A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Heilbrigðisstofnun Vesturlands Hólmavík óskar eftir starfsmönnum í sumarafleysingar

| 15. mars 2021

Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík auglýsir eftir matráð í eldhús í vetrar og sumarafleysingar frá 1 apríl til 1 september 2021. Einnig starfsmönnum  í 60 til 90% starf frá ca 20. maí til ca 21. ágúst 2021 eða eftir nánara samkomulagi, við umönnun aldraðra og önnur tilfallandi störf. Um er að ræða vaktavinnu.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag.

...
Meira

Tillaga að starfsleyfi Háafells ehf. í Ísafjarðardjúpi

| 15. mars 2021

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Háafell ehf. vegna sjókvíaeldis laxfiska í Ísafjarðardjúpi. Um er að ræða eldi með allt að 6.800 tonna hámarkslífmassa á hverjum tíma. Háafell ehf. hefur verið með starsleyfi fyrir 7.000 tonn af regnboga og þorski í Ísafjarðardjúpi....
Meira

Engin Góugleði í ár!

| 10. mars 2021

Frá Góunefnd:

Kæru íbúar Strandabyggðar og aðrir velunnarar. Hér með tilkynnir Góunefndin að Góugleði í Strandabyggð 2021 er frestað og boðum við til Risa-Góugleði að ári.

Þrátt fyrir einhverjar tilslakanir undanfarið, þá sýnist okkur samt langt í að hægt verði að halda alvöru Góugleði. Þróunin síðustu daga sýnir okkur líka hversu viðkvæm staðan er í raun og því er þessi ákvörðun tekin.

Góan fer samt ekkert, hún bíður bara!

Sterkar Strandir - styrkveitingar. Ertu búin(n) að sækja um?

| 08. mars 2021
Auglýst er eftir umsóknum um styrki í tengslum við Sterkar Strandir.

Um er að ræða aðra úthlutun í verkefninu, en verkefnið er hluti af byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir í Strandabyggð. Umsóknarfrestur er til 12 á hádegi 10. mars 2021.

Tilráðstöfunareru 7 milljónir króna í þessari úthlutun. Verkefnum sem verða styrkt að þessu sinni þarf að vera lokið í síðasta lagi 31. desember 2021, og eru umsækjendur beðnir um að hafa það að leiðarljósi við gerð umsókna.

Meginmarkmið verkefnisins sem umsóknir þurfa að taka mið af:
  • Sterkirinnviðir og öflug þjónusta
  • Stígandi í atvinnulífi
  • Stolt og sjálfbært samféla

Ertu búin(n) að sækja um?  Á vef Vestfjarðarstofu,undir verkefninu Sterkar Strandir,má finna umsóknareyðublaðið og þar er sótt um. Athugið að einungis er hægt að sækja um á netinu. Hér getur þú sótt um!

Hér má líka fá upplýsingar um vrekefnið:

https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/sterkar-strandir

 

Og á facebookið https://www.facebook.com/sterkarstrandir


Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Sigurður Líndal verkefnisstjóri í síma 611-4698 eða á netfanginu sigurdurl@vestfirdir.is

Sveitarstjórnarfundur 1315 í Strandabyggð, 09.03.21

| 05. mars 2021

Sveitarstjórnarfundur 1315 í Strandabyggð

Fundur nr. 1315, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9. mars 2021 kl 16.00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Samningur við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  2. Forstöðumannaskýrslur og verkefni sveitarstjóra
  3. Nefndarfundir
    1. Ungmennaráð, 24.02.21
    2. Velferðarnefnd, 01.03.21
    3. Umhverfis- og skipulagsnefnd, 08.03.21
    4. Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, 08.03.21
  4. Styrkumsókn frá Strandagaldri
  5. Umsókn um skólavist í öðru sveitarfélagi
  6. Minnisblað frá skrifstofustjóra, vegna styttingar vinnuviku, afgreiðsla sveitarstjórnar
  7. Drög að reglum um birtingu fundargagna
  8. Sterkar Strandir, fundargerð staðarfundar frá 28.01.21 – til kynningar
  9. Vestfjarðastofa, stjórnarfundur nr. 33, frá 27.01.21 – til kynningar
  10. Samband íslenskra sveitarfélaga – fundargerð 895, frá 26.02.21 – til kynningar
  11. Samband íslenskra sveitarfélaga – staðfesting á þátttöku í starfrænu verkefni
  12. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, fundargerðir 61 og 62 frá 08.02.21 og 22.02.21 – til kynningar
  13. Hafnarsamband Íslands – fundargerð 432 frá 19.02.21– til kynningar.

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón