A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Endurskipulag kennslu í grunnskólanum

Þorgeir Pálsson | 02. desember 2022

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Frá því greint var frá myglu í grunnskólanum, s.l. miðvikudag, hefur mikið gerst.  Skólastjóri og starfsmenn grunnskólans, ásamt starfsmönnum áhaldahúss og skrifstofu Strandabyggðar, hafa unnið frábært verk á skömmum tíma.  Búið er að skoða alla þá húsakosti sem komu til greina fyrir kennslu og meta kosti og galla þeirra.  Kennarar eru byrjaðir að undirbúa kennsluefni og skipuleggja kennslu, sem hefst aftur á mánudag.  Foreldrar munu fá tilkynningu þar um. Bæði vinir okkar í Kaldrananeshreppi og Reykhópahreppi hafa boðið okkur aðstoð. 

Þá eru komin á samskipti við Verkfræðistofuna EFLU um nánari úttekt á aðstæðum í grunnskólanum og byrjað að taka saman gögn um fyrri viðgerðir og viðhald á húsinu.  Við vonumst til þess að ítarleg úttekt á aðstæðum fari fram á næstu dögum. Sveitarstjórn tekur síðan stöðuna daglega og er einhuga um allar aðgerðir. 

Þrátt fyrir að viðfangsefnið sé allt annað en skemmtilegt, hefur samstaða og jákvæðni einkennt alla vinnu og það er ástæða til að þakka og hrósa öllum sem hafa komið að þessu verkefni.  Vel gert kæra starfsfólk!

Kveðja og góða helgi!

Þorgeir Pálsson

Oddviti

Dagur reykskynjarans

Salbjörg Engilbertsdóttir | 02. desember 2022

Skiptu núna!!!


Reykskynjarinn er mikilvægasta öryggistæki heimilisins, í dag er dagur reykskynjarans 1. desember og þá er tilvalið að kanna stöðuna á rafhlöðunni.
Ekki bíða skiptu núna! vertu eldklár!!!

https://vertueldklar.is/

Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda

Kveðja
Ívar Örn Þórðarson
Slökkviliðsstjóri Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda.

Vertu eldklár! Er kominn tími á að skipta um rafhlöðu?

| 02. desember 2022

Skiptu núna!!!

 

Reykskynjarinn er mikilvægasta öryggistæki heimilisins, í dag er dagur reykskynjarans 1. desember og þá er tilvalið að kanna stöðuna á rafhlöðunni.

Ekki bíða skiptu núna! vertu eldklár!!!

https://vertueldklar.is/

Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda

Mygla í Grunnskólanum

Þorgeir Pálsson | 30. nóvember 2022
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Sú staða er komin upp, að veruleg mygla hefur greinst i grunnskólanum.  Niðurstöður sýnatöku og greiningar verkfræðistofunnar EFLU lágu fyrir seint í gær.  Ljóst er að þessi staða mun hafa veruleg áhrif á skólahald og allt samfélagið. 

Sveitarstjórn hefur hist á fundi ásamt starfsfólki sveitarfélagsins, til að meta stöðuna og móta næstu skref.  Okkar hlutverk er nú að finna aðstöðu sem tryggir áframhaldandi skólahald, því það er ljóst að kennsla í skólanum sjálfum verður hætt, amk meðan unnið er að frekari greiningu á alvarleika og útbreiðslu myglunnar.  Kallaðir verða til sérfræðingar okkur til aðstoðar.  Þessi vandi er þekktur víða um land, og því er til talsverð fagþekking varðandi viðbrögð við svona ástandi, og við munum nýta okkur þá þekkingu.

Næstu skref eru því eftirfarandi:

  • Starfsmönnum grunnskóla hefur verið gerð grein fyrir stöðu mála
  • Foreldrar hafa fengið tilkynningu um stöðuna
  • Skólahald fellur niður frá og með kl 12:00 í dag 30.11 og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að gera ráðstafanir til að sækja sín börn.  Séu einhverjir í vanda eftir þann tíma, munum við að sjálfsögðu sjá um börnin og hafa ofan af fyrir þeim
  • Ekkert skólahald verður á morgun né á föstudag.  Stefnt er að því að skólahald hefjist að nýju á mánudag, þó fyrirkomulag kennslu verði með talsvert breyttu sniði.  Nánar verður greint frá því fyrirkomulagi fyrir helgina
  • Jólatónleikar eru áfram fyrirhugaðir á morgun
  • Búð er að stofna aðgerðarhóp sem heldur utan um aðgerðir dag frá degi. Eins verður stofnaður vinnuhópur í grunnskólanum sem mun móta breytt skóladagatal og undirbúa kennslu
  • Boðað verður til íbúafundar á næstunni.

Nú reynir á að samfélagið sameinist um lausn á þessum vanda; lausnir sem taka fyrst og fremst mið af því að halda skólahaldi áfram, þó það verði í breyttri mynd.  Þetta er vandi alls samfélagsins og því tökum við á honum sem ein heild.  

Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 899-0020 eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is 

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

 

 

Lausamunir á opnum svæðum - ÍTREKUN

Þorgeir Pálsson | 24. nóvember 2022

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Þann 28. október s.l. var frétt hér á heimasíðu Strandabyggðar um lausamuni á opnum svæðum í þorpinu.  Með fréttinni var mynd af bátum, fellihýsi og kerru, sem komið hefur verið fyrir á opnu svæði.  Fréttin er hér: Strandabyggð / Fréttir / Lausamunir á opnum rýmum (strandabyggd.is) 

Engin viðbrögð urðu við fréttinni og því er það ítrekað hér, að eigendur lausamuna á opnum svæðum þurfa að fjarlægja þá og koma þeim fyrir annars staðar.  

Við óskum því eftir því að eigendur lausamuna á myndinni, sem og annars staðar í þorpinu, hafi samband við okkur á skrifstofu Strandabyggðar sem fyrst, þannig að við getum sameinast um lausn.  Ella þarf sveitarfélagið að grípa til annara aðgerða.  Hafið endilega samband við sveitarstjóra í síma 899-0020 eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is eða ræðið málið við starfsmenn áhaldahúss, og við finnum sameiginlega lausn.

 

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón