A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fjölmennt á Húmorþingi með hjálp internetsins

| 29. mars 2021
Jón Jónsson fer með lygasögu
Jón Jónsson fer með lygasögu
Húmorsþing fór fram á Hólmavík um nýliðna helgi. Vegna samfkomutakmarkanna var beðið með hluta kvöldskemmtunnar þar til síðar og eigum við þá von á afar góðu.

Þingið sjálft var þó haldið með breyttum hætti, undir tíu manns fengu að sitja í sal en við hin fegum að njóta í gegn um netið og var mæting og þátttaka góð. Erindin voru virkilega fróðleg, fjölbreytt og skemmtileg og hægt er að horfa á upptökuna á vefsvæði Húmorsþingsins á Facebook

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Þjóðfræði og Arnkatla stóðu fyrir þinginu með styrk frá Sterkum Ströndum.



Húmor, sjósport, ljós og meira stuð

| 24. mars 2021
Það er sannarlega nóg um að vera í Strandabyggð þessa dagana. Varðskipið Þór er í höfninni og hefur boðið börnum um borð, hver veit nema það sé í tilefni af því að í dag, miðvikudaginn 24. mars, verður stofnfundur Sjóíþróttafélags Steingrímsfjarðar á Kaffi Galdri kl 17:00. Þangað erum við öll velkomin og verður gaman að fylgjast með vexti fjölbreyttra útivistarmöguleika í og á sjó í okkar lygna firði.

Í kvöld og á morgun býður Leikfélag Hólmavíkur jafnframt upp á gjaldfrjálst ljósanámskeið í Félagsheimilinu á Hólmavík fyrir alla þá sem hafa áhuga á að nýta nýjan og glæsilegan tæknibúnað sem Leikfélagið hefur fjárfest í með stuðningi Sterkra Stranda.
Á morgun, fimmtudag, er auk ljósanámskeiðs aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík. Sérstök páskaopnun verður svo í Ozon um kvöldið fyrir alla krakka í 5.-10. bekk með páskakahoot og verðlaunum frá Krambúðinni.

Á föstudag fer árshátíð Grunnskólans svo fram með nýstárlegum hætti í félagsheimilinu en það þjóna kennarar og starfsfólk börnum til borð í glæsilegri 80s veislu sem börnin hafa undirbúið. Um kvöldið heldur miðstigið svo bekkjarkvöld í félagsmiðstöðinni Ozon.

Komandi helgi verður jafnframt haldið Húmorsþing á Hólmavík að frumkvæði Rannsóknarseturs HÍ í þjóðfræði og Arnkötlu. Vegna sóttvarnarreglna er nauðsynlegt að skrá sig en við erum öll velkomin meðan fjöldatakmarkanir leyfa. Nánari upplýginar um Húmorsþingið er að finna á Facebook.

Tónlistarmyndband Tónskólans

| 19. mars 2021
Skjáskot úr nýja myndbandinu
Skjáskot úr nýja myndbandinu
Uppskeruhátíð tónlistarskólanna, sem er yfirleitt haldin á hverju ári, heitir Nótan og yfirleitt eru nokkur tónlistaratriði valin á landsvísu til að koma fram sem skemmtiatriði á hátíðinni. Árið 2020 var afmælisár hátíðarinnar og þá stóð til að allir tónlistarskólar landsins sendu inn atriði. Því miður þurfti að fella þá hátíð niður af ástæðum sem við þekkjum og nú var ákveðið að árið 2021 yrði "net-Nótan" haldin og hver tónlistarskóli myndi senda inn myndband með efnistökum sem eru nokkuð frjáls.

Tónskólinn á Hólmavík hefur tekið upp lag og tónlistarmyndband þar sem nemendur Tónskólans sjá um allan hljóðfæraleik og söng. Bragi Þór Valsson og Vera Ósk Steinsen útsettu lagið og Bragi sá einnig um hljóðupptökur, hljóðblöndun, upptöku og klippingu myndbands. 

Hluti myndbandsins verður sýndur í sérstökum Net-Nótuþáttum á sjónvarpsstöðinni N4 með vorinu og eins verður myndbandið aðgengilegt á vefsíðum Samtaka Tónlistarskólastjóra og Kennarasambands Íslands og einnig í N4-hlutanum hjá safni Sjónvarps Símans.

Myndbandið í heild sinni má finna á Youtube með því að smella hér.

Kjörbúðin hefur opnað fyrir umsóknir um samfélagsstyrki

| 17. mars 2021

Kjörbúðin hefur nú opnað fyrir umsóknir um samfélagsstyrki fyrir árið 2021. Opið verður fyrir umsóknir til 10. apríl næstkomandi og hægt er að nálgast umsóknarformið á vefsíðu verslunarinnar.

„Samfélags ábyrgð er mikilvægur þáttur í allri starfsemi Samkaupa og er samþætt með öllum verslunum fyrirtækisins. Einn af þeim þáttum sem okkur þykir hvað mikilvægastir í þeim efnum er að gefa til baka til samfélagsins og vænlegast þykir okkur að styrkja hin ýmsu samfélagsverkefni,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdarstjóri verslunarsviðs Samkaupa.


Megin áhersla Kjörbúðarinnar í styrktarmálum er að styðja við verkefni í nærsamfélögum verslunarinnar, en Kjörbúðin rekur 15 verslanir víðsvegar um landið.

...
Meira

Sumarstörf 2021 - Summerjobs 2021

Salbjörg Engilbertsdóttir | 17. mars 2021

Umsóknarfrestur framlengdur til 25. apríl nk.  

Enn vantar í nokkurmikilvæg störf:  Umsjónarmann vinnuskóla og umhverfis, Íþróttamiðstöð, Áhaldahús, umsjón með sumarnámskeiðum, leikskóla og liðveislu með börnum og atvinnu með stuðningi. 


Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir starfsmönnum í sumarstöf hjá stofnunum sveitarfélagsins sumarið 2021. Um er að ræða eftirtalin störf við þessar deildir:

Strandabyggð is open for applications for summer jobs in the municipality.

-Íþróttamiðstöð Strandabyggðar - Sportcenter and campsite

-Áhaldahús Strandabyggðar - Maintenance team

-Umsjónarmaður vinnuskóla Strandabyggðar og umhverfisverkefnum - Work school leader and environmental projects

-Leikskóli - Ath! lokað er á leikskóla í 5 vikur / Kindergarden (closed for 5 weeks during summer)
-Félagsþjónusta - Liðveisla með fötluðum börnum /Social serviced - assistance with children with special needs
-Félagsþjónusta - Liðveisla í atvinnu með stuðningi / Social services - Employment with assistance

-Félagsþjónusta - heimaþjónusta / Social services - home assistance
-Vinnuskóli Strandabyggðar 13-17 ára - Work school for children

Information/Upplýsingar um störfin má nálgast hér.

Hægt er að skila umsóknum beint inn í gegnum google forms með þessari slóð hér (apply via google forms) en eyðublað sem hægt er að prenta út og fylla út í er birt hér

 

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 og er umsóknarfrestur út 6.apríl. Jafnframt er hægt að senda umsóknir í tölvupósti á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is. Á umsókn skal koma skýrt fram um hvaða starf er sótt. Ef sótt er um fleiri en eitt starf skal koma fram hvaða starf er fyrsti valkostur og hvað er til vara. Jafnframt skal taka fram ef viðkomandi getur ekki unnið allt sumarið og þá hvenær starfsmaðurinn þarf frí.  Further information at the office at Hafnarbraut 25, 451-3510 or by email on strandabyggd@strandabyggd.is


Athugið að Strandabyggð er tóbaks- og vímuefnalaus vinnustaður og athugið að þau störf sem krefjast þess að unnið sé með börnum og ungmennum er krafa um hreint sakavottorð.  We are tobacco and drugfree workplace and jobs with children will require clean criminal record.

 

Umsóknareyðublöð um störf hjá Strandabyggð má finna hér. (Apply on paper)

 
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón