A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fjárhagsáætlanagerð – hvert stefnir?

Þorgeir Pálsson | 20. október 2022

Kæri íbúar Strandabyggðar,

Þessa dagana vinna sveitarfélögin á landinu að fjárhagsáætlanagerð.  Gerð er nokkuð ítarleg áætlun fyrir komandi ár, 2023 og síðan grófari áætlun fyrir næstu þrjú ár þar á eftir.  Þessi vinna byggir á því að rýna í þróun helstu tekju- og kostnaðarliða, meta ástandið í samfélaginu, horfur á vinnumarkaði, launamál, áherslur stjórnvalda, útlit í atvinnulífnu, endurskoða gjaldskrár, styrkjamál ofl ofl.  Þetta er mikil og krefjandi vinna, en um leið gefandi, því við erum að reyna að sjá fyrir okkur og móta famtíðina og hvert stefnir.

Eins og íbúar vita, er Strandabyggð með samning við innviðaráðuneytið um sértækan stuðning vegna erfiðrar fjárhagsstöðu.  Lagt er upp með áætlunartímabil til 2025 en þá á sveitarfélagið að hafa náð það sterkri stöðu að þessa sértæka stuðnings sé ekki lengur þörf. 

Strandabyggð er ekki eina sveitarfélagið í þessari stöðu.  Í dag eru alls 30 sveitarfélög á landinu með slíka samninga og/eða í nánu samstarfið við ráðuneytið.  Fyrir fjórum árum voru 12 sveitarfélög með slíka samninga.  Það hefur því hallað undan fæti hjá mörgum sveitarfélögum á síðasta kjörtímabili, sem eins og við vitum var mjög erfitt.  Það sem einkennir síðan stöðuna í ár, er mjög mikill halli á málaflokknum um málefni fatlaðs fólks. Óljóst er hvernig sú staða verður leyst.

Fjárhagsáætlanagerð sveitarfélaga snýst auðvitað mikið um forgangsröðun aðgerða og ráðstöfun fjármagns.  Við búum við samfélagsmynd sem við höfum byggt upp og viljum helst halda í, sem m.a. byggir á nokkuð háu þjónustustigi.  En við þær aðstæður sem nú eru uppi, þarf að skoða alla hliðar.  Á nýafstaðinni Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, kom skýrt fram, að mörg sveitarfélög eru að endurskoða sína forgangsröðun, einblína á lögbundna þjónustu og starfsemi sem forgangsmál.  Sett eru spurningamerki við marga þjónustuliði sem áður þóttu sjálfsagðir, en eru í dag til endurskoðunar.  Þetta á sérstaklega við ef þessir þjónustuliðir eru ekki lögbundnir, en einnig í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu og sértækra samninga við ríkið. 


Sveitarstjórn Strandabyggðar er komin vel af stað með sína fjárhagsáætlanagerð.  Tveir vinnufundir eru að baki sem og heimsóknir í áhaldahús, veitustofnun, Sorpsamlagið og grunnskólann. Framundan eru heimsóknir í leikskólann og íþróttamiðstöðina.  Síðan mun sveitarstjórn funda með forstöðumönnum í næstu viku auk vinnufunda sem fylgja í kjölfarið.  

Ef þú kæri íbúi hefur spurningar eða ábendingar, ekki hika við að hafa samband.  Það má skrifa mér á netfangið thorgeir@strandabyggd.is eða hringja í 899-0020.

Áfram Strandabyggð!

Kveðja

Þorgeir Pálsson

oddviti

 

 

Ábendingar frá leikskólabörnum

Þorgeir Pálsson | 20. október 2022
« 1 af 4 »
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það var sérlega skemmtilegur hópur sem kíkti á skrifstofu sveitarfélagsins, með mjög vel ígrundaðar hugmyndir og ábendingar um uppbyggingu á leikskólalóðinni.  Og allt var þetta sett fram í máli og myndum.  Þarna voru m.a. hugmyndir um hjólagarð með alvöru húsi, alvöru búð og alvöru snakki, rafmagnsbíl sem krakkarnir keyra sjálf, köngulóarrólu, hús (plathús) þar sem maður ýtir á takka og þá hoppar maður, sandkassa með rauðum takka á múrsteini svo hann opnist, drullumall, göng sem hægt er að hjóla í gegnum, hjólabrettagarð, rennibraut þar sem maður rennur í hringi og rennibraut sem er löng og með hossum en fer ekki í hringi og margar aðrar góðar hugmyndir.  Mjög efnilegur hópur þarna á ferð. 

Myndirnar sýna krakkana á leiðinni með umslagið góða og svo þegar þau afhenda hugmyndirnar sínar. Hjördís Inga Hjörleifsdóttir, starfsmaður Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla, var með mér í móttökunefndinni.  Starfsfólk Lækjarbrekku og foreldrar barna á leikskólanum, hafa einnig komið að hugmyndavinnu um nýja leikskólalóð.

Takk fyrir komuna og þessa flottu vinnu krakkar!  

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Tengill á sveitarstjórnarfund

Þorgeir Pálsson | 11. október 2022
Hér er tengill á youtube síðu Strandabyggðar, þar sem hægt er að fylgjast með sveitarstjórnarfundi 1337.  Upptakan verður síðan aðgengileg á þessari síðu fljótlega eftir fundinn.

Kveðja
Þorgeir Pálsson 
oddviti

Til sölu hjá Sorpsamlagi Strandasýslu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 11. október 2022

Til sölu er liðléttingur Avant 528m, árg. 2010, ekinn 2440 tímar

Fylgir:Taðkló, lítil skófla, stór skólfa, lyftara gaflar og 2 stk gömul dekk á felgum.

Ath! Skóflutjakkur sígur

Ásett verð 2.000.000.-


Upplýsingar gefur Sverrir í síma 892-6909

Sveitarstjórnarfundur 1337 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 07. október 2022


Fundur nr. 1337 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 11. október kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Trúnaðarmál (fundur lokaður en streymi hefst að lokinni umræðu)
2. Fjárhagsáætlun 2023-2026
3. Endurreikningur á launum sveitarstjóra og sveitarstjórnarmanna v. vísitöluútreiknings þingfararkaups
4. Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Strandabyggð
5. Drög að auglýsingu um nýtingu gamla tanksins
6. Fulltrúi og varamaður í almannavarnarnefnd
7. Stofnun starfshóps um samstarf í velferðarþjónustu
8. Stofnun starfshóps um skiptingu tekna Fiskeldissjóðs
9. Forstöðumannaskýrslur
10. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
11. Fundargerð US nefndar 06. október 2022
12. Fundargerð ADH nefndar 10. Október 2022
13. Ársskýrsla Héraðssambands Strandamanna til kynningar og ósk um áframhaldandi styrktarsamning
14. Beiðni frá Lionsklúbbnum á Hólmavík vegna samnings
15. Ársskýrsla og ársreikningur Leikfélags Hólmavíkur til kynningar og ósk um áframhaldandi styrktarsamning
16. Ársskýrsla og ársreikningur Sauðfjárseturs ses til kynningar og styrktarsamningur ársins 2022 ásamt ósk um áframhaldandi styrktarsamning
17. Ársskýrsla og ársreikningur Strandagaldurs ses til kynningar og styrktarsamningur ársins 2022 ásamt ósk um áframhaldandi styrktarsamning
18. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð 140. fundar 29. september 2022 ásamt ársskýrslu og kosningu fulltrúa í nefndina, til kynningar
19. Samband sveitarfélaga fundur nr. 913 frá 28. september 2022
20. Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands v. vinnu við skipulagsáætlun
21. Áskorun frá félagi atvinnurekanda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldri borgara vegna hækkunar fasteignagjalda

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Þorgeir Pálsson
Jón Sigmundsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Stefnt er á að streyma fundinum á youtube síðu Strandabyggðar. Hlekkur birtur samdægurs

Strandabyggð 7. október 2022
Þorgeir Pálsson oddviti

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón