A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2022

Þorgeir Pálsson | 16. ágúst 2022
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2022 hefur verið staðfestur af sveitarstjórn og má hann fnna hér

Ferlið hefur verið þannig, að í byrjun júlí voru drög send á bændur og sveitarstjórn og bárust góðar ábendingar og athugasemdir.  Samráð var haft við einstaka bændur um viss svæði. Lokaeintak var síðan lagt fyrir sveitarstjórn á sveitarstjórn á fundi 1335 þann 9.8. að höfðu samráði við atvinnu, dreifbýlis- og hafnarnefnd.  

Í haust, að afloknum réttum, er meiningin að halda samráðsfund með bændum og ræða þar ýmis hagsmunamál, eins og gerð fjallskilaseðils, girðingarmál ofl.

Unnið er að smíði nýrrar réttar í Staðardal og er sú í landi Hrófbergs.  Þá er unnið að undirbúningi að nýrri rétt í Bitrufirði.

Bændum og öllum hlutaðeigandi eru hér með færðar þakkir fyrir jákvæð viðbrög og samvinnu varðandi gerð þessa seðils.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri




Aðalfundur Hornsteina fasteignafélags ehf.

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. ágúst 2022


Aðalfundur Hornsteina ehf. fasteignafélags verður haldinn miðvikudaginn 17. Ágúst kl. 17.00 2022 í Hnyðju

Dagskrá fundarins:
1. Ársreikningur 2021, undirritaður af fráfarandi stjórn
2. Stjórnarskipti, undirritun prókúru og tilkynningar í fyrirtækjaskrá
3. Önnur mál

Viktoía Rán Ólafsdóttir stjórnarfomaður

Starfsfólk óskast í skammtímavistun á Reykhólum

| 11. ágúst 2022

Starfsfólk óskast í vaktavinnu í skammtímavistun hjá einstakling á Reykhólum þar sem unnið verður í þrjár vikur í september.

Mjög skemmtilegt og krefjandi starf í fallegu og rólegu umhverfi.

Umsóknarfrestur er til og með 26. ágúst 2022.

Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

Tengill á sveitarstjórnarfund

Þorgeir Pálsson | 09. ágúst 2022
Hér er tengill á sveitarstjórnarfund 1335 hjá sveitarstjórn Strandabyggðar, sem haldinnn er í dag, 9.8 kl 16:00 í Hnyðju.

Það sem koma skal!

Þorgeir Pálsson | 05. ágúst 2022

Kæru íbúar Strandabyggðar, 

Eins og sumir tóku eftir, fengum við góða heimsókn í dag. Skemmtiferðaskipið Greg Mortimer, frá fyrirtækinu Aurora Expeditions, lagðist við akkeri rétt fyrir utan höfnina.  Gúmíbátar ferjuðu talsverðan fjölda gesta í land, sem gengu um götur Hólmavíkur, fóru á Galdrasafnið ofl.  Skipið, sem er nýlegt, smíðað 2019, er í sinni fyrstu ferð til Íslands.  Héðan fer það inn á Eyjafjörð og heimsækir Akureyri.  Skip af þessari stærðargráðu getur hæglega heimsótt Hólmavík og lagst að bryggju og nú vinnum við saman að því að svona heimsóknir verði mun algengari á næstu árum.  Tækifærið er til staðar.

Framundan er mjög efnismikill sveitarstjórnarfundur þann 9.8. n.k., þar sem m.a. verður tekið fyrir erindi um hugsanlega hótelbyggingu á Hólmavík.  Það er mjög jákvætt og ánægjulegt að þetta erindi sé komið inn á borð sveitarstjórnar, því hótelbygging hér myndi breyta mjög miklu hvað varðar stöðu Strandabyggðar í ferðaþjónustu, ráðstefnuhaldi og viðburðastjórnun.  Slíkri byggingu fylgja að auki margvísleg hliðaráhrif og má þar kannski fyrst nefna eftirspurn eftir húsnæði, þjónusta iðnaðarmanna ofl. 

Strandabyggð vinnur nú að endurskoðun á aðalskipulagi þar sem við þurfum að horfa fram í tímann, hugsa stórt og reyna að sjá fyrir okkur Strandabyggð eftir tugi ára.  Í endurnýjuðu aðalskipulagi þarf að gera ráð fyrir aukinni íbúðabyggð, stærra iðnaðarsvæði og hugsanlegu hóteli, þannig að tímasetning þessa erindis er sérlega góð og felur í sér mikið og margþætt tækifæri.

Verum jákvæð og leyfum okkur að hugsa fram í tímann.  Það er ávísun á framþróun.

Góða helgi!

Kveðja

Þorgeir Pálsson

oddviti

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón