A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Jólatónleikar Tónskólans 1. desember

| 10. nóvember 2022
Jólatónleikar Tónskólans fara fram kl. 17:00 fimmtudaginn 1. desember í ár, í stað 12. desember eins og kemur fram í skóladagatali sameinaðs skóla. Tónleikarnir fara fram í Hólmavíkurkirkju. Hljóðfæra- og söngnemendur Tónskólans koma fram ásamt öllum nemendum í "Tónlistarstund" (öll börn í elsta árgangi Leikskólans og öll börn úr 1. - 3. bekk Grunnskólans). Einnig mun Barnakór Strandabyggðar flytja tvö lög og Rokkbandið eitt lag.

Forráðafólk nemenda fær sendan tölvupóst með nánari upplýsingum þegar nær dregur.

Slóð á Youtube síðu Strandabyggðar vegna sveitarstjórnarfundar

Þorgeir Pálsson | 08. nóvember 2022
Hér er slóð á Youtube síðu Strandabyggðar, en þar verður sveitarstjórnarfundi 1338 streymt kl 16:00 í dag.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

https://www.youtube.com/channel/UCeIjqjE2w2-V0IMQ9ZxplvA

Sveitarstjórnarfundur 1338 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 05. nóvember 2022


Fundur nr. 1337 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 8. nóvember kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:


1. Fjárhagsáætlun Strandabyggðar 2023 og þriggja áætlun 2024-2026
2. Fasteignagjöld, álagningarhlutfall og afslættir aldraðra
3. Útsvarshlutfall 2023
4. Gjaldskrár Strandabyggðar 2023
5. Viðauki V
6. Lántaka Strandabyggðar fyrir afborgunum ársins
7. Opið bréf frá Hafdísi Sturlaugsdóttur varðandi samfélagssáttmála um styrkveitingar
8. Samfélagssáttmáli um styrkveitingar
9. Siðareglur sveitarstjórnar Strandabyggðar
10. Samningur við Sýslið v. samnings um upplýsingamiðstöð
11. Stofnframlag í byggingu raðhúss
12. Flutningur dreifnáms, minnisblað sveitarstjóra
13. Hugmyndasamkeppni um nýtingu Tanksins, minnisblað sveitarstjóra
14. Umsókn um greiðslu námskostnaðar v. skólagöngu barns utan lögheimilis
15. Sýslumaður Suðurlands umsögn v. sölu á bjór hjá Galdri brugghús
16. Fine Foods umsókn um leyfi til lagnar þaralínu í Steingrímsfjörð
17. Fræðslunefnd fundur 7. nóvember
18. Fundargerð starfshóps um aukið samstarf í velferðarþjónustu frá 26. október 2022, ásamt kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna á Vestfjörðum
19. Forstöðumannaskýrslur
20. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
21. Ályktanir frá Hafnasambandsþingi 27.-28. október 2022
22. Ályktun um loftgæði á Íslandi 2022-2033
23. Samband sveitarfélaga fundargerð nr. 914 frá 12. október 2022
24. Hafnarsamband Íslands fundargerð nr. 446 frá 26. október 2022

Lausamunir á opnum rýmum

Þorgeir Pálsson | 28. október 2022

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Nokkuð er um að íbúar staðsetji lausamuni á opnum svæðum í þorpinu.  Það er stundum skiljanlegt, t.d. ef forða þarf munum vegna veðurs eða ef eitthvað bilar.  En við kjósum þó að hafa eitthvað skipulag á því, hvar lausamunir séu geymdir.  Í Norðurfjörunni, fyrir neðan Brynjólfshús, hafa sportbátar t.d. verið staðsettir yfir veturinn og viljum við benda eigendum slíkra báta á að nýta sér það svæði.

Hvað varðar aðra lausamuni, þurfa eigendur þeirra síðan að staðsetja annars staðar en á þessum opnu svæðum.  Sveitarfélagið býður t.d. aðstöðu á geymslusvæði sveitarfélagsins.

En umfram allt, ræðum málin og finnum lausn.  Hafið því endilega samband við sveitarstjóra í síma 899-0020 eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is eða ræðið málið við starfsmenn áhaldahúss, og við finnum sameiginlega lausn.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Samfélagssáttmáli um styrkveitingar - framlenging á frest til athugasemda

Þorgeir Pálsson | 28. október 2022
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það hafa mjög fáar efnislegar athugasemdir eða ábendingar borist varðandi drög að samfélagssáttmála, sem kynnt voru á heimasíðu sveitarfélagsins 24 okt sl.  Við framlengjum því frestinn til loka dags, mánudaginn 31. október n.k.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón