, 10:00-14:00 eða í síma 451-3510.

 

Reglur um útleigu á íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar

Samþykktar í sveitarstjórn Strandabyggðar 21. júní 2011

  1. Strandabyggð getur leigt út íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins, bæði tímabundið og ótímabundið. Gerðir eru skriflegir samningar við leigutaka og er miðað við þriggja mánaða uppsagnarfrest af beggja hálfu. Heimilt er að tengja leigugjald við vísitölu. Leigugjald skal taka mið af verði á almennum markaði á svæðinu og jafnframt stærð, aldri, gerð og ástandi húsnæðis.
  2. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að breyta leiguverði samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Tilkynna skal leigutökum um slíkt áður en breytingin tekur gildi með þriggja mánaða fyrirvara.
  3. Sveitarstjórn getur tekið ákvörðun um að selja leiguíbúðir og íbúðarhús í eigu sveitarfélagsins. Skylt er að tilkynna leigutaka um slíka ákvörðun þegar hún liggur fyrir.
  4. Þegar íbúðarhúsnæði losnar er meginregla að það tiltekna húsnæði skuli auglýst opinberlega til leigu og óskað eftir umsóknum. Þeir sem þegar hafa lýst yfir áhuga á leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins þurfa að endurnýja umsókn sínar hverju sinni. Miða skal við að auglýsing sé uppi á viðteknum stöðum í sveitarfélaginu og jafnframt birt á vef Strandabyggðar í að minnsta kosti 10 daga áður en umsóknarfrestur rennur út. Í einstökum tilfellum getur sveitarstjórn vegna sérstakra aðstæðna tekið formlega ákvörðun um að fyrirkomulag sé annað.
  5. Áður en íbúðarhúsnæði í eigu sveitarfélagsins er úthlutað til leigu skal leita eftir umsögn félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps um hvort þörf sé fyrir úthlutun þess á grundvelli félagslegra aðstæðna og sjónarmiða.
  6. Sveitarstjórn skal á fundi sínum fjalla um og úthluta leiguíbúðum samkvæmt fyrirliggjandi umsóknum með hliðsjón af aðstæðum umsækjenda.
  7. Fara skal með umsóknir sem trúnaðarmál

Staða leikskólakennara

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 08. september 2022


Staða leikskólakennara
Auglýst er staða leikskólakennara, almennt starf á deild. Starfshlutfall er 100% og vinnutíminn frá 8:00-16:00. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Leikskólinn Lækjarbrekka tilheyrir sameinuðum leik-, grunn- og tónskóla í Strandabyggð og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla. Uppeldisstefnan er jákvæður agi, skólinn er grænfánaskóli og unnið er að innleiðingu heilsueflandi skóla.

 Menntunar og hæfniskröfur:

• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í viðeigandi skólagerð

• Góð íslenskukunnátta

• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji

• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

• Reglusemi og samviskusemi

• Hreint sakavottorð

Laun eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknarfrestur er til 15. september 2022.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri gefur upplýsingar um starfið og tekur á móti umsóknum ásamt ferilskrá, afriti leyfisbréfa og upplýsingum um meðmælendur netfang skolastjori@strandabyggd.is

 
 

Ný rétt í Strandabyggð - Krossárrétt í Bitrufirði

Þorgeir Pálsson | 08. september 2022
Kæru íbúar Strandabyggðar og aðrir hlutaðeigandi,

Smíði nýrrar réttar við Krossárósa í Bitrufirði er nú lokið og ber hún nafnið KrossárréttRéttað verður í Krossárrétt laugardaginn 10. september kl 16:00.

Smíði réttarinnar gekk vel, undir vaskri forystu þeirra Ragnars Bragasonar og Reynis Björnssonar ásamt Birni Pálssyni, Jóni Stefánssyni, Magnúsi Sveinssyni, Þórði Sverrissyni og öðrum sem komu að hugmyndavinnu og staðarvali, svo sem; Matthíasi S. Lýðssyni, Ágústi Helga Sigurðssyni, Gretti Erni Ásmundssyni ofl.  Öllum þessum aðilum er þakkað hjartanlega þeirra framlag, sem og landeiganda; Guðjóni Jónssyni, fyrir mjög jákvæðar viðtökur.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti.


Hreinsitækni og losun rotþróa

Salbjörg Engilbertsdóttir | 26. ágúst 2022

Bíll frá Hreinsitækni verður á ferðinni þriðjudaginn 30.ágúst og losar rotþrær í Strandabyggð norðan Hólmavíkur og vestur í Djúp. Eigendur og íbúar eru vinsamlegast beðin um að aðgengilegt sé fyrir losun.

Tilkynning frá Umf.Geislanum

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. ágúst 2022

Vetrarstarf UMFG hefst mánudaginn 29. ágúst.

Enn er unnið að því að fullmanna þjálfarastöður og ef einhver er þarna úti tilbúin í að starfa með okkur þá sendið okkur endilega línu á umf.geislinn@gmail.com

Á skráningarformi má sjá hvað æfingar verða í boði og viljum við vekja athygli á eftirfarandi:

Fyrir skólahreysti á fimmtudögum og skipulagða hreyfistund á föstudögum verður EKKI innheimt æfingajald á vegum Geisla þar sem starfsfólk skólans sinnir þeim æfingum. Til að skrá sig á æfingar smellið hér.

Þá verður einnig Íþróttaskóli í boði fyrir börn á leikskólaaldri. Umsjónaraðili er Kristin Anna Oddsdóttir. Kristín Anna hefur lokið við "þjálfari 1" hjá ÍSÍ. Athygli er vakin á því að tímarnir 10 verða ekki allir í röð en þá daga sem ekki er tími verður salurinn opinn fyrir foreldra að sjá um. Hvetjum við foreldra þátttakenda til að skipuleggja sín á milli nýtingu á þeim tímum með börnum sínum.

08. september tími 1
15. september Salur opinn fyrir foreldra til að vera með umsjón
22. september tími 2
29. september tími 3
6. október tími 4
13. október tími 5
20. október Salur opinn fyrir foreldra til að vera með umsjón
27. október Salur opinn fyrir foreldra til að vera með umsjón
3. nóvember tími 6
10. nóvember tími 7
17. nóvember tími 8
25. nóember tími 9
1. desember tími 10

Skráning þáttöku slóð sem finna má hér.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón