Tengill á sveitarstjórnarfund
Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti
Til sölu er liðléttingur Avant 528m, árg. 2010, ekinn 2440 tímar
Fylgir:Taðkló, lítil skófla, stór skólfa, lyftara gaflar og 2 stk gömul dekk á felgum.
Ath! Skóflutjakkur sígur
Ásett verð 2.000.000.-
Upplýsingar gefur Sverrir í síma 892-6909
Fundur nr. 1337 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 11. október kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Trúnaðarmál (fundur lokaður en streymi hefst að lokinni umræðu)
2. Fjárhagsáætlun 2023-2026
3. Endurreikningur á launum sveitarstjóra og sveitarstjórnarmanna v. vísitöluútreiknings þingfararkaups
4. Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Strandabyggð
5. Drög að auglýsingu um nýtingu gamla tanksins
6. Fulltrúi og varamaður í almannavarnarnefnd
7. Stofnun starfshóps um samstarf í velferðarþjónustu
8. Stofnun starfshóps um skiptingu tekna Fiskeldissjóðs
9. Forstöðumannaskýrslur
10. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
11. Fundargerð US nefndar 06. október 2022
12. Fundargerð ADH nefndar 10. Október 2022
13. Ársskýrsla Héraðssambands Strandamanna til kynningar og ósk um áframhaldandi styrktarsamning
14. Beiðni frá Lionsklúbbnum á Hólmavík vegna samnings
15. Ársskýrsla og ársreikningur Leikfélags Hólmavíkur til kynningar og ósk um áframhaldandi styrktarsamning
16. Ársskýrsla og ársreikningur Sauðfjárseturs ses til kynningar og styrktarsamningur ársins 2022 ásamt ósk um áframhaldandi styrktarsamning
17. Ársskýrsla og ársreikningur Strandagaldurs ses til kynningar og styrktarsamningur ársins 2022 ásamt ósk um áframhaldandi styrktarsamning
18. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð 140. fundar 29. september 2022 ásamt ársskýrslu og kosningu fulltrúa í nefndina, til kynningar
19. Samband sveitarfélaga fundur nr. 913 frá 28. september 2022
20. Ályktun frá Skógræktarfélagi Íslands v. vinnu við skipulagsáætlun
21. Áskorun frá félagi atvinnurekanda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldri borgara vegna hækkunar fasteignagjalda
Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Þorgeir Pálsson
Jón Sigmundsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Stefnt er á að streyma fundinum á youtube síðu Strandabyggðar. Hlekkur birtur samdægurs
Strandabyggð 7. október 2022
Þorgeir Pálsson oddviti
Kæru íbúar Strandabyggðar,
Það er mikið að gerast í Strandabyggð þessa dagana.
Réttir
Eins og flestir sjálfsagt vita, voru tvær nýjar réttir teknar í notkun í september, Krossárrétt og Staðardalsrétt. Þar unnu bændur í Strandabyggð mikið og gott verk og undirstrikuðu mikla framsýni, fagþekkingu og samvinnu. Báðar hafa þegar sannað gildi sitt og menn hæstánægðir með útkomuna.
Sundlaugin
Meirihluti sveitarstjórnar tók þá ákvörðun á síðasta sveitarstjórnarfundi, að gera breytingar á framkvæmdaáætlun þessa árs, á þann hátt að hætt var við að byggja nýjan inngang á Grunnskólann en í stað þess verður gamli inngangurinn rifinn og honum lokað og fjármagn fært í staðinn í tækjakaup fyrir sundlaugina. Því miður er ástand tækja í sundlauginni afar bágborið og hefur verið í áraraðir. Í sumar var ástandið oft sérlega erfitt og má þar helst nefna ólag á hitastýringu, sveiflur í klórmagni ofl. það er von okkar að nú skapist meira rekstraröryggi og þar með minni óþægindi fyrir gesti. Sundlaugin og íþróttamiðstöðin eru okkar helsta afl í eflingu lýðheilsu og samveru íbúa.
Leikskólinn
Það stóð til að ráðast í framkvæmdir á leikskólalóðinni á árinu og var verkefnið auglýst snemma í vor. Enginn sótti þó um og því erum við á byrjunarreit. Og þó ekki, því komin er af stað hugmyndavinna með starfsfólki leikskólans um tillögur að nýrri lóð, og framundan eru hugarflugsfundir með foreldrum og krökkunum í leikskólanum. Markmiðið er að endanlegar hugmyndir liggi fyrir í lok október og þá verður verkefnið auglýst aftur. Framkvæmdir hæfust svo í vor. Í þessu sem og svo mörgu öðru, er mikilvægt að vita hvað þarf að gera áður en framkvæmdir hefjast.
Hótel, hleðslustöðvar, skipulagsmál, húsnæðismál ...
Eins og fram hefur komið, eru viðræður í gangi við aðila sem vilja reisa hótel á Hólmavík. Þær viðræður ganga vel. Einnig er rætt við aðila sem vilja setja upp hleðslustöðvar hér og er nú verið að vinna tillögur í þeim efnum. Þá er mikilvæg vinna við endurskoðun Aðalskipulags Strandabyggðar í gangi og í þeirri vinnu er m.a. rætt um húsnæðismál og þá húsnæðisþörf sem blasir við í Strandabyggð. Þar horfum við á Brandskjól sem framtíðaríbúðasvæði. Einnig þarf að huga að framboði á iðnaðarlóðum, við ætlum að ræða endurskipulagningu á Tanganum við útgerðarmenn ofl. ofl.
En þó svo umræðan sé víðfem, þá gerist þetta ekki allt í einu. Það þarf hins vegar að hugað að þessu öllu núna, þannig að við getum fært þessa framtíðarsýn inn í næsta Aðalskipulag.
Hvernig Strandabyggð viljum við? Í leit að svarinu, þurfum við að horfa til næstu áratuga og það er ótrúlega spennandi vinna. Ég hvet alla til að hugleiða með sjálfum sér og öðrum; hvernig samfélag viljum við sjá?
Ég hvet einnig alla íbúa og aðra sem hafa áhuga á þróun og uppbyggingu í Strandabyggð, að senda okkur póst á strandabyggd@strandabyggd.is eða hafa samband við mig í síma 899-0020 og/eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is Svo er líka alltaf gaman að fá fólk í heimsókn að Hafnarbraut 25. Þið eruð velkomin!
Kveðja,
Þorgeir Pálsson
oddviti