A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sumarstörf hjá Strandabyggð 2022

Salbjörg Engilbertsdóttir | 17. mars 2022

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir starfsmönnum í sumarstörf hjá stofnunum sveitarfélagsins sumarið 2022. Um er að ræða eftirtalin störf við þessar deildir:

Strandabyggð is open for applications for summer jobs in the municipality.

-Íþróttamiðstöð Strandabyggðar - Sportcenter and campsite


-Áhaldahús Strandabyggðar - Maintenance team


-Umsjónarmaður vinnuskóla Strandabyggðar og umhverfisverkefnum - Work school leader and environmental projects
-Umsjón sumarnámskeiða/skapandi sumarstarfa / Summercourses and cultural summerjobs


-Leikskóli - Ath! lokað er á leikskóla í 5 vikur / Kindergarden (closed for 5 weeks during summer)
-Félagsþjónusta - Liðveisla með fötluðum börnum /Social serviced - assistance with children with special needs
-Félagsþjónusta - Liðveisla í atvinnu með stuðningi / Social services - Employment with assistance


-Félagsþjónusta - heimaþjónusta / Social services - home assistance
-Vinnuskóli Strandabyggðar 13-17 ára ýmis fjölbreytt störf- Work school for children


Information/Upplýsingar um störfin má nálgast hér. Umsóknarfrestur er til  miðnættis 3. apríl 2022 og umsóknum verður svarað fyrir páskavikuna.

...
Meira

Úthlutun úr sjóði Sterkra Stranda

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. mars 2022
Jón Jónsson formaður úthlutunarnefndar og Sigurður Líndal Þórisson verkefnastjóri Sterkra Stranda (Mynd Ásta Þórisdóttir)
Jón Jónsson formaður úthlutunarnefndar og Sigurður Líndal Þórisson verkefnastjóri Sterkra Stranda (Mynd Ásta Þórisdóttir)

Styrkjum úr byggðaþróunarverkefninu Sterkar Strandir var úthlutað við hátíðlega athöfn í gær á Sauðfjársetrinu á Ströndum. 22 umsóknir bárust og 12 verkefni fengu styrk. Það er því óhætt að segja að mikið er um hugmyndir og nýsköpunarvilja á Ströndum.


Auglýst var eftir styrkumsóknum í byggðaþróunarverkefnið Sterkar Strandir í febrúar 2022. Alls voru að þessu sinni til úthlutunar 10.850.000 kr. sem er samanlögð fjárhæð, árlegrar úthlutunar 10.500.000 kr. og styrks frá fyrra ári sem féll niður, eða 350.000 kr.

Afar ánægjulegt er að segja frá því að fjölmennari byggðalög, eins og Strandabyggð, fá nú 50% hærri úthlutunarupphæð en áður, en þetta hefur verið baráttumál okkar um nokkurt skeið.


Frestur til að skila inn umsóknum var til 31. janúar 2022 og bárust alls 22 umsóknir um styrki.

Myndir og nánari fréttir af úthlutun má finna hér á strandir.is

Sveitarfélagið óskar styrkhöfum innilega til hamingju með úthlutunina og gaman verður að sjá fjölbreyttar hugmyndir verða að veruleika í nánustu framtíð.

Fundur með starfshópi um orkumál-UPPFÆRÐ FRÉTT

Salbjörg Engilbertsdóttir | 15. mars 2022


Vegna ófærðar færist íbúafundur á Hólmavík kl. 18:00 yfir í Zoom fund, til að sitja fundinn þarf að smella á hlekkinn hér 
https://us02web.zoom.us/j/84519623640

 

Orkumál á Vestfjörðum njóta ákveðinnar sérstöðu og hafa gert um nokkurt skeið.
Starfshópur um orkumál á Vestfjörðum, sem starfar í umboði umhverfis-, orku- og
loftslagsráðherra, fékk það verkefni að skoða orkumál í fjórðungnum og koma með
tillögur til úrbóta. Var við vinnuna litið til stöðu mála í flutningskerfi raforku, dreifikerfi
raforku og möguleikum til orkuvinnslu á svæðinu og hvernig það fellur að áherslum úr
orkustefnu um orkuskipti og afhendingaröryggi á landsvísu.

Starfshópurinn hefur nú unnið drög að tillögum til úrbóta og vill ræða drögin við íbúa
Vestfjarða áður en hann lýkur störfum.

Við viljum eiga samtal við þig!

Fundirnir eru:
20.mars, sunnudagur Félagsheimilið á Patreksfirði kl: 17:00
21.mars, mánudagur Félagsheimilið á Bolungarvík kl: 20:00
22. mars, þriðjudagur Félagsheimilið á Hólmavík kl: 18:00

Hvetjum alla til að mæta og ræða þetta mikilvæga mál fyrir Vestfirði

Ert þú snillingur?

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. mars 2022

Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að tveimur snillingum í liðið og við látum staðsetningu ekki stoppa okkur í stafrænum heimi þar sem báðar stöðurnar eru auglýstar óháð staðsetningu.



Sambandið er framsækinn og skemmtilegur vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, heimavinnu, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Ekki skemmir fyrir að sambandið er heilsueflandi vinnustaður sem leggur ríka áherslu á fjölskylduvænt umhverfi og heimavinnu. Þannig að ef þetta heillar þig og ef þú ert snillingur þá viljum við heyra í þér.

Staða sérfræðings á hag- og upplýsingasviði, nánari upplýsingar hér.
Staða sérfræðings á kjarasviði, nánari upplýsingar hér.

Starfsaðstaða

Föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendu uppfylltri að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjanda en einnig á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík.
Í Strandabyggð eru lausar skrifstofur í Þróunarsetri fyrir störf án staðsetningar.

Yfirlýsing vegna ástandsins í Úkraínu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. mars 2022


Á sveitarstjórnarfundi í gær 8. mars var lögð fram hvatning frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. febrúar um að taka undir og undirrita yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga (CEMR) um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra.  

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti að skrifa undir yfirlýsinguna og fordæmir innrás Rússa í Úkraínu. Sveitarstjórn vill einnig hvetja eigendur íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu sem ekki er í notkun sem slíkt á ársgrundvelli, að íhuga hvort það gæti nýst fyrir flóttafólk.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Fjölmenningarsetur hafa opnað vefsíðu þar sem hægt er að skrá leiguhúsnæði vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. Ef þú átt hús, íbúð eða annað viðeigandi húsnæði fyrir flóttafólk sem kemur til Íslands á flótta undan núverandi ástandi í Úkraínu, getur þú skráð það á síðunni.

Í fyrsta skrefi er einungis leitað að húsnæði en þeim sem hafa eitthvað annað fram að færa sem nýst getur fólki í Úkraínu er bent á hjálparstofnanir.

Hér getur þú skráð leiguhúsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón