Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2022
Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2022 hefur verið staðfestur af sveitarstjórn og má hann fnna hér.
Ferlið hefur verið þannig, að í byrjun júlí voru drög send á bændur og sveitarstjórn og bárust góðar ábendingar og athugasemdir. Samráð var haft við einstaka bændur um viss svæði. Lokaeintak var síðan lagt fyrir sveitarstjórn á sveitarstjórn á fundi 1335 þann 9.8. að höfðu samráði við atvinnu, dreifbýlis- og hafnarnefnd.
Í haust, að afloknum réttum, er meiningin að halda samráðsfund með bændum og ræða þar ýmis hagsmunamál, eins og gerð fjallskilaseðils, girðingarmál ofl.
Unnið er að smíði nýrrar réttar í Staðardal og er sú í landi Hrófbergs. Þá er unnið að undirbúningi að nýrri rétt í Bitrufirði.
Bændum og öllum hlutaðeigandi eru hér með færðar þakkir fyrir jákvæð viðbrög og samvinnu varðandi gerð þessa seðils.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri