Þorgeir Pálsson | 08. júlí 2022
Strandabyggð auglýsir eftir tilboðum í smíði réttar í Landi Hrófbergs, við gamla afleggjarann yfir Staðará, sunnan megin.
Stærð og umfang réttar: Heildar flatarmál réttarinnar er 525,6 m2. Stærð og umfang réttar er eftirfarandi:
- Almenningur: 36x4 metrar
- Dilkar minni: 10x3, 6 stk
- Dilkar stærri: 10x4,5, 4 stk
- Bil milli staura: 2 metrar
- Hæð frá jörð: 1.2 metrar
- Efni í grindverk: 27x145 mm, eða sambærilegt
- Efni í úthringinn: Rafmagnsstaurar frá Orkubúi Vestfjarða.
Skrúfur: Notast skal við ryðfríar eða teflonhúðaðar skrúfur. Bora skal fyrir öllum skrúfum, til að forðast sprungur í viðnum
Frágangur og umhverfi: Verktaki skal skila svæðinu hreinu af timburafgöngum og hafa jafnað jarðveg og umhverfi eins og þurfa þykir
Verklok: Verktaki skal skila réttinni fullbúinni og tilbúinni fyrir notkun, 10. september 2022
Dagsektir: Dagsektir skulu reiknast 1% af kostnaðaráætlun verksins
Tilboðsfrestur: Tilboðum skal skila til sveitarstjóra Strandabyggðar, fyrir kl 12:00, mánudaginn 18. júlí 2022, á thorgeir@strandabyggd.is
Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri, Þorgeir Pálsson, í síma 899-0020.