Umsókn um tónlistarnám
Skráning í tónskólann hófst 2. júní sl. og hefur gengið mjög vel og margir hafa skráð sig. Nú líður að lokum skráninga en þeir sem eiga eftir að skrá sig eru beðnir að gera það sem allra fyrst eða ekki seinna en 21. ágúst.
Íþróttamiðstöðin á Hólmavík auglýsir eftir karlkyns starfskrafti í 100% starf til að sinna m.a. baðvörslu í karlaklefa frá og með 1.september, ásamt öðrum verkefnum Íþróttamiðstöðvar og Tjaldsvæðis.
Umsækjandi þarf að standast laugarvarðarpróf. Unnið er á vöktum. Umsækjandi þarf að vera ábyrgur, stundvís, jákvæður og eiga auðvelt með að vinna með börnum sem er stór hluti gesta Íþróttamiðstöðvar. Gerð er krafa um hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 895 5509 eða í netfangi hrafnhildursk@strandabyggd.is
Sveitarstjórnarfundur 1291 í Strandabyggð
Fundur nr. 1291 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 13. ágúst 2019 kl 16:00 í Hnyðju.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Aðalbjörg Sigurvaldadóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Ingibjörg Benediktsdóttir
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson
Ásta Þórisdóttir
"Vinnuferli Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fylgir ákvæðinu eftir með eftirfarandi hætti:
Athuga þarf að bílar í vörslu eru á ábyrgð sveitarfélags. Portið eða skemman sem bílarnir eru geymdir í þarf að vera mannhelt og læst. Kæra þarf skemmdarverk sem unnin eru til lögreglu sem innbrot. Ef tryggilega er staðið að vörslu eru skemmdarverk sem unnin eru á bílum ekki skaðabótaskyld."