Viðvera sýslumanns
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum, Jónas Guðmundsson, verður með viðveru á skrifstofu sýslumanns á Hólmavík á milli kl. 10-12 á morgun þriðjudaginn 14. febrúar.
Fundur nr. 1342 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 14. febrúar kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Velferðarþjónusta Vestfirðinga, Tillaga um að sveitarfélög á Vestfjörðum vinni sameiginlega að barnaverndarþjónustu og þjónustu við fólk með fötlun, og að gerður verði samningur við Ísafjarðarbæ um að vera leiðandi sveitarfélag skv. 96. gr. sveitarstjórnarlaga. Fyrri umræða – til afgreiðslu
2. Beiðni um lausn frá nefndarstörfum, Íris Björg Guðbjartsdóttir – til afgreiðslu
3. Bréf til sveitarstjórnar, Ingimundur Pálsson – til afgreiðslu
4. Bréf til sveitarstjórnar, Ragnheiður Ingimundardóttir – til afgreiðslu
5. Bréf frá Björk Ingvarsdóttur f.h foreldra v. málefna Grunnskólans á Hólmavík – til afgreiðslu
6. Skipan í Almannavarnarefnd Strandasýslu – til afgreiðslu
7. Ísafjarðarbær, ósk um umsögn vegna áforma um stækkun Mjólkárvirkjunar og afhendingu grænnar orku, frá 30.01.2023 – til afgreiðslu
Miklar hamfarir hafa átt sér stað í Tyrklandi og Sýrlandi og í því samhengi minnum við á þá aðstoð sem Rauði krossinn veitir þeim sem á þurfa að halda í aðstæðum sem þessum.
Á eftirfarandi síðu er hægt nálgast upplýsingar um hvernig Rauði krossinn á Íslandi er að bregðast við jarðskjálftunum í Tyrklandi og Sýrlandi og hvernig fólk getur lagt sitt af mörkum til að hjálpa.
Á síðunni er einnig hægt að finna bæklinga um sálrænan stuðning á íslensku, ensku og arabísku.
Major disasters have occurred in Turkey and Syria, and we would like to remind people of the Red Cross and the assistance and support they provide in situations like these to those who need it.
On the following webpage you can access information about how the Red Cross in Iceland is responding to the earthquakes in Turkey and Syria and how people can contribute to help.
On the webpage you can also find brochures about psychological support in Icelandic, English and Arabic.
112 dagurinn er haldinn árlega þann 11.febrúar. (11.2)
Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðila sem tengjast því og hvernig hún nýtist almenningi.
Í tilefni 112 dagsins næstkomandi laugardag 11.2.2023, vilja björgunarsveitirnar Dagrenning og Björg ásamt slökkviliði, lögreglu, sjúkraflutningum og Rauða krossinum bjóða öllum að koma og hitta viðbragðsaðila og skoða búnað þeirra.
Það verður opið í félagsheimilinu á Hólmavík frá kl. 13.00 og eitthvað frameftir.
Með bestu kveðjum frá viðbragðsaðilum á Ströndum.