A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Strandsvæðisskipulag Vestfjarða 2022

Salbjörg Engilbertsdóttir | 15. júní 2022

 

Fyrir liggur tillaga að Strandsvæðisskipulagi Vestfjarða 2022 sem kynnt er samkvæmt 12. gr. laga um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88/2018.
 
Í skipulagstillögunni er sett fram stefna um nýtingu svæðis sem nær yfir firði og flóa frá Bjargtöngum í suðri að Straumnesi í norðri. Nú stendur Skipulagsstofnun fyrir kynningarfundum um skipulagstillöguna, sem verða haldnir á eftirfarandi stöðum:
 
Öll sem hafa áhuga eru hvött til að koma og kynna sér tillöguna og taka þátt í umræðum.
 
Skipulagstillöguna ásamt frekari upplýsingum um kynningartíma og frest til að koma að athugasemdum er aðgengileg á www.hafskipulag.is og liggur jafnframt frammi hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík og á skrifstofum Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps, Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar, Súðavíkurhrepps og Strandabyggðar.
 
Svæðisráð Vestfjarða

 

Tilnefningar til menningarverðlauna Strandabyggðar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. júní 2022


Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar árið 2022.

Í ár verður Lóan, menningarverðlaun Strandabyggðar, veitt í þrettánda skiptið. Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu á liðnu ári ásamt því að oft eru veitt hvatningarverðlaun til frekari starfa í menningarmálum. 

Árið 2021 hlaut Arnkatla lista- og menningarfélag menningarverðlaun fyrir ötult starf á sviði menningarmála í Strandabyggð en Svavar Knútur Kristinsson hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir aðkomu sína að menningarviðburðum í sveitarfélaginu.

Fyrri verðlaunahafar eru þessir:
2021 Arnkatla, lista- og menningarfélag
2020 Jón Jónsson
2019 Leikfélag Hólmavíkur
2018 Dagrún Ósk Jónsdóttir og Náttúrubarnaskólinn
2017 Steinshús
2016 Sauðfjársetur á Ströndum
2015 Sigríður Óladóttir
2014 Leikfélag Hólmavíkur
2013 Sauðfjársetur á Ströndum
2012 Einar Hákonarson
2011 Þjóðfræðistofa
2010 Samstarfsverkefni grunn- og tónskóla og leikfélags

Sérstök viðurkenning hefur verið veitt eftirtöldum:
2021 Svavar Knútur Kristinsson
2020 Kristín Einarsdóttir
2019 Sunneva Þórðardóttir
2017 Esther Ösp Valdimarsdóttir
2016 Sigríður Drífa Þórólfsdóttir og Birkir Þór Stefánsson
2013 Viðar Guðmundsson
2010 Sigurður Atlason

Heiðursverðlaun hafa verið veitt eftirtöldum:
2018 Ása Ketilsdóttir
2015 Galdrasýning á Ströndum
2012 Sauðfjársetur á Ströndum
2011 Leikfélag Hólmavíkur

Öflugt lista og menningarstarf er verðmætt öllum samfélögum en ekki síst litlum sveitarfélögum á borð við Strandabyggð og því er dýrmætt að verðlauna það sem vel er gert.

Tilnefningum, ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is til kl.16:00 sunnudaginn 19.júní.


Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd  velur úr innsendum tillögum og veitir verðlaunin á Hamingjudögum.

Viðvera byggingafulltrúa í júlí

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. júní 2022

Byggingarfulltrúi Stranda, Dala- og Reykhólahrepps verður í sumarleyfi frá 27. júní til 17. júlí. Þeir sem óska eftir framkvæmdaleyfi á þeim tíma eru beðnir um að hafa samband sem fyrst á netfangið byggingarfulltrui@strandabyggd.is eða hringja í síma 451-3510.


Sjómannadagurinn 2022

Þorgeir Pálsson | 12. júní 2022
Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra, sem og landsmönnum öllum, innilega til hamingju með daginn!

Kveðja frá Strandanbyggð.

Sveitarstjórnarfundur nr. 1333

Þorgeir Pálsson | 11. júní 2022

Sveitarstjórnarfundur 1333 í Strandabyggð 

Fundur nr. 1333 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 14. Júní 2022 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Áfrýjunarbeiðni í dómsmáli Þorgeirs Pálssonar gegn Strandabyggð
  2. Ráðning sveitarstjóra 
  3. Kynning endurskoðanda á stöðu Strandabyggðar
  4. Erindi frá fyrrum sveitarstjórn, krafa um svör, dags. 31.maí 2022
  5. Staðfesting á skipan í fastanefndir Strandabyggðar
  6. Tilboð í smíði inngangs í félagsmiðstöðina Ozon í kjallara félagsheimilis
  7. Samningur um umsjón girðinga
  8. Launastefna Strandabyggðar útgáfa 2.
  9. Skipan fulltrúa í nefndir og ráð
    1. Byggðasamlag um málefni fatlaðra
    2. Fulltrúaráð Vestfjarðastofu
    3. Sterkar Strandir
  10. Ársreikningur Náttúrustofu
  11. Menntun til sjálfbærni, lagt fram til kynningar
  12. Félag atvinnurekanda, áskorun vegna fasteignaskatts, lagt fram til kynningar.

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Þorgeir Pálsson

Jón Sigmundsson

Sigríður Jónsdóttir

Matthías Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Kallaður verður inn varamaður v. liðar 1 og 2, Guðfinna Magney Sævarsdóttir

 

Stefnt er á að streyma fundinum á eftirfarandi slóð, smellið hér

  

Strandabyggð 11.júní 2022

Þorgeir Pálsson, Oddviti.

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón