A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Lífshlaupið hafið

| 03. febrúar 2021
Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu hefst í dag. Skráning fer fram á lifshlaupid.is
Einstaklingar, skólar og vinnustaðir geta tekið þátt og hvetjum við alla til að nýta sér þetta tækifæri til að skrásetja hreyfingu sína og hvetja samferðafólk sitt til dáða.
Heyrst hefur að Grunn- og tónstkóli Hólmavíkur sé skráður til leiks sem og starfsfólk ráðhússins og vonandi bætast fleiri við. Ekki er gerður greinamunur á hreyfingu en heimilisstörf, sveitastörf og snjómokstur gilda ekki síður en kraftlyftingar.
Megi hreyfiglaðasti vinnustaðurinn sigra!

Ungmennaþing

| 01. febrúar 2021
Ungt fólk hefur áhrif á samfélagið
Ungt fólk hefur áhrif á samfélagið
Fysta ungmennaþing ársins fer fram á Café Riis og í gegn um Zoom miðvikudaginn 3. febrúar kl. 12-13

Dagskrá þingsins:
1. Kynning á starfi ungmennaráðs
2. Hópefli
3. Framboðsræður
4. Kosningar
5. Pizzahlaðborð (bara á staðnum)
6. Niðurstöður kosninga
Öll ungmenni 13-25 ára hafa framboðs og kosningarétt (vegna niðurstaðana síðasta ungmennaþings).
Þetta er besta leiðin til að hafa áhrif á samfélagið sitt, endilega hvetjið ungt fólk í ykkar umhverfi til að taka þátt.

Nánar um viðburðinn hér: https://www.facebook.com/events/417456336191361

Vissulega verður gætt að sóttvarnarreglur og 16 ára og eldri þurfa að bera grímur.

Eftirlitsáætlun Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda fyrir Strandabyggð 2021

| 29. janúar 2021
Samkvæmt 20.gr reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit Nr. 723/2017 skal slökkviliðsstjóri gefa út eftirlitsáætlun eldvarnaeftirlits fyrir 1.febrúar ár hvert þar sem gerð er grein fyrir því hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi munu sæta eldvarnaeftirliti það árið.

Árið 2021 munu nokkur fyrirtæki og stofnanir eiga von á heimsókn frá eldvarnaeftirliti.  Hér má finna lista yfir þau fyrirtæki.


Að auki mega önnur fyrirtæki og stofnanir eiga von á skoðun frá eldvarnaeftirliti, meðal annars vegna umsagna um tækifæris- og rekstrarleyfi, öryggis- og lokaúttekta o.fl.

29. janúar 2021
Ívar Örn Þórðarson
Slökkviliðsstjóri
Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda

Umhverfisvottaðir Vestfirðir

| 27. janúar 2021

Um áramótin vorum við minnt herfilega á að náttúruvá gerir ekki boð á undan sér. Skriðuföll á Seyðisfirði hafa sópað burtu aldargamalli byggð. Á sama tíma var fólk á Reyðarfirði beðið um að yfirgefa hús sín til að koma í veg fyrir manntjón ef skriður skyldu einnig fara af stað ofan við þá byggð. Slíkar viðvaranir og rýmingu kannast Vestfirðingar við, en þá tengt snjóflóðum. Fyrir rúmu ári féll síðasta alvarlega snjóflóðið á Vestfjörðum og olli eignatjóni, einkum á höfninni á Flateyri....
Meira

Frestur til að sækja um styrk

| 25. janúar 2021
Þann 1. febrúar næstkomandi rennur út frestur til að sækja um styrki til sveitarfélagsins. Hámarksupphæð er 100.000 krónur og er markmiðið með styrkjunum að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón