Íbúafundur Sterkra Stranda
Boðað er til árlegs íbúafundar um verkefnið Sterkar Strandir. Á íbúafundinum gefst kostur á að ræða framgang verkefnisins.
Sigurður Líndal Þórisson verkefnastjóri
Kæra sveitarstjórn og íbúar Húnabyggðar,
Fyrir hönd íbúa Strandabyggðar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar vegna þess harmleiks sem átti sér stað á Blönduósi um helgina. Hugur okkar er hjá ykkur og öllum þeim sem um sárt eiga að binda vegna þessara atburða.
Sveitarstjórn Strandabyggðar.
Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu verður haldinn mánudaginn 29. Ágúst kl. 16.00 á skrifstofu Sorpsamlagsins á Skeiði 3.
Dagskrá fundarins er svohljóðandi:
1. Setning fundar og kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla framkvæmdastjóra og fráfarandi stjórnar
3. Ársreikningur 2021 staðfesting
4. Ákvörðun um ráðstöfun vegna hagnaðar/taps
5. Staða bókhalds ágúst 2022
6. Ákvörðun um laun stjórnarmanna
7. Kosning þriggja aðalmanna í stjórn og undirritun tilkynningar til fyrirtækjaskrár
8. Kosning endurskoðanda
9. Gjaldskrá Sorpsamlagsins
10. Önnur mál