A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umsóknarfrestur íþrótta- og tómstundastyrks hefur verið framlengdur til 15. apríl 2021.

| 23. febrúar 2021

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum.  

Til að sækja um styrkinn þarf að hafa samband við Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla:

 

a)     með því að senda tölvupóst á felagsmalastjori@strandabyggd.is

b)     hafa samband við félagsmálastjóra í síma 8422511.

c)     koma í afgreiðslu félagsþjónustunnar að Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík og fylla þar út umsókn um styrkinn.

Með styrkumsókn þarf að fylgja útprentuð staðfesting frá island.is (má einnig vista og senda rafrænt í tölvupósti með umsókninni) um að viðkomandi eigi rétt á styrknum og einnig þarf að fylgja staðfesting á útlögðum kostnaði vegna íþrótta- og tómstundastarfs barns/barna í fjölskyldunni.

Ef vafi leikur á hvort ákveðið íþrótta- og tómstundastarf sé styrkhæft er hægt að fá leiðbeiningar sbr. leiðirnar hér að ofan. 

Einungis er hægt að sækja um styrk vegna þátttöku í íþrótta- eða tómstundastarfi, ekki til kaupa á íþróttavörum, búnaði eða öðru þess háttar. Einungis er styrkt vegna barna á aldrinum 6-16 ára, fædd á árunum 2005 til 2014, þ.e. á grunnskólaaldri.

Félagsmálastjóri Stranda og Reykhóla afgreiðir umsóknir sem berast og svarar umsækjendum að því loknu eða innan mánaðar frá því að öll gögn liggja fyrir.  Ef viðkomandi fær synjun á umsókn sína frá félagsmálastjóra eða er ósáttur við niðurstöðu málsins getur hann skotið málinu til Velferðarnefndar Stranda og Reykhóla sem fjallar þá um málið. Erindi þess eðlis skal sent skriflega ásamt rökstuðningi umsækjanda til: Velferðarnefnd Stranda og Reykhóla, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Styrkir til einstaklinga og fyrirtækja - ertu með góða hugmynd?

| 18. febrúar 2021
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Eins og þið án efa þekkið, er Strandabyggð þátttakandi í verkefninu Brothættar byggðir, sem við höfum kosið að kalla Sterkar Strandir!

Meðal þess sem okkur býðst er að sækja um styrki í sjóði á vegum verkefnisins.  Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Sterkra Stranda! Til úthlutunar í ár eru 7 milljónir króna. Þegar þessari úthlutun lýkur í marslok hafa þá komið inn í Strandabyggð 29,4 milljónir í gegnum Frumkvæðis- og Öndvegissjóð Brothættra byggða síðan að verkefnið hófst í júní síðastliðnum. Nánari upplýsingar má finna hér.

Nú er um að gera að draga fram allar góðar hugmyndir, sama á hvaða stigi þær eru og sækja um styrk.  Við hvetjum íbúa líka til að hafa samband við Sigurð Líndal verkefnisstjóra og fá tíma til að spjalla við hann um ykkar hugmyndir og einnig að fá aðstoð við umsóknargerðina. 

Umsóknareyðublaðið má finna hér: https://www.vestfirdir.is/.../index/test-sterkar-strandir

Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Sigurður Líndal verkefnisstjóri í síma 611-4698 eða á netfanginu sigurdurl@vestfirdir.is


Kæru íbúar,

| 18. febrúar 2021

Skrifstofa Strandabyggðar - opið hús!

| 17. febrúar 2021
Kær íbúar Strandabyggðar,

Eins og sagt hefur verið frá og ykkur er sjálfsagt kunnugt, flutti skrifstofa Strandabyggðar rétt fyrir jólin í húsnæðið að Hafnarbraut 25.  Við erum búin að koma okkur nokkuð vel fyrir þar og viljum því gjarnan bjóða íbúum að kíkja í heimsókn og sjá aðstöðuna. 

Mánudaginn 22. febrúar og þriðjudaginn 23. febrúar, verður því opið hús á skrifstofutíma, kl 10-14 og við hvetjum íbúa til að kíkja við og skoða. 

Vinsamlegast viðhafið sóttvarnir og notið grímu, takk.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja
Starfsfólk skrifstofu Strandabyggðar

Hörmungardagar í nánd

| 16. febrúar 2021
Mynd frá fyrri Hörmungardögum
Mynd frá fyrri Hörmungardögum
Næsta hátíð í hátíðarbænum Hólmavík eru Hörmungardagar sem fara fram 26.-28. febrúar. Hátíðin er haldin að frumkvæði menningarfélagsins Arnkötlu og rúmar allt sem gæti talist hörmulegt á einn eða annan hátt. 

Nú þegar liggur fyrir að ungmenni ætla að leggja góðgerðarmálum lið, nýtt leikverk um dauðadóm verður frumflutt, tónleikar með sorgarlögum verða fluttir ásamt því að barsvar og fleira verður í boði. Vitanlega allt í samræmi við gildandi sóttvarnarreglur.

Öllum er frjálst að skipuleggja viðburð á hátíðinni og leita sér ráðlegginga við skipulag á þeim. Við hvetjum stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að nýta sér þetta tækifæri til að nálgast hefðbundin verkefni á nýjan hátt þannig að eftir verði tekið eða skapa eitthvað nýtt. Allar hugmyndir má senda á tomstundafulltrui@strandabyggd.is
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón