A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1344 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 13. apríl 2023

Fundur nr. 1344 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Húsnæðismál Grunnskólans og framtíðarlausnir – Til afgreiðslu
  2. Tilboð í Skólabraut 20 frá desember 2022 – Til afgreiðslu
  3. Stjórnsýsluúttekt KPMG – Til afgreiðslu
  4. Staða í bókhaldi I ársfjórðungur 2023 – Til kynningar
  5. Sumarlokun skrifstofu og sumarleyfi í stjórnsýslu – Til afgreiðslu
  6. Frístundastyrkir í Strandabyggð – Til afgreiðslu
  7. Styrktarsjóður EBÍ 2023, kynning á styrkjum til framfaraverkefna – Til kynningar
  8. Sterkar Strandir fundargerð frá 1. mars 2023 – Til kynningar
  9. Brunavarnir Dala, Stranda- og Reykhóla fundargerð frá 2. mars 2023 – Til kynningar
  10. Ungmennaráð fundur frá 8. mars og 30. mars 2023 – Til kynningar
  11. Umhverfis- og skipulagsnefnd fundargerð frá 13. april 2023 – Til kynningar
  12. Fræðslunefnd fundargerð frá 17. apríl 2023 – Til kynningar
  13. Atvinnu, dreifbýlis- og hafnarnefnd fundargerð frá 17. apríl 2023 – Til kynningar
  14. Forstöðumannaskýrslur mars 2023 – Til kynningar
  15. Vinnuskýrsla sveitarstjóra mars 2023 – Til kynningar og umræðu
  16. Aðalskipulag Ísafjarðar, tillaga að breytingu v.íbúðabyggðar á landfyllingu norðan Skutulsfjarðareyrar - Til kynningar
  17. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar, breyting v. ofanflóðavarna á Flateyri – Til kynningar
  18. Náttúrustofa Vestfjarða fundur 141 frá 1. mars 2023 og fundur 142 frá 4. apríl 2023– Til kynningar
  19. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð nr. 920 frá 17. mars og nr. 921 frá 30. mars 2023- Til kynningar
  20. Stjórn Hafnasambands Íslands nr. 451 frá 24. mars 2023 – Til kynningar
  21. Innviðaráðuneyti 15. mars 2023,  hvatning vegna tillagna verkefnistjórnar um bættar aðstæður kjörinna fulltrúa – Til kynningar

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Jón Sigmundsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Stefnt er á að streyma fundinum á youtube síðu Strandabyggðar https://www.youtube.com/channel/UCeIjqjE2w2-V0IMQ9ZxplvA

Getum við hannað kolefnishlutlausa Vestfjarðaleið?

Salbjörg Engilbertsdóttir | 13. apríl 2023

Nýsköpunarviðburðurinn Hacking Vestfjarðaleiðin fer fram 22. apríl næstkomandi á Café Riis á Hólmavík og lýkur kl 20:00 um kvöldið með verðlaunaafhendingu. Hacking Hekla er samstarfsvettvangur og fyrsta röð lausnamóta fyrir landsbyggðina sem ferðast hringinn í kringum landið. Vettvangurinn Hacking Hekla varð til 2020 og hélt fyrsta lausnamótið á Suðurlandi það haust og í kjölfarið Hacking Norðurland vorið 2021, Hacking Austurland haustið 2021 og Hacking Reykjanes 2022.


Lausnamót er einskonar nýsköpunar- og hugarflugsviðburður þar sem nýjar hugmyndir og verkefni verða til. Þátttakendur fá fræðslu og innblástur til að virkja sköpunarkraftinn og vinna markvisst að því að leysa áskorun mótsins. Að þessu sinni verður unnið að þeirra áskorun að hanna kolefnishlutlausa Vestfjarðaleið en leitað er eftir hugmyndum að lausnum á sviði orkunýtingar, samgangna, ferðaþjónustu, innviða, matarsóunar, viðhorfa og venja, samfélags, iðnaðar og framleiðslu og fleira. Kolefnishlutleysi snýr ekki eingöngu að samgöngum heldur svo mörgu öðru í okkar samfélagi. Útkoman úr lausnamótinu getur verið stafræn lausn, vara, þjónusta, verkefni, hugbúnaður, vélbúnaður, markaðsherferð, eða annað í þeim dúr.

Markmið lausnamótsins er að efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á svæðinu og stuðla þannig að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum sem og að vekja athygli á frumkvöðlasamfélaginu sem nú þegar er til staðar á Vesturlandi og Vestfjörðum.


Lausnamótið er opið öllum sem hafa áhuga á að nýsköpun, vilja kynnst nýju fólki og í sameiningu leysa áskoranir svæðisins. Þátttakendur þurfa ekki að búa yfir reynslu eða hafa tekið þátt áður í lausnamóti eða öðru frumkvöðlastarfi. Allir eru velkomnir og þetta er frábær leið til að efla skapandi hugsun og þjálfast í ferlinu að koma góðum hugmyndum í framkvæmd.

Veitt verða peningaverðlaun fyrir bestu hugmynd mótsins sem og fjöldi aukavinninga frá frumkvöðlum og fyrirtækjum á svæðinu.

 

Virkjum skapandi krafta svæðisins í átt að kolefnishlutlausri Vestfjarðaleið!

Skráning á www.hackinghekla.is / viðburðurinn á facebook: https://www.facebook.com/events/1249317852347534

Hacking Vestfjarðarleiðin er samstarfsverkefni Hacking Hekla, Vestfjarðarstofu, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og Bláma. Verkefnið er styrkt af Lóu.


