A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Strandabyggð auglýsir stöðu forstöðumanns íþróttamiðstöðvar- afleysingastarf

| 01. apríl 2019

Sveitarfélagið Strandabyggð  óskar eftir að ráða starfsmann til að leysa af forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík í tímabundinni fjarveru hans.  Ráðið er í starfið frá 1. júlí n.k.

Við leitum að einstaklingi sem hefur leiðtogahæfni, er lipur í mannlegum samskiptum og hefur brennandi áhuga á uppbyggingu íþrótta- og lýðheilsustarfs í Strandabyggð.

Verkefni forstöðumanns felast m.a. í:

  • Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum og rekstri íþróttamiðstöðvar
  • Að hafa umsjón með viðhaldi og rekstri tækja og búnaðar
  • Faglegri forystu og starfsmannastjórnun
  • Að stuðla að framþróun íþróttamiðstöðvarinnar sem og íþróttastarfs í sveitarfélaginu.

 Gerðar eru kröfu um að viðkomandi:

  • Uppfylli skilyrði sem fram koma í reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum
  • Búi yfir skipulags- og stjórnunarfærni
  • Búi yfir góðri samskiptafærni  og getu til að geta tjáð sig í ræðu og riti
  • Hafi til að bera frumkvæði og styrk til ákvarðanatöku
  • Sé í starfi sínu hvetjandi og góð fyrirmynd

Forstöðumaður er hluti af stjórnendateymi Strandabyggðar, en í því eru forstöðumenn og sveitarstjóri.  Starfinu fylgja því töluverð samskipti við skriftstofu Strandabyggðar og aðrar stofnandir sveitarfélagsins, s.s. leik- og grunnskóla og áhaldahús sem og íþróttafélög og önnur félög á staðnum.

Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Þorgeir Pálsson sveitarstjóri á skrifstofu sveitarfélagsins eða í síma 4513510 eða 899-0020, eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is.

 

Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 12. apríl 2019

Viðvera Byggingarfulltrúa

| 01. apríl 2019

Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi Strandabyggðar verður með viðveru í Hnyðju mánudaginn 1.apríl milli 11 og 14. Tilvalið fyrir framkvæmdaglaða og aðra sem þurfa á þjónustunni að halda að líta við og hitta hann.

Drekaslóð fyrirlestur og einkaviðtöl

Salbjörg Engilbertsdóttir | 29. mars 2019
Hvatastöðin, Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps og Drekaslóð taka höndum saman.

Thelma Ásdísardóttir verður með opinn fyrirlestur um Drekaslóð, ofbeldi og afleiðingar þess.
Fyrirlesturinn er í Flugstöðinni á Hólmavík mánudaginn 1. apríl kl. 16:30. Allir, fagfólk og aðrir áhugasamir eru velkomnir.
 
Thelma verður einnig með einstaklingsviðtöl á Hólmavík sama dag. Tímapantanir í síma: 6980802 eða á netfangið thelma@drekaslod.is

Leikhópurinn Lotta með sýningu á Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 28. mars 2019

Leikhópurinn Lotta kemur í bæinn!


Rauðhetta í félagsheimilinu á Hólmavík. Föstudagurinn 29. mars kl 17:30.

Ath.Miðaverð aðeins kr. 1500 vegna niðurgreiðslu sveitarfélaga og foreldrafélaga á svæðinu.


 


UM SÝNINGUNA

...
Meira

Strandabyggð auglýsir eftir verktaka til að sjá um slátt og umhirðu gróðursvæða í landi sveitarfélagsins

| 27. mars 2019

Um er að ræða slátt og umhirðu á gróðursvæðum í eigu sveitarfélagsins, auk sérverkefna sem upp kunna að koma á hverjum tíma.  Umrædd svæði eru skilgreind af sveitarfélaginu og allar frekari upplýsingar og yfirlitsdrættir eru fyrirliggjandi á skrifstofu Áhaldahúss Strandabyggðar.

Ræktuð svæði þarf að slá með vélum og óræktuð svæði með bensin-orfi.  Verktaki skal raka saman allt gras eftir slátt og farga.

Verktaki skal einnig sjá um að dreifa áburði á grassvæði.   Á sumum svæðunum þarf að dreifa áburði með höndum.  Strandabyggð leggur til allan áburð.

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér forsendur og umfang og hafa samband við Sigurður Marinó Þorvaldsson verkstjóra Áhaldahúss Strandabyggðar, sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 894-4806, eða á ahaldahus@strandabyggd.is


Verksamningur verður gerður við verktaka og gildir hann í þrjú ár, fyrir árin 2019, 2020 og 2021.

 

Frestur til að leita gagna og skila inn tilboði er til kl. 12.00 mánudaginn 8. apríl 2019. 

Tilboðum skal skilað í umslagi merktu „Sláttur 2019“ á skrifstofu Strandabyggðar.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón