A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Lokahátið Þjóðleiks á Hólmavík

| 29. apríl 2019

Lokahátíð Þjóðleiks á Hólmavík 30. apríl - 1. maí
Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni að frumkvæði
Þjóðleikhússins og í góðu samstarfi við menningarráð og marga aðra aðila á landsbyggðinni.
Þekkt íslensk leikskáld eru fengin til að skrifa krefjandi og spennandi verk fyrir 13-20 ára leikara sem
svo eru sett upp í hinum ýmsu byggðum landsins. Lokahátíðir eru haldnar að vori þar sem allar
sýningar í hverjum landsfjórðungi koma saman á stórri leiklistarhátíð. Í ár er Þjóðleikur 10 ára og
verður haldinn með pompi og pragt....
Meira

Umhverfisátak í Strandabyggð

| 26. apríl 2019
Sæl öll,

Eins og sagt hefur verið frá áður verður farið af stað með umhverfisátak í Strandabyggð á þessu kjörtímabili og er það í raun þegar hafið.  Í dag komu fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og settu límmiða á bíla og aðra muni, sem ekki standast kröfur og samþykktir um umhverfismál á almannafæri. Nú gefst eigndum þessara muna tími næstu 14 daga til að fjarlægja þá eða ræða við sveitarfélagið um aðra lausn í málinu.  Við hvetjum ykkur sem hlut eiga að máli því til að hafa samband svo við getum í sameiningu fegrað bæinn okkar og gert umhverfið vistvænna.

Í næstu viku er svo stefnt að fundi með rekstraraðilum á Skeiðinu, þar sem næstu skref þar verða rædd.  

Það er öllum ljóst að þetta er mikið átaksverkefni og verður ekki unnið nema í samstarfi við þá sem hlut eiga að máli.  Við óskum því eftir góðri samvinnu um þetta mikilvæga verkefni.

Kveðja
Þorgeir Pálsson

Ungmennaþing

| 26. apríl 2019

Mánudaginn 29.apríl verður haldið ungmennaþing í Félagsheimilinu klukkan 16:00 boðið verður upp á pizzur frá Cafe Riis og fundað um ýmislegt. Hlökkum til að sjá ykkur.

Störf við leikskólann Lækjarbrekku

Leikskólinn Lækjarbrekka | 24. apríl 2019

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir starfsmanni á deild í 100% stöðu og starfsmanni í 50% stöðu stuðningsfulltrúa.  Leitað er eftir leikskólakennara, uppeldismenntuðu fólki eða fólki sem hefur áhuga á að starfa með börnum. Vinnutíminn er 8:00-16:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

 

Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugum starfsmanni sem hefur gaman af börnum, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig eru áreiðanleiki og frumkvæði og sjálfstæði í starfi góður kostur.

 

Umsóknarfrestur er til 5. maí 2019.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir, leikskólastjóri, sími 451 3411,
netfang: leikskolastjori@strandabyggd.is

Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á leikskolastjori@strandabyggd.is eða leikskólann Lækjarbrekku, Brunngötu 2, 510 Hólmavík

Strandabyggð auglýsir stöðu forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar - afleysingarstarf

| 17. apríl 2019

Strandabyggð auglýsir stöðu forstöðumanns íþróttamiðstöðvar- afleysingastarf

Sveitarfélagið Strandabyggð  óskar eftir að ráða starfsmann til að leysa af forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík í tímabundinni fjarveru hans.  Ráðið er í starfið frá 1. júlí n.k.

Við leitum að einstaklingi sem hefur leiðtogahæfni, er lipur í mannlegum samskiptum og hefur brennandi áhuga á uppbyggingu íþrótta- og lýðheilsustarfs í Strandabyggð.

Verkefni forstöðumanns felast m.a. í:

  • Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum og rekstri íþróttamiðstöðvar
  • Að hafa umsjón með viðhaldi og rekstri tækja og búnaðar
  • Faglegri forystu og starfsmannastjórnun
  • Að stuðla að framþróun íþróttamiðstöðvarinnar sem og íþróttastarfs í sveitarfélaginu.

 Gerðar eru kröfu um að viðkomandi:

  • Uppfylli skilyrði sem fram koma í reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum
  • Búi yfir skipulags- og stjórnunarfærni
  • Búi yfir góðri samskiptafærni  og getu til að geta tjáð sig í ræðu og riti
  • Hafi til að bera frumkvæði og styrk til ákvarðanatöku
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Sé í starfi sínu hvetjandi og góð fyrirmynd

Forstöðumaður er hluti af stjórnendateymi Strandabyggðar, en í því eru forstöðumenn og sveitarstjóri.  Starfinu fylgja því töluverð samskipti við skriftstofu Strandabyggðar og aðrar stofnanir sveitarfélagsins, s.s. leik- og grunnskóla og áhaldahús sem og íþróttafélög og önnur félög á staðnum.

Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Benediktsdóttir í síma 663-0497, eða á netfangið ingibjorgben@strandabyggd.is.

 Umsóknir skulu sendar á strandabyggð@strandabyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 28. apríl 2019

 

 


 

The municipality of Strandabyggð seeks to recruit a director of the Sports Center in Hólmavík for a temporary position.

The ideal candidate will be a constructive team player with good leadership and human resource management skills, with passion for developing excellent sports and public health service in Strandabyggð.


Director's responsibilities include:

Managing daily operations, scheduling activities and events

Keeping inventory of supplies and budgeting planning and execution

Coordinating, planning, maintain and supervising the operation of various facilities and equipment.

Developing and promoting the sports center, as well as sports activities in the municipality.

Fulfilling legal obligations and regulation no. 814/2010 on sanitary and bathing facilities

Personal skills required:

Directors must possess strong interpersonal and public relations skills (both in speech and writing)

Ability to communicate and build cooperative relationships and connections with the directors at other facilities too.

Strong managerial skills, critical thinking, problem solving, initiative, decision-making, strategic planning, and other related business skills is crucial.

Professional Leadership and Human Resources Management experience is beneficial, but inspiring, envisioning and encouraging personality is crucial where a good role model is presented.

The director is part of the Management Team of Strandabyggðar. Therefore the job entails considerable communication with Strandbyggð’s office and other municipality institutions, e.g.  the Primary and Secondary Schools as well as several sport clubs or other local clubs.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón