Jólakveðjur úr Strandabyggð

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar 14. desember 2021 var lögð fram og samþykkt til kynningar skipulagslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Strandabyggðar 2010-2022. Í skipulagslýsingunni er m.a. gerð grein fyrir tildrögum og tilgangi endurskoðunar aðalskipulagsáætlunarinnar, helstu viðfangsefnum, forsendum, stöðu og gildandi stefnu, samráði, tímaáætlun skipulagsferlis og umhverfismati áætlunar.
Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lýsingin kynnt fyrir hagsmunaaðilum og tækifæri gefið á að skila inn umsögnum eða athugasemdum.
Skipulagslýsingin verður til sýnis á skrifstofu Strandabyggðar að Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík og á heimasíðu sveitarfélagsins www.strandabyggd.is, frá 16. desember 2021 til 14. janúar 2022 þegar athugasemdafrestur rennur út. Slóðin á skipulagslýsinguna er hér og útskýringar í myndbandi má sjá hér.
Athugasemdum ber að skila til skrifstofu Strandabyggðar eða á netfang embættis skipulagsfulltrúa skipulag@dalir.is merkt „Endurskoðun Aðalskipulags Strandabyggðar“.
Hólmavík 14. desember 2021.
Þórður Már Sigfússon,
skipulagsfulltrúi.
Fundur nr. 1326, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 14. desember 2021 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Jón Gísli Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Pétur Matthíasson
Jón Jónsson
Strandabyggð 10.desember 2021
Jón Gísli Jónsson oddviti
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf íþrótta- og tómstundafulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir skapandi og skipulagðan einstakling með forystuhæfileika og unun af samskiptum, jákvætt viðhorf og metnað. Viðkomandi þarf að vera hvetjandi og góð fyrirmynd. Um fullt starf er að ræða.
Um er að ræða nýtt og spennandi starf við að þróa og stýra málaflokkum íþrótta og tómstunda, forvörnum og lýðheilsuverkefnum á vegum Strandabyggðar. Viðkomandi leiðir stefnumörkun um verkefni sviðsins með fagnefndum og sveitarstjórn.
...