Fyrir frekari upplýsingar:

Kristján Guðmundsson, SSV / kristjan@west.is / sími 8235764
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, Vestfjarðastofa / thorkatla@vestfirdir.is / 778-9100
Svava Björk Ólafsdóttir, Hacking Hekla / svava@rata.is / 695-3918

Fyrirlestur um jákvæð samskipti í boði Geislans

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. apríl 2023

Ungmennafélagið Geislinn býður íbúum á öllu svæði HSS á fyrirlestur um jákvæð samskipti.

 

Fimmtudaginn 13. apríl kemur Pálmar Ragnarsson til okkar á Strandir og verður með sinn margrómaða fyrirlestur um jákvæð samskipti. ÖLL VELKOMIN

Fyrirlestur fyrir nemendur í 4.-10. bekk grunnskóla á Drangsnesi og Hólmavík verður klukkan 14:45-15:30.  Fyrir alla aðra íbúa verður fyrirlesturinn haldinn í félagsheimilinu á Hólmavík klukkan 18:00 þann sama dag 13. apríl.  

Hlökkum til að sjá ykkur!

Námskeið í lyftingum á vegum umf.Geislans

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. mars 2023


Umf. Geislinn auglýsir lyftinganámskeið fyrstu helgina í apríl

Engin hámarksaldur en lágmarksaldur miðaðst við nemendur sem eru að ljúkja 8. bekk í vor.
Námskeiðið verður tvo daga, laugardag 1. apríl og sunnudag 2. apríl. Námskeiðið fer fram í Íþróttahúsinu á Hólmavík. UMFG hefur fjárfest í combo rekka sem staðsettur verður frambúðar í Flosabóli fyrir áhugasama að halda áfram að þjálfa sig í lyftingum. Námskeiðið kostar 18.000,- og er innifalið í því salur og sund eftir námskeið. Námskeiðið hefst klukkan 10:10 báða daga.
skráning hér. https://docs.google.com/forms/d/1uBoiYykkYBITJa2aWsaeusXFxUDvR9GUITVV76NS_sw/edit

Tilkynning frá Sorpsamlagi Strandasýslu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. mars 2023

Kæru íbúar Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps.


Við viljum byrja á að þakka ykkur fyrir hversu vel það hefur verið flokkað hér á okkar svæði, en gegnum árin hefur það verið til fyrirmyndar.

Eins og kannski flest ykkar hafið heyrt, tóku ný lög um úrgangsmál gildi nú 1. janúar sl. og fyrir árslok 2023 þarf að skipta upp flokkun við heimili í fjóra flokka, þ.e pappa og pappír, umbúðaplast, lífrænan úrgang og almennt heimilissorp. Til að mæta þessu nýja lagaumhverfi er lagt upp með að fjölga tunnum fyrir hvert heimili en að auki verði hægt að fara með umbúðarmálma, textíl og gler á grenndarstöðvar.

Í mörgum sveitarfélögum er lagt upp með að setja fjórar tunnur við hvert heimili en starfsmenn og stjórn Sorpsamlagsins ásamt sveitarstjórnum eru að skoða ýmsa möguleika á útfærslum. Stefnan er á að halda íbúafund þegar við erum komin með leiðir til þess að fara eftir og vænlegar útfærslur.
Breytingarnar koma til með að verða töluverðar á allri þjónustu og flokkun. Nú þegar höfum gert breytingar á móttökustöð á Skeiði og erum komin með tvo nýja flokkunargáma fyrir plast annars vegar og hins vegar fyrir bylgjupappa, sléttan pappa, pappír og fernur. Biðjum við ykkur að setja plast og pappa nú í þessa gáma í staðin fyrir lúgurnar.

Eins og staðan er í dag eru aðrir flokkar óbreyttir en við komum til með að breyta þessu hægt og rólega. Upplýsingar um breytingar verða birtar inn á svæði Sorpsamlagsins á heimasíðu Strandabyggðar http://www.strandabyggd.is/stofnanir/sorpsamlag_strandasyslu/

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi þessi mál, má endilega senda tölvupóst á netfangið sorpsamlag@holmavik.is

Sorpsamlag Strandasýslu

 

 

Dear Citizens of Strandabyggð, Kaldrananeshreppur and Árneshreppur

We want to start by thanking you for all your effort and good work regarding classifying waist in our area, which has been very satisfactory throughout the years. Well done!

As most of you may have heard, a new regulation on handling of waste came into force on January 1st. and by the end of 2023 household sorting must be divided into four categories, i.e. cardboard and paper, plastic, organic waste and general household waste. To meet this new legal environment, it is proposed to increase the number of bins at each household up to four bins. As before, it will be possible to take packaging metals, textiles and glass to the local service stations, in each municipality.

It is proposed to place four bins at each home, as mentioned before, but the Board of the Sorpsamlag is looking at various other possibilities, when it comes to the implementation of the new legal framework. There will be a town meeting within not too long, when we have come up with suitable solutions to this part of the implementation.

This new legal framework calls for some infrastructure changes at the service stations. These changes are going to be significant across all services and categories. We have already made changes at the reception unit at Skeiði, Hólmavík, where we now have two new sorting containers for plastic on the one hand and corrugated cardboard, smooth cardboard, paper and ferns on the other. The main change here is that in stead of three classes for plastic and three for paper, there is only one for each now. Please put plastic and cardboard in these containers instead of the hatches, as before.

As it stands today, other categories are unchanged, but we will slowly change this structure as well. Information about changes will be published in the Sorpsamlag's area on Strandabyggðar's website:
http://www.strandabyggd.is/stofnanir/sorpsamlag_strandasyslu/ If you have any questions regarding these matters, please send an email to sorpsamlag@holmavik.is


Sorpsamlag Strandasýslu - Garbage collection of Strandasýsla.

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón