A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starfsstækifæri í Ozon

| 20. ágúst 2021

Félagsmiðstöðin Ozon auglýsir eftir frístundaleiðbeinanda.
Ozon youth center is looking for youth workers - please be in touch if you are interested.


 


Markmið félagsmiðstöðva er að þjálfa félags- og samskiptafærni barna og unglinga í gengum leik og starf. Markhópur félagsmiðstöðva er börn og unglingar á aldrinum 10-16 ára.



Frístundaleiðbeinandi vinnur faglegt starf með börnum og unglingum og skipuleggur hópastarf og verkefni tengdum menningar-, félags- og forvarnarstarfi félagsmiðstöðvarinnar. Unnið er í anda lýðræðis á starfsstaðnum og vinnur markvisst er stefnt að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfinu. 



 

Umsóknafrestur er til 29. ágúst 2021.
Umsóknir berast á netfangið esther@strandabyggd.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.


Öll kyn eru hvött til að sækja um.



Nánari upplýsingar veitir Esther Ösp Valdimarsdóttir í síma 849-8620 eða á netfanginu esther@strandabyggd.is

...
Meira

Vegglistaverk afhjúpað

| 16. ágúst 2021
José að störfum
José að störfum
Í dag, mánudaginn 16. ágúst, klukkan 15 verður nýtt vegglistaverk afhjúpað á Hólmavík. Verkið er eftir listamanninn J. J. Mancho eða José Javier Mínguez sem búið hefur og starfað á Hólmavík nú í sumar.

Boðið verður upp á kaffi og kleinur og José um leið kvaddur, tímabundið vonandi, eftir störf sín fyrir sveitarfélagið í sumar en hann hefur jafnframt sinnt verkstjórn Vinnuskólans.

Nánar má fræðast um José og hans störf á vef Strandir.is


Bólusetningar föstudaginn 13. ágúst í Búðardal

| 12. ágúst 2021
Tilkynning frá Heilsugæslu Vesturlands: 

Bólusetningar!

Föstudaginn 13. ágúst verður í boði að fá bólusetningu með bóluefni frá Pfizer fyrir eftirfarandi hópa:
 Seinni bólusetning hjá þeim sem hafa fengið fyrri skammt af Pfizer.
 Örvunarskammtur fyrir þau sem hafa fengið Janssen bólusetningu fyrir a.m.k. 28 dögum. Þau sem eru með mótefni eftir covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen örvunarskammt þurfa ekki að mæta í annan pfizer örvunarskammt.

Það hafa verið send út boð fyrir þessa hópa til þeirra sem áður hafa fengið bólusetningu í Búðardal eða á Hólmavík. Fólk er vinsamlegast beðið um að mæta á þeim tíma sem boðið segir til um.

Milli kl. 12:00 og 13:00 er óbólusett fólk velkomið og einnig börn á starfssvæði HVE Búðardals og HVE Hólmavíkur sem fædd eru á árunum 2006, 2007, 2008 og börn sem fædd eru 13. ágúst eða fyrr á árinu 2009. Foreldrar sem þiggja bólusetningu fyrir börn sín eru beðnir um að fylgja börnum sínum og þannig veita þeir samþykki fyrir bólusetningunni. Foreldrar munu sitja við hlið barna sinna í bólusetningunni. Boð verða ekki send út vegna barna.

Bólusetning fer fram í sjúkrabílaskýlinu við Heilsugæslustöðina í Búðardal og viljum við minna á grímuskyldu á bólusetningarstað og að allir þurfa að bíða í um 15 mínútur eftir að bólusetning hefur verið gefin.

Vegna frekari upplýsinga má hafa samband í síma 432 1450 hjá HVE Búðardal.

Leitar- og réttardagar 2021

| 11. ágúst 2021

Fjallakskilaseðill fyrir Strandabyggð 2021 er í lokafrágangi. Hér er yfirlit um dagsetningar leitar- og réttardaga. Ef athugasemdir eru sendið þá ábendingar á skrifstofu Strandabyggðar eða hafið samband við Pétur Matthíassson, formann Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar, sem fyrst.

A. 

 

1. Leitarsvæði:  Frá Mórillu að Selá.

Fyrri leit:            Laugardaginn 11. september

Seinni leit:         Laugardagur 25. september

 

2. Leitarsvæði: Frá Selá að Hafnardalsá.

Fyrri leit:            Laugardaginn 28. ágúst

Seinni leit:         Laugardagur 11. september

 

3.-6. Leitarsvæði: Frá Hafnardalsá að Gjörvidal.

Haft er samráð við Reykhólahrepp og þá sem fjárvon eiga, um leit á svæði 3-6.

 

Leitarsvæði 1 og 2 tengjast ekki réttum, heldur er leitað og rekið beint í hús.

B.     

 

1. Leitarsvæði: Ósland

Fyrri leit:            Laugardaginn 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

2. Leitarsvæði: Vatnadalur, Aratungudalur, Hrófbergsfjall að Norðdal og Staðará

&

3. Leitarsvæði: Frá Norðdal að Króksfelli, Háuholtum að Tíðalæk

Fyrri leit:            Laugardaginn 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

Réttað verður í Staðarrétt sunnudaginn 19. september og sunnudaginn 3. október.

 

4. Leitarsvæði: Selárdalur að Króksfelli, Háuholtum að Tíðalæk.

Fyrri leit:            Laugardaginn 11. september

Seinni leit:         Laugardagur 25. september

 

Leitarsvæði 4, tengist ekki réttum, heldur er leitað og rekið beint í hús.


C.

 

1. Leitarsvæði: Frá Arnkötludalsá að Nautadalsá

Fyrri leit:            Föstudaginn 10. september

Seinni leit:         Laugardagur 25. september

 

2. Leitarsvæði: Frá Nautadalsá að Ósá

Fyrri leit:            Föstudagur 10. september

Seinni leit:         Laugardagur 25. september

 

Réttað verður í Skeljavíkurrétt föstudaginn 10. september og laugardaginn 25. september.

 
D.  

 

1. Leitarsvæði: Frá Deild, Kollafjarðarnes – Kirkjuból

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

2. Leitarsvæði: Miðdalur.

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

3. Leitarsvæði: Tungudalur að Arnkötludalsá.

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

Réttað verður í Kirkjubólsrétt sunnudaginn 19. september og sunnudaginn 3. október


E.    

 

1. Bunguleit – Nónfjallsleit. Leitarsvæði: Frá Deild – Steinadalsheiði

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

2. Fellsleit. Leitarsvæði: Steinadalsheiði, Steinadalur austan ár, Mókollsdalur vestan ár

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

3. Leitarsvæði: Mókollsdalur, Litlidalur og út að landamerkjagirðingu

Fyrri leit:            Laugardaginn 11. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október
Rekið er beint í fjárhús. 

 

Skilarétt í Kollafirði verður sunnudaginn 19. september og sunnudaginn 3. október


F.     

1. Hálsleit. Leitarsvæði: Broddanes- og Broddadalsárlönd út í Stigavík

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

Smalað er beint í hús.

 

2. Hálsleit. Leitarsvæði: Frá Grafarlandi að Stigavík

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

Smalað er beint í hús.

G.   

 

1. Gilleit. Leitarsvæði: Krossárdalur – Hærridalur – Kálfadalur – Mjóidalur

Kleifar út að girðingu. Eyrarfjall, Eyrarhlíð

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

Smalað er beint í hús.

 

2. Gröf. Leitarsvæði: Frá Einfætingsgili, Langavatnshólar að Hvítarhlíðarlandi.

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

Réttað er í Bitrufirði sunnudaginn 19. september og laugardaginn 2. október


H.  

 

1. Leitarsvæði: Fram-Bitra.

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:          Laugardagur 2. október

Leitarstjóra er heimilt að breyta dagsetningum til samræmis við fjárleitir í Dalabyggð og Hrútafirði.

Sveitarstjórnarfundur 1321 í Strandabyggð

| 06. ágúst 2021

Fundur nr. 1321, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 10. ágúst 2021 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Fjallskilaseðill 2021
  2. Fyrirspurn frá Þorgeiri Pálssyni varðandi þjónustukaup, útboð og styrki, dags. 12. júlí 2021
  3. Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu ehf frá 6. ágúst 2021
  4. Fundargerð Fræðslunefndar Strandabyggðar frá 5. ágúst 2021
  5. Samningur við Vestfjarðastofu um stuðning við Þróunarsetrið á Hólmavík á árinu 2021, í tengslum við styrktarflokkinn: Nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Jón Gísli Jónsson

Ásta Þórisdóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

Jón Jónsson

 

Strandabyggð 6. ágúst 2021

Jón Gísli Jónsson oddviti

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón