A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur Strandabyggðar 1287

| 06. apríl 2019

Sveitarstjórnarfundur 1287 í Strandabyggð

Fundur nr. 1287 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9apríl 2019 kl 16:00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

1. Breytingar í sveitarstjórn, nefndarskipan, kosning vara-oddvita
2. Aukafundur vegna ársreiknings
3. Erindi frá Útlendingastofnun; Forathugun á vilja bæjarráðs / sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd
4. Íbúðarhúsnæði – stofnframlög, kynning fráHrafnshóli 
5. Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun
6. Fundargerð 869. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
7. Beiðni um umsögn vegna umsóknar Háafells ehf. um sjókvíeldi í innanverðu Ísafjarðardjúpi
8. Beiðni um umsögn vegna aukinnar framleiðslu Háafells ehf. að Nauteyri í innanverðu Ísafjarðardjúpi
9. Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2018 – lagður fram til kynningar
10. Fundargerð 411. fundar Hafnarsambands Íslands
11. Forstöðumannaskýrslur
12. Fundargerðir:
a. Velferðarnefnd 11.nóvember 2018
b. Velferðarnefndar 7. febrúar 2019
c. Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd – 4. apríl 2019
d. Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd – 4. apríl 2019
e. Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar - 1. apríl  2019
f. Ungmennaráð - 3. Apríl 2019
g. Fræðslunefnd - 8.apríl 2019

  


Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Aðalbjörg Sigurvaldadóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

Jón Gísli Jónsson 

Pétur Matthíasson

 

Sirkusinn kemur í bæinn á morgun!

Salbjörg Engilbertsdóttir | 04. apríl 2019


Sirkus Íslands ferðast nú um landið með nýja fjölskyldusýningu. 
Kraftmikil sýning sem fer með áhorfendur inn í spennandi töfraheim sirkusins þar sem allt getur gerst! Óttalaus áhættuleikari, ótrúleg línudansmær, lipurt loftfimleikafólk og ljónatemjari flakka um landið og kynna þig fyrir sirkusnum á hátt sem þú hefur aldrei séð áður! 

 

Bæjarsirkusinn er sirkussýning fyrir alla fjölskylduna þar sem töfrar sirkusins vakna til lífsins um land allt. Sýningin er liður í því að gera Sirkus Íslands að sirkus allra landsmanna og leyfa sem flestum að njóta gleðinnar. Sýningar Sirkus Íslands í sirkustjaldinu Jöklu hafa vakið mikla lukku undanfarin sumur en þessi sýning er gerð fyrir félagsheimili og íþróttasali landsins og gerir okkur kleift að ferðast um landið yfir vetrartímann.

 

Bæjarsirkusinn hefur verið sýndur á Suður- og Vesturlandi við góðar undirtektir en heldur nú áfram ferðalaginu um landið. Við verðum í félagsheimilinu í Hólmavík föstudaginn 5. apríl, og félagsheimilinu í Bolungarvík laugardaginn 6. apríl.

Miðasala á TIX.IS

Vel heppnaður íbúafundur

| 04. apríl 2019
Heildaryfirlit yfir svæðið.  Fyrir framag Braggann verður hægt að setja upp tjald fyrir t.d. útimarkað
Heildaryfirlit yfir svæðið. Fyrir framag Braggann verður hægt að setja upp tjald fyrir t.d. útimarkað
« 1 af 3 »

Vel heppnaður íbúafundur var haldinn í gær í Hnyðju.  Þar voru kynntar hugmyndir að breytingum á lóð leikskólans og næsta umhverfis, sérstaklega hinu megin við Braggann.  Það var Hildur Dagbjört Arnardóttir, landslagsarkitekt frá VERKÍS, sem kom og viðraði sínar hugmyndir.  Góð umræða var á fundinum og margar gagnlegar ábendingar komu frá íbúum.

Þetta verkefni er liður í hönnun opinna svæða á Hólmavík og var samþykkt af fyrri sveitarstjórn. Síðan hefur verið unnið að hönnun hugmynda, og m.a. leitað til krakka og starfsfólks Leikskólans eftir hugmyndum, á sérstökum vinnufundi sem haldinn var sl haust.  Og í gær var komið að því að kynna þessar hugmyndir fyrir íbúum.

Núverandi sveitarstjórn vinnur þetta áfram i samráði við Hildi Dagbjörtu og frekari hugmyndir og útfærslur munu síðan líta dagsins ljós þegar fram í sækir.  Þá er framundan að hanna umhverfi íþróttamistöðvarinnar með sama hætti.

Um leið og við þökkum fyrir góða þátttöku á fundinum, hvetjum við íbúa til að koma skoðunum sínum og ábendingum á framfæri til okkar sem fyrst, þannig að hægt sé að koma þeim inn í þessa vinnu. 

Áminning - íbúafundur í dag kl 16.30

| 03. apríl 2019
Sæl öll,

Ég minni á íbúafund í Hnyðju í dag kl 16.30-18, þar sem við skoðum tillögur að hönnun á umhverfi leikskólans og nánasta umhverfi.  

Skemmdarverk í félagsheimilinu

| 01. apríl 2019
Sæl öll,  svo virðist sem skemmdarverk hafi verið unnið á málverkinu á veggnum í félagsheimilinu.  Ef þið hafið einhverjar upplýsingar um málið, vinsamlegast látið vita.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón