Gleðilegt Nýtt Ár!
Sveitarstjórn Strandabyggðar óskar ykkur öllum Gleðilegs Nýs Árs og þakkar árið sem nú er liðið.
Horfum bjartsýn fram á við og vinnum saman að því að efla Strandabyggð!
Kær kveðja
Sveitarstjórn Strandabyggðar
Kæru íbúar Strandabyggðar,
Gleðilega hátíð! Vonandi hafa allir haft það sem best undanfarna daga. Við viljum þakka íbúum fyrir vel unnið verk í flokkun á sorpi í gegnum tíðina og hvetjum ykkur til að halda áfram á þeirri braut.
Framundan eru breytingar á framkvæmd sorphirðu í Strandabyggð, sem og um allt land. Ný lög taka gildi um áramót og fela þau lög í sér breytingar, sem við viljum tæpa á hér í þessum pistli. Nánari kynning með dreifibréfi inn á heimili, kemur síðan fljótlega á nýju ári. Það má reikna með að innleiðing þessara breytinga taki nokkra mánuði og því leggjum við hjá Sorpsamlagi Strandasýslu áherslu á að vanda vel til verka og nýta tímann vel, í stað þess að keyra í gegn breytingar með hraði.
Stjórn og starfsmenn Sorpsamlagsins vinna nú að undirbúningi innleiðingu þessara laga og er verið að skoða hvaða leiðir er best að fara. Það þarf td. að kaupa inn mikið magn af ruslatunnum og minni ruslagámum, gera þarf ráð fyrir góðu aðgengi að ruslapokum og eins er verið að skoða opnunartíma og aðgengi að móttökustöðinni á Skeiði. Þetta verður allt kynnt á næstu vikum og mánuðum.
Hér eru slóðir á nýju lögin og sérstaka handbók Umhverfisstofnunar, sem fer vel yfir þessar breytingar. Við hvetjum íbúa til að kynna sér þessar breytingar og hika ekki við að hafa samband við Sorpsamlagið ef spurningar vakna. Hægt er að hringja í Sigurð Marinó í síma: 894-4806, netfang siggimarri@strandabyggd.is eða Þorgeir í síma 899-0020, netfang thorgeir@strandabyggd.is
Hvað fyrirtæki varðar, verður byrjað að innheimta fyrir sorphirðu strax eftir áramót.
Þessar breytingar hafa marga kosti í för með sér og því er mikilvægt að við náum saman um að gera þetta rétt og vel frá byrjun. Samvinna Sorpsamlags, íbúa og fyrirtækja er því lykilatriði. Þetta skiptir okkur öll máli og við erum í þessu verkefni saman!
Kveðja
Stjórn og starfsmenn Sorpsamlags Strandasýslu
Vatnstankurinn fyrir ofan kirkjuna á Hólmavík, er sterkt kennileiti, en einnig minnisvarði liðinna tíma. Tankurinn var vantsforðabúr Hólmavíkur og miðlaði vatni út í húsin.
Af og til í gegnum tíðina hafa komið upp hugmyndir um nýtingu tanksins og hefur þá gjarnan verið horft til þess að gera þar útsýnispall eða kaffihús. Einnig hafa komið fram hugmyndir um að nýta tankinn að innan undir safn.
Sveitarstjórn Strandabyggðar vill nú fanga þessar hugmyndir sem og aðrar og kallar því eftir hugmyndum um nýtingu tanksins.
Í hugmyndinni skal koma skýrt fram;
Einnig skal þar koma fram hvaða kvaðir og/eða framkvæmdir sveitarfélagið þyrfti að legga í, svo hugmyndin myndi ná fram að ganga. Hér er átt við innviði eins og aðgang að vatni, frárennsli, rafmagni o.s.frv.
Af hálfu sveitarfélagsins eru eftirfarandi kröfur gerðar og forsendur settar:
Formlegum og vel útfærðum hugmyndum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar að Hafnarbraut 25 eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is merkt „Tankurinn – hugmyndasamkeppni“ fyrir 1. febrúar 2023.
Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka eða hafna hvaða tillögu sem er.
Náist samkomulag við verktaka eða hugmyndasmið um nýtingu á Tankinum, skal gerður verksamningur þar um sem tekur ítarlegar á öllum forsendum sem hér eru tilgreindar, t.d. umhverfi, innviði, starfsemi og afleidd áhrif.
Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Þorgeir Pálsson
Jón Sigmundsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir
Fundinum verður ekki streymt, en fundargerð sett inn á vef Strandabyggðar að fundi loknum.
Strandabyggð 28. desember,
Þorgeir Pálsson oddviti