A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Menningarverðlaun Strandabyggðar

| 30. júní 2021
Svavar Knútur og Dagrún Ósk Mynd: Esther Ösp
Svavar Knútur og Dagrún Ósk Mynd: Esther Ösp
Lóan, menningarverðlaun Strandabyggðar, voru afhent föstudaginn 25. júní, í upphafi Hamingjudaga. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd velur verðlaunahafa í kjölfar tilnefninga frá íbúum en Hafþór Ragnar Þórhallsson er skapari Lóunnar.

Glimrandi mæting var á viðburðinn enda var listasýning Rutar Bjarnadóttur opnuð af samam tilefni.

Svavar Knútur Kristinsson hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til menningarmála á svæðinu. Svavar Knútur er reglulegur gestur hjá okkur. Hann heldur tónleika, fræðslur og viðburði ásamt því að heimsækja okkar yngsta og elsta fólk. Þess utan er hann einn upphafsmanna Vetrarsólar og ötull stuðningsmaður annarra hátíða á svæðinu, einkum Hörmungardaga. Svavar stefnir jafnframt að því að undirbúa starfsemi og nýtingu á gamla vatstankinum, hrafninum til heiðurs.

Arnkatla lista- og menningarfélag hlaut Lóuna fyrir eftirtektarvert menningarframtak. Dagrún Ósk Jónsdóttir, tók á móti verðlaununum fyrir hönd samtakana en hún er formaður þeirra. Arnkatla var stofnuð í október 2019 og hefur síðan séð um ljósmyndaklúbb, komið upp einu útilistaverki og skipulagt heila skúlptúraslóð. Jafnframt hélt Arnkatla þrjár hátíðir síðastliðinn vetur; Vetrarsól á Ströndum, Hörmungardaga og Húmorsþing ásamt því að standa að fjölda annarra viðburða.

Við kunnum verðlaunahöfum bestu þakkir fyrir sitt framlag til menningarmála á svæðinu.

Ný veðurvarin dagskrá Hamingjudaga

| 25. júní 2021
Stebbi Gílsa fær sér kökubita
Stebbi Gílsa fær sér kökubita
Vegna verðurspár höfum við breytt ýmsu á dagskrá Hamingjudaga í ár, fært til og aðlagað þannig að við getum haldið í gleðina úti og inni eftir því sem veður leyfir.

Ný dagskrárblöð hafa verið hengd upp á fjölförnum stöðum en auk þess má finna dagskránna á Facebook, Instagram og á heimasíðu Hamingjudaga.

Dagskrá Hamingjudaga 2021

| 18. júní 2021
Dagskrá Hamingjudaga hefur verið birt með fyrirvara um breytingar. Hún birtist á ensku eftir helgina.

Ef þitt framlag vantar á dagskránna er velkomið að hafa samband.

Fylgist vel með á hamingjudagar.is, Facebook síðu Hamingjudaga og instagram Strandabyggd

Atriði frá Tónskólanum á N4 um helgina

| 11. júní 2021

NETnótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla 2021, verður sýnd í þremur þáttum á N4 í júní. Tónlistarskólar sendu inn myndbönd úr skólastarfinu sem N4 fléttuðu saman í skemmtilega þætti.

Myndbönd hvers skóla, í heild sinni, verða birt á vefsíðu KÍ og FB síðu Nótunnar á sama tíma og viðkomandi sjónvarpsþáttur verður sýndur. Þegar allir þættirnir hafa verið sýndir verða svo öll myndböndin einnig aðgengileg í N4 safninu á sjónvarpi símans. 

Þegar myndband Tónskólans á Hólmavík hefur birst verður það einnig aðgengilegt á Youtube síðu skólans.

Þættirnir verða sýndir sunnudagana 13., 20. og 27. júní kl. 20.30 eins og sjá má í þessari stiklu:  https://youtu.be/eJ694Y5zmAo

Ársreikningur 2020 samþykktur

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. júní 2021


Í gær var ársreikningur sveitarfélagsins samþykktur á fundi sveitarstjórnar.  Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var neikvæð um 44.5 millj. kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaðan neikvæð um 36.7 millj. kr. Skuldir og skuldbindingar A og B hluta nema 828.5 millj. kr. skv. efnahagsreikningi. Veltufé til rekstrar nemur 5,1 millj. kr. og er veltufjárhlutfall 0,54. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 246.4 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 334.6 millj. kr.


Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða. Sveitarstjórn heldur áfram aðgerðum til að efla aðhald í rekstri og bæta fjárhagsstöðu sveitarfélagsins til lengri tíma. Verður unnið að þeim breytingum í samráði við Ráðrík ehf, forstöðumenn og starfsmenn sveitarfélagsins.


Ársreikninginn má finna hér
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón