A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fréttir af ástandi grunnskólans

Þorgeir Pálsson | 11. janúar 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Frumniðurstöður verkfræðistofunnar EFLU varðandi ástand grunnskólans m.t.t. myglu, sýna að skólinn er vel viðgerðarhæfur.  Gamli hlutinn er verr farinn en sá nýrri, en báðir viðgerðarhæfir. 

Næstu skref eru þau að sveitarstjórn mun funda með EFLU í vikunni og í kjölfarið verður lokaskýrsla þeirra lögð fram.  Við munum síðan leita til fagaðila til að meta kostnað við viðgerðir.  Íbúafundur verður boðaður fljótlega, þegar frekari gögn og upplýsingjar liggjar fyrir.

Það er margt óljóst enn, en við vildum engu að síður upplýsa um þetta, enda gott að fá jákvæðar fréttir hvað þetta varðar, svona í upphafi árs.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Lausamunir á opnum rýmum

Þorgeir Pálsson | 11. janúar 2023
Góðan dag,

Við flugbrautina standa nú tveir bílar, þar af annar númerslaus.  Báðar bifreiðar hafa verið settar þarna án samráðs við sveitarfélagið og eru eigendur þeirra eða forráðamenn því vinsamlegast beðnir að fjarlægja þá hið fyrsta, ella verða hefðbundnir verkferlar virkjaðir.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Sveitarstjórnarfundur 1341 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 06. janúar 2023


Fundur nr. 1341 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 10. janúar kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Byggðakvóti, úthlutun v. fiskveiðiársins 2022/2023, lagt fram til afgreiðslu
2. Minnisblað sveitarstjóra v. húsnæðisframkvæmda, lagt fram til afgreiðslu
3. Minnisblað sveitarstjóra v. uppsetningar á Tesla hleðslustöð, lagt fram til kynningar
4. Ungmennaráð, niðurstaða kosninga frá 10. desember 2022, lagt fram til samþykktar
5. Umhverfis- og skipulagsnefnd fundargerð 5. Janúar 2022, lögð fram til afgreiðslu
6. Forstöðumannaskýrslur, lagðar fram til kynningar
7. Vinnuskýrsla sveitarstjóra, lögð fram til kynningar
8. Sterkar Strandir fundargerðir 11. nóvember 2021, 30. apríl 2021, 1. júní 2022 og frá 8. Desember 2022 lagðar fram til kynningar
9. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða nr. 141 frá 15. desember 2022, lögð fram til kynningar
10. Fundargerð Náttúrustofu Vestfjarða nr. 139 frá 19. desember 2022, lögð fram til kynningar
11. Samband sveitarfélaga fundargerð nr. 916 frá 14. desember 2022, lögð fram til kynningar
12. Hafnasamband Íslands fundargerð nr. 448 frá 16. desember 2022, lögð fram til kynningar

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Þorgeir Pálsson
Jón Sigmundsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir

Stefnt er á að streyma fundinum á youtube síðu Strandabyggðar


Strandabyggð 6. janúar, Þorgeir Pálsson oddviti

Laust starf á leikskólanum Lækjarbrekku

Salbjörg Engilbertsdóttir | 03. janúar 2023

Staða leikskólakennara

Staða leikskólakennara, almennt starf á deild. Starfshlutfall er 100% og vinnutíminn frá 8:00-16:00. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.


Leikskólinn Lækjarbrekka 
tilheyrir sameinuðum leik-, grunn- og tónskóla í Strandabyggð og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um grunnskóla og leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og stefnu skólans.

Uppeldisstefnan er jákvæður agi, skólinn er grænfánaskóli og unnið er að innleiðingu stefnu um heilsueflandi skóla.


Menntunar og hæfniskröfur:

• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í viðeigandi skólagerð

• Góð íslenskukunnátta

• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji

• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

• Reglusemi og samviskusemi

• Hreint sakavottorð


Laun 
eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.


Umsóknarfrestur
 er til 6. janúar, 2023.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri gefur upplýsingar um starfið og tekur á móti umsóknum ásamt ferilskrá, afriti leyfisbréfa og upplýsingum um meðmælendur netfang: skolastjori@strandabyggd.is

Félagsmiðstöðin Ozon auglýsir eftir frístundaleiðbeinanda

Salbjörg Engilbertsdóttir | 03. janúar 2023

Ozon youth center is looking for youth workers - please be in touch if you are interested.

Markmið félagsmiðstöðva er að þjálfa félags- og samskiptafærni barna og unglinga í gengum leik og starf. Markhópur félagsmiðstöðva er börn og unglingar á aldrinum 10-16 ára.

Frístundaleiðbeinandi vinnur faglegt starf með börnum og unglingum og skipuleggur hópastarf og verkefni tengdum menningar-, félags- og forvarnarstarfi félagsmiðstöðvarinnar. Starfað er í anda lýðræðis á starfsstaðnum og markvisst er unnið að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfinu. 

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulag og umsjón með hópum, verkefnum og viðburðum í menningar-, félags- og tómstundastarfi barna og ungmenna í samráði við tómstundafulltrúa. 
  • Leiðbeinir börnum í faglegu frístundastarfi sem mætir þeirra þörfum hverju sinni.
  • Vinnur í anda lýðræðis og eykur sjálfstæði, ábyrgð og virkni barna og ungmenna markvisst í starfinu.
  • Vinnur samkvæmt 1. og 2. stigs forvörnum í öllu starfi félagsmiðstöðvarinnar.
  • Sinnir öðrum þeim verkefnum sem honum eru falin og falla undir starfssviðið.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af vinnu með börnum og ungmennum er æskileg.
  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Áhugi á starfi með börnum og unglingum og framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Metnaður í starfi og hæfni til að vinna í hóp
  • Sjálfstæði, frumkvæði, metnaður og skipulögð vinnubrögð
  • Hreint sakavottorð

Um er að ræða 10-20% hlutastarf síðdegis eða á kvöldin. Starfið hentar vel sem aukavinna með námi eða öðru starfi. Umsækjandi þarf að geta byrjað sem fyrst.

Umsóknarfrestur til miðnættis 10. janúar og skal umsóknum skilað á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is ásamt ferilskrá
Nánari upplýsingar gefur Tómstundafulltrúi í síma 895-5509

 
 
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón