A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Litaviðvörunarkerfi vegna covid

| 08. desember 2020


Litaviðvörunarkerfi almannavarna er að finna hér: https://www.covid.is/covid-19-vidvorunarkerfi

Ný bók: Strandir 1918

| 08. desember 2020
« 1 af 2 »


Út er komin bókin Strandir 1918: Ferðalag til fortíðar og rafrænt útgáfuhóf var haldið sunnudaginn 6. desember. 

 

Árið 1918 var merkilegt ár í sögu þjóðarinnar. Ísland fékk fullveldi og ýmsir stórviðburðir settu svip á mannlíf og samfélag. Hér er athygli beint að viðburðum og daglegu lífi á Ströndum á þessum tíma, birtar dagbækur, ferðasögur og fræðigreinar. Fjallað er um líf og störf fólks í Strandasýslu fyrir rúmri öld, á tímum sem standa okkur býsna nærri. Samt er margt við daglegt amstur fólks fyrir 100 árum framandi í samtímanum. 

 

Ritstjóri er Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur og hún er einnig höfundur greinar í bókinni, eins og Eiríkur Valdimarsson, Hafdís Sturlaugsdóttir og Jón Jónsson. Þá skrifar forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson formála að bókinni. 

 

Einnig er birt ferðasaga eftir Guðmund Hjaltason og búnaðaryfirlit eftir Sigurð Sigurðsson sem ferðaðist um allar Strandir. Þá eru tvö dagbókabrot að finna í bókinni, eftir Níels Jónsson á Grænhóli á Gjögri og Þorstein Guðbrandsson á Kaldrananesi.  

 

Með útgáfu bókarinnar Strandir 1918 er rekinn endahnútur á samnefnt verkefni sem hefur staðið yfir frá árinu 2018. Sauðfjársetur á Ströndum og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofa eru útgefendur bókarinnar. 

 

Bókin gefur góða innsýn í daglegt líf og hversdagsleg störf fólks á Ströndum á sögulegum tímum og er áhugaverð lesning fyrir alla sem hafa áhuga á þjóðlegum fróðleik, sögu og náttúru. 

 

Bókin er einungis seld beint frá Sauðfjársetrinu á Ströndum og er hægt að tryggja sér eintak í síma 693-3474, á saudfjarsetur@saudfjarsetur.is eða á Facebook-síðu Sauðfjársetursins. Hægt er að fá bókina senda hvert á land sem er. 

Sveitarstjórnarfundur 1312 í Strandabyggð, 08.12.20

| 06. desember 2020

Sveitarstjórnarfundur 1312 í Strandabyggð

Fundur nr. 1312, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 8. desember 2020 kl 16.00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024, seinni umræða
  2. Gjaldskrár 2021
  3. Viðmiðunarreglur um snjómokstur
  4. Starfsmannastefna Strandabyggðar
  5. Viðauki 4. við fjárhagsáætlun 2020
  6. Forstöðumannaskýrslur
  7. Bréf ungmennaráðs til sveitarstjórnar: aldursskipting í ungmennaráði
  8. Fundargerðir nefnda
    1. Fræðslunefnd, 03.12.20
    2. Umhverfis og skipulagsnefnd, 07.12.20
    3. Ungmennaráð, 7.12.20
  9. Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2020/2021
  10. Fjórðungsþing – þinggerð 65. – til kynningar
  11. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fundur 891 frá 20.11.20
  12. Hafnarsamband Íslands, fundur 428 frá 13.11.20
  13. Minnisblað Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu – til kynningar
  14. Umsögn um hafnarlög – til kynningar
  15. Tillaga að breyttu aðalskipulagi Reykhólahrepps vegna vindorkuvers í landi Garpdals – til kynningar.

 

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

Bókavíkin farsæl

| 02. desember 2020
Uppstillingin er eftir yngri hóp félagsmiðstöðvarinnar Ozon
Uppstillingin er eftir yngri hóp félagsmiðstöðvarinnar Ozon
#Bókavík er nú afstaðin og vakti hún heldur betur lukku.
Allir opnir viðburðir fóru fram í gegn um Facebook, má þar nefna höfundakynningar, vísubotnun og upplestra á fjölbreyttu efni fyrir allan aldur og á fjölmörgum tungumálum. Auk þess veitti Bókavík innblástur í hin ýmsu verkefni í skólum og frístundastarfi sveitarfélagsins....
Meira

Það sem hafa þarf í huga yfir hátíðarnar vegna COVID-19

| 30. nóvember 2020


Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir hafa gefið út leiðbeiningar vegna aðventu, jóla og áramóta 2020.

Þær eru að finna hér: https://www.covid.is/undirflokkar/jolahatidin-2020

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón