| 18. nóvember 2020
Nýtt úrræði sem er ætlað að styrkja framfærslu 67 ára og eldri sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum kemur til framkvæmda 1. nóvember 2020.
Einstaklingar sem eru 67 ára og eldri með engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum og með tekjur undir 231.110 kr. á mánuði geta átt rétt á viðbótarstuðningi við aldraða.
Hægt er að sækja um á Mínum síðum TR. Réttindi eru ákvörðuð í 12 mánuði í senn og þarf þá að sækja um að nýju.
Samhliða umsókn um viðbótarstuðning þarf umsækjandi að koma í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar eða umboð stofnunarinnar og staðfesta dvöl sína hér á landi.
Skilyrði:
- Að vera 67 ára eða eldri.
- Að hafa fasta búsetu og skráð lögheimili hér á landi og dvelja hér varanlega.
- Ef um erlendan ríkisborgara er að ræða þarf hann að hafa ótímabundið dvalarleyfi hér á landi eða rétt til ótímabundinnar dvalar.
- Við sérstakar aðstæður er heimilt að veita undanþágu frá ótímabundnu dvalarleyfi. T.d ef erlendur ríkisborgari er með dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis. Gerð er krafa um búsetu og lögheimili hér á landi í tvö ár.
- Að hafa sótt um og tekið út að fullu öll réttindi sem hann kann að eiga eða hafa áunnið sér.
- Að mæta í eigin persónu í þjónustumiðstöð Tryggingastofunar að Hlíðasmára 11 eða til umboða um allt land til að staðfesta dvöl hér á landi.