A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kveðja til Húnabyggðar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. ágúst 2022

Kæra sveitarstjórn og íbúar Húnabyggðar,

Fyrir hönd íbúa Strandabyggðar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar vegna þess harmleiks sem átti sér stað á Blönduósi um helgina. Hugur okkar er hjá ykkur og öllum þeim sem um sárt eiga að binda vegna þessara atburða.

Sveitarstjórn Strandabyggðar.

Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. ágúst 2022

Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu verður haldinn mánudaginn 29. Ágúst kl. 16.00 á skrifstofu Sorpsamlagsins á Skeiði 3.


Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

1. Setning fundar og kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla framkvæmdastjóra og fráfarandi stjórnar
3. Ársreikningur 2021 staðfesting
4. Ákvörðun um ráðstöfun vegna hagnaðar/taps
5. Staða bókhalds ágúst 2022
6. Ákvörðun um laun stjórnarmanna
7. Kosning þriggja aðalmanna í stjórn og undirritun tilkynningar til fyrirtækjaskrár
8. Kosning endurskoðanda
9. Gjaldskrá Sorpsamlagsins
10. Önnur mál

Upptökur af sveitarstjórnarfundum

Þorgeir Pálsson | 19. ágúst 2022
Upptaka af sveitarstjórnarfundi 1335 frá 9.ágúst s.l. er nú aðgengileg hér.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri

Laust afleysingastarf á skrifstofu Strandabyggðar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 17. ágúst 2022
Laus er staða við afleysingar á skrifstofu Strandabyggðar.  Um er að ræða 50% stöðu við almenna afgreiðslu, innheimtu, bókhald og ýmis tilfallandi skrifstofustörf á tímabilinu 10:00-14:00. Gerð er krafa um reglusemi, nákvæmni, ritfærni og kunnáttu á office kerfin. Þekking á DK kerfinu og One system málavörslukerfinu er kostur.

Æskilegt er að störf hefjist sem fyrst.  
Laun skv. samningi Sambands sveitarfélaga og Kjalar/Verk vest. Umsóknarfrestur er til miðnættis 24. ágúst 2022 og þarf starfsferilskrá að fylgja með umsókninni.

Nánari upplýsingar í s.451-3510 og á netfanginu strandabyggd@strandabyggd.is

Strandabyggð auglýsir eftir verktaka við Krossárrétt

Þorgeir Pálsson | 17. ágúst 2022

Strandabyggð auglýsir eftir verktaka til að setja upp rétt við Krossárósa í Bitrufirði


Verklýsing:

  • Viðkomandi þarf að setja niður 9 rafmagnsstaura.  Hver staur er um 2 metrar og þarf að fara ca 90 cm niður
  • Tengja fjárgrindur milli stauranna.  Hver grind er 180x110 cm. Gerð: 1,8 Open rail hurdle
  • Setja niður um 160 metra af girðingu við réttina.  Gerð: Girðinganet Dragon 6 str, 100m grænt
  • Gaddavír settur neðst.  Gerð: IOWA járnvír 200M, 2,5 MM
  • Staurar: Staurar 70 x1800mm yddaðir

Teikningu byggingarfulltrúa má nálgast hjá sveitarstjóra.

Efni er keypt eða útvegað af verkkaupa og verður á staðnum
Verklok: 8. september:  Verktaki skal skila sinni vinnu í síðasta lagi 8. september n.k. kl 16:00.  Vinna við verkið ætti að geta hafist snemma í vikunni 22-26. ágúst.

Frestur til að skila tilboði er á miðnætti sunnudaginn 21.ágúst n.k.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Þorgeir Pálsson sveitarstjóri í síma 899-0020 eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is 

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón