A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Stöðuleyfi í Strandabyggð

| 20. janúar 2021
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Í gangi er nú vinna hjá sveitarfélaginu við endurskoðun stöðuleyfa og innheimtu gjalda vegna þess.  Verður allt ferlið endurskoðað og öll innheimta gjalda gerð einfaldari og skilvirkari. 

 

Hvað er stöðuleyfi?

Sækja þarf um stöðuleyfi til að láta tilgreinda lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna, samanber 1. mgr. 2.6.1. gr. byggingarreglugerðar.  Þeir hlutir sem falla undir ákvæði um stöðuleyfi eru t.d.:

  • Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí
  • Gámar
  • Bátar
  • Torgsöluhús
  • Frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings
  • Stór samkomutjöld.  

Hér er sem sagt átt við þessa hluti, ef þeir standa utan gáma- og geymslusvæðis eða annara skipulagðra svæða, lengur en tvo mánuði.

 

Hvernig á að sækja um?

Ferlið við umsóknir um stöðuleyfi er eftirfarandi:

  1. Einstaklingar eða fyrirtæki sem eiga muni sem falla undir skilgreininguna hér að framan, þurfa að sækja um stöðuleyfi til sveitarfélagsins á sérstöku eyðublaði sem er afhent á skrifstofu Strandabyggðar.  Allar nánari upplýsingar veitir byggingarfulltrúi, Grettir Örn Ásmundsson
  2. Stöðuleyfi skal endurnýja árlega, ef ætlunin er að geyma lausafjármuni áfram á lóðum sveitarfélagsins
  3. Það er á ábyrgð stöðuleyfishafa að endurnýja stöðuleyfið, eða tilkynna breyttar forsendur til sveitarfélagsins, t.d ef lausafjármunir verða fjarlægðir af umræddum svæðum og endurnýjunar gerist ekki þörf
  4. Þetta verklag gildir frá og með síðustu áramótum og hefur því tekið gildi.

Við munum á næstunni fara vel í gegn um leyfisveitingar og ganga frá formlegum skráningum.  Hugsanlega þarf að gera einhverjar leiðréttingar.  Við vonumst eftir skilningi og samstarfsvilja þeirra sem fengið hafa leyfi sem og þeirra sem ekki hafa fengið formleg leyfi en eru engu að síður með muni í geymslu utan hefðbundinna geymslusvæða.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Breyttur opnunartími hafnarinnar

| 20. janúar 2021
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Sem liður í aðhaldsaðgerðum vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, hefur sveitarstjórn samþykkt breytingu á opnunartíma hafnarinnar, en um er að ræða skerðingu á opnunartíma.  Breytingarnar hafa þegar tekið gildi og er höfnin nú opin sem hér segir:
  • Alla virka daga til kl 20 í stað 22 áður
  • Lokað á laugardögum
  • Opið á sunnudögum frá kl 15-20.
Við leggjum upp með þetta svona en vegum og metum stöðuna reglulega.  Gerðar verða undantekningar frá þessu t.d. þegar grásleppuvertíðin stendur yfir.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Íþróttaviðurkenning

| 20. janúar 2021
Félagar í Skíðafélagi Strandamanna sem voru viðstaddir athöfnina
Félagar í Skíðafélagi Strandamanna sem voru viðstaddir athöfnina
Handhafi viðurkenningarinnar og farandbikarsins í ár er Skíðafélag Strandamanna. Félagið virðist eflast með ári hverju og státar af metnaðarfullu, fjölbreyttu og skemmtilegu barna- og ungmennastarfi sem nú er allan árins hring með fjallgöngum, þrekæfingum og línuskautum auk skíðanna. Skíðafélagið býður fjölskylduna velkomna með í leik og æfingar og opnar á möguleika gestkomandi til að stunda íþróttir í okkar fallega umhverfi, hvort sem er í leik eða keppni. Skíðafélagið er nú að leggja lokahönd á skíðaskála í Selárdal sem er metnaðarfullt verkefni unnið með samtakamætti þeirra sem að félaginu koma. Skíðafélag Strandamanna ber af hvað varðar prúðmennsku, vinsemd og hvatningu og er samfélaginu til sóma. 
Þess vegna er Skíðafélag Strandamanna handhafi íþróttaviðurkenningar Strandabyggðar fyrir árið 2020....
Meira

Sóttvarnarreglur-breyting 18.janúar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 20. janúar 2021

Tilkynning um sóttvarnarráðstafanir og ferðatakmarkanir á landamærum Íslands.  (ATH! in english below)


 


Íslenska


 


Aðgerðir íslenskra stjórnvalda til þess að fyrirbyggja að kórónaveiran (COVID-19) berist með farþegum til landsins.


 


I)             SÓTTVARNARRÁÐSTAFANIR


 


Þann 15. janúar 2021 tók gildi ný reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19 nr. 18/2021 og gildir hún til 30. apríl 2021. Á sama tíma féll úr gildi reglugerð nr. 1199/2020.

...
Meira

Vetrarsól á Ströndum

| 13. janúar 2021
Nú eru sex dimmustu vikur vetrar að baki og við erum farin að finna fyrir sólinni rísa á ný. Og þrátt fyrir að Covid hamli okkur frá því að gera almennilegan óskunda (eða kannski bara skunda?) þá ætlum við að gera okkar besta til að fagna rísandi sólu og vaxandi ljósi með söng, kveðskap, sögum, spjalli og almennu æðruleysi.

Vetrarsólarteymið, með Arnkötlu í fararbroddi, hefurs sett niður þessa litlu dagskrá og lofa því að verða enn duglegri á næsta ári með fullt af skemmtilegu!

Linkar fyrir Zoom viðburði verða birtir síðar á Facebooksíðu hátíðarinnar.
...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón