A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vetrarsól á Ströndum

| 05. janúar 2022
Hæglætishátíðin Vetrarsól á Ströndum sem er menningar- og listahátíð verður haldin síðustu helgi í janúar, 28.-30. jan. Væntanlega fer hún að langmestu leyti fram í streymi á netinu. 

Arnkatla - lista- og menningarfélag
stendur fyrir hátíðinni og hún hefur fengið stuðning frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Stjórnarfólk í Arnkötlu er Dagrún Ósk Jónsdóttir, Dagrún Magnúsdóttir, Jón Jónsson, Guðlaug G.I. Bergsveinsdóttir og Esther Ösp Valdimarsdóttir. Það var hópur listamanna syðra sem stóð fyrir hátíðinni til að byrja með, með aðstoð heimamanna. Þar voru og eru fremst í flokki Kristín Lárusdóttir og Svavar Knútur.

Þau sem vilja vera með innlegg og atriði eru beðin um að hafa samband við aðstandendur hátíðarinnar sem fyrst. Ef meiri tíma þarf til undirbúnings, þá vill stjórn Arnkötlu benda á að hátíðin Hörmungardagar er líka framundan, síðustu helgi í febrúar. Starfsvæði Arnkötlu er allar Strandir og Reykhólahreppur að auki - þannig að atriði frá listafólki og menningarvitum á öllu svæðinu eru vel þegin.

Auglýst eftir umsóknum í Sterkar Strandir - frestur til 31. jan. kl. 16:00

| 03. janúar 2022

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í tengslum við Sterkar Strandir. Um er að ræða þriðju úthlutun í verkefninu, en verkefnið er hluti af byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir í Strandabyggð.


Umsóknarfrestur er til kl. 16 mánudaginn 31. janúar 2022
.


Til ráðstöfunar eru 7 milljónir króna í þessari úthlutun. Verkefnum sem verða styrkt að þessu sinni þarf að vera lokið í síðasta lagi 28. febrúar 2023, og eru umsækjendur beðnir um að hafa það að leiðarljósi við gerð umsókna.

Meginmarkmið verkefnisins sem umsóknir þurfa að taka mið af:

  • Sterkir innviðir og öflug þjónusta
  • Stígandi í atvinnulífi
  • Stolt og sjálfbært samfélag

Á vefsíðu Byggðastofnunar má finna nánari útlistanir á gildandi reglum um styrkveitingar og markmiðaskjal verkefnisins.

Á vef Vestfjarðastofu, undir verkefninu Sterkar Strandir, má finna umsóknareyðublaðið og þar er sótt um.

Athugið að einungis er hægt að sækja um á netinu.

Ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda. Samstarf aðila sem að jafnaði starfa ekki saman styrkir umsóknina. Umsækjendur eru hvattir til að lesa leiðbeiningar og leita sér aðstoðar hjá verkefnisstjóra. Vönduð umsókn sem styður við framtíðarsýn og meginmarkmið verkefnisins er líklegri til árangurs. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með framgangi verkefnisins á netmiðlum, til að mynda á vef Vestfjarðastofu og á Facebooksíðu Sterkra Stranda.


Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Sigurður Líndal verkefnisstjóri í síma 611-4698 eða á netfanginu sigurdurl@vestfirdir.is 

Áramót, brenna og flugeldasýning

Salbjörg Engilbertsdóttir | 29. desember 2021

Vegna ástandsins í þjóðfélaginu v. Covid 19 og tilmæla lögreglunnar á Vestfjörðum hefur áramótabrennu sem halda átti á Skeljavíkurgrundum verið frestað til betri tíma. 

Björgunarsveitin Dagrenning mun engu að síður halda flugeldasýningu á gamlárskvöld en skotið verður upp frá Hólmavíkurhöfn kl. 18.00. Athugið breytta tímasetningu og staðsetningu!

Við hvetjum íbúa til að fara varlega og gæta smitvarna og njóta samvista með sínu fólki eins og kostur er og innan gildandi takmarkana.  Við hvetjum alla til að styrkja okkar frábæru björgunarsveit með kaupum á flugeldum, rótarskotum eða með innleggi á bankareiknig 1161-26-290 550382-0249.

Sendum ykkur öllum hugheilar óskir um gleðilegt nýtt ár og þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Samþykktar reglur hjá Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 28. desember 2021

Á fundi sveitarstjórnar nr. 1326 sem haldinn var 14. desember sl. voru lagðar fram til samþykktar innkaupareglur, launastefna og reglur um framlagningu viðauka hjá sveitarfélaginu. Reglur þessar eru álíka og hjá öðrum sveitarfélögum og skv. lagaumhverfi hins opinbera.

Launastefna
er hluti af starfsmannastefnu og leið í átt að jafnlaunavottun sveitarfélagsins.

Til að fylgja lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 voru samþykktar innkaupareglur Strandabyggðar sem finna má hér

Reglur um framlagningu viðauka við fjárhagsáætlun er hægt að sjá hér. Reikningsskila- og upplýsinganefnd Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins leggur til að sveitarfélög samþykki verklagsreglur sem eiga að vera grunnur að verklagi sveitarfélags við gerð viðauka og auðvelda sveitarstjórnum að setja skýrar reglur um einstakar ákvarðanir.

Endurskoðun Aðalskipulags Strandabyggðar – myndbandskynning skipulagslýsingar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 20. desember 2021

 

Skipulagslýsing fyrir endurskoðun aðalskipulags Strandabyggðar er nú til kynningar og umsagnar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Strandabyggð áætlaði að halda íbúafund í tengslum við lýsinguna en vegna heimsfaraldurs COVID-19 og staðfestra tilfella sem greinst hafa í sveitarfélaginu að undanförnu var ákveðið að falla frá þeim áformum.


Áhugasamir geta hins vegar kynnt sér skipulagslýsinguna og helstu viðgangsefni hennar í stuttu myndbandi sem skipulagsráðgjafar hjá Landmótun hafa útbúið og pdf skjali hér.


Strandabyggð stefnir að því að halda íbúafund í byrjun næsta árs.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón