Hreinsitækni og losun rotþróa
Bíll frá Hreinsitækni verður á ferðinni þriðjudaginn 30.ágúst og losar rotþrær í Strandabyggð norðan Hólmavíkur og vestur í Djúp. Eigendur og íbúar eru vinsamlegast beðin um að aðgengilegt sé fyrir losun.
Vetrarstarf UMFG hefst mánudaginn 29. ágúst.
Enn er unnið að því að fullmanna þjálfarastöður og ef einhver er þarna úti tilbúin í að starfa með okkur þá sendið okkur endilega línu á umf.geislinn@gmail.com
Á skráningarformi má sjá hvað æfingar verða í boði og viljum við vekja athygli á eftirfarandi:
Fyrir skólahreysti á fimmtudögum og skipulagða hreyfistund á föstudögum verður EKKI innheimt æfingajald á vegum Geisla þar sem starfsfólk skólans sinnir þeim æfingum. Til að skrá sig á æfingar smellið hér.
Þá verður einnig Íþróttaskóli í boði fyrir börn á leikskólaaldri. Umsjónaraðili er Kristin Anna Oddsdóttir. Kristín Anna hefur lokið við "þjálfari 1" hjá ÍSÍ. Athygli er vakin á því að tímarnir 10 verða ekki allir í röð en þá daga sem ekki er tími verður salurinn opinn fyrir foreldra að sjá um. Hvetjum við foreldra þátttakenda til að skipuleggja sín á milli nýtingu á þeim tímum með börnum sínum.
08. september tími 1
15. september Salur opinn fyrir foreldra til að vera með umsjón
22. september tími 2
29. september tími 3
6. október tími 4
13. október tími 5
20. október Salur opinn fyrir foreldra til að vera með umsjón
27. október Salur opinn fyrir foreldra til að vera með umsjón
3. nóvember tími 6
10. nóvember tími 7
17. nóvember tími 8
25. nóember tími 9
1. desember tími 10
Skráning þáttöku slóð sem finna má hér.
Kæra sveitarstjórn og íbúar Húnabyggðar,
Fyrir hönd íbúa Strandabyggðar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar vegna þess harmleiks sem átti sér stað á Blönduósi um helgina. Hugur okkar er hjá ykkur og öllum þeim sem um sárt eiga að binda vegna þessara atburða.
Sveitarstjórn Strandabyggðar.
Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu verður haldinn mánudaginn 29. Ágúst kl. 16.00 á skrifstofu Sorpsamlagsins á Skeiði 3.
Dagskrá fundarins er svohljóðandi:
1. Setning fundar og kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla framkvæmdastjóra og fráfarandi stjórnar
3. Ársreikningur 2021 staðfesting
4. Ákvörðun um ráðstöfun vegna hagnaðar/taps
5. Staða bókhalds ágúst 2022
6. Ákvörðun um laun stjórnarmanna
7. Kosning þriggja aðalmanna í stjórn og undirritun tilkynningar til fyrirtækjaskrár
8. Kosning endurskoðanda
9. Gjaldskrá Sorpsamlagsins
10. Önnur mál