A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Aukin laugardagsopnun sundlaugar vegna leita

| 13. september 2019

Sundlaug og pottar verða opin til kl 21 á morgun, laugardag fyrir smala og aðra sem vilja nýta sér aukinn opnunartíma.

Einnig verður opið til 21 laugardagana, 14., 21. og 28. september sem og laugardaginn 5. október.

Kveðja Hrafnhildur

Aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur

| 10. september 2019


Aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík mánudaginn 16. september kl. 20.00.


Leikfélagið vill hvetja til þess að allir sem áhuga hafa á skemmtilegu starfi og góðum félagsskap skelli sér á staðinn. Allir áhugamenn um leiklist geta orðið félagar!

Dagskrá aðalfundar verður eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Nýir félagar boðnir velkomnir.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Reikningar félagsins.
5. Afgreiðsla lagabreytinga
6. Umræður um næsta leikár.
7. Kosningar stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
8. Önnur mál.

 

Hér býðst kjörið tækifæri til þess að fylgjast með starfsemi Leikfélags Hólmavíkur sem er margbrotin og auðgandi og vera með í að skoða, skrafa og ræða næsta starfsár félagsins. Öll velkomin!

Sveitarstjórnarfundur 1293 í Strandabyggð

| 06. september 2019

Sveitarstjórnarfundur 1293 í Strandabyggð

Fundur nr. 1293 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 10. september 2019 kl 16:00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Fjárhagsáætlun 2019 – samanburður áætlunar og raunkostnaðar
  2. Fjárhagsáætlanagerð 2020-2023 – drög að verklagi
  3. Tónskólinn, gjaldskrá fyrir fullorðna
  4. Umsóknir um smástyrki Strandabyggðar, 2019
  5. Fundargerðir nefnda
    • Umhverfis- og skipulagsnefnd, 9.9.2019
  6. Samningur um skólamáltíðir við Café Riis
  7. Forstöðumannaskýrslur
  8. Staðfesting á skipan vinnuhóps um sameiningu leik- og grunnskóla
  9. Skipan í nefndir.

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Aðalbjörg Sigurvaldadóttir

Ásta Þórisdóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Jón Jónsson

Halló, hæ!! 6.sept er á morgun ertu búin að sækja um??

| 05. september 2019

Ert þú með góða hugmynd í kollinum og langar að koma henni af stað, jafnvel koma henni í framkvæmd? Þá hvetjum við, þig til að sækja um.

Nú er komið að haustúthlutun styrkja  hjá Strandabyggð.

Markmiðið er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtaks einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi. Styrkirnir eru upp að 100.000 þúsund krónum, ef sótt er um styrk umfram það skal leitað eftir samstarfssamningi við sveitarfélagið.

Hér til hægri á síðunni er þessi fallegi blái reitur

 

 

kíktu þar inn  og ekki vera feimin/nn,líttu á og athugaðu hvort að þetta sé ekki eitthvað fyrir þig og þína hugmynd.

Umsóknarfrestur er til 6.sept.2019 og úthlutun styrkja er svo 1.okt.2019

Fjallskil 2019

| 30. ágúst 2019
Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2019 hefur verið staðfestur af sveitarstjórn og er nú opinber á heimasíðu Strandabyggðar undir: Stjórnsýsla - Skýrslur og samþykktir - Fjallskil.  Hann hefur einnig verið sendur í pósti til hlutaðeigandi.  Það hefur þó ein viðbót verið gerð við þann samning sem var sendur út, og hún er sú, að réttað er í Gröf sunnudaginn 15. september kl 10.  Réttarstjóri er Rögnvaldur Gíslason.  Að öðru leyti er seðillinn eins og sá sem var sendur og í raun er um sama form að ræða og undanfarin ár. Á seðlinum kemur fram að fjáreign dróst saman milli árana 2017 og 2018 eða úr 9.612 kindum í 9.443 kindur. 

Fyrirhugað er að halda samráðsfund með bændum í vetur, líkt og gert var í febrúar á þessu ári, og ræða þar sauðfjárrækt og landbúnaðarmál.  Nánar verður tilkynnt um þann fund síðar.

Í aðdraganda gerðar þessa fjallseðils var fundað með flestum leitarstjórum, rætt við bændur og farið sem ítarlegast í forsendur seðilsins.  Helstu dagsetningar lágu fyrir um miðjan ágúst þó svo seðillinn hafi ekki verið staðfestur fyrr en nú.  Hins vegar er hægt að gera betur og stefnum við að því að framvegis verði Fjallskilaseðill Strandabyggðar verði tilbúinn í júlí.

Allir þeir sem komu að gerð seðilsins fá bestu þakkir fyrir þolinmæði og skilning.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón