A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1295 í Strandabyggð

| 04. október 2019

Sveitarstjórnarfundur 1295 í Strandabyggð

Fundur nr. 1295, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 8. október 2019 kl 16:00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Málefni hugsanlegrar Hitaveitu – TRÚNAÐARMÁL
  2. Samþykkt viðauka nr 2. 2019
  3. Lántaka hjá Lánasjóði Sveitarfélaga
  4. Fundargerðir
    1. Fræðslunefnd, 3.10.19
    2. Ungmennaráð, 3.10.19
    3. Umhverfis- og skipulagsnefnd, 7.10.19
  5. Forstöðumannaskýrslur
  6. Vegagerðin, niðurlagning Hvítuhlíðarvegar – til kynningar
  7. Stjórn Sambands Íslenskra Sveitarfélaga, fundur nr. 874 – til kynningar.

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Aðalbjörg Sigurvaldadóttir

Ásta Þórisdóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Jón Jónsson

 

Rísandi haust

| 03. október 2019
« 1 af 4 »

 

Oft þegar stjörnumerki ber á góma, segist ég vera „rísandi haust“.  Viðbrögðin eru oft ágæt; sumir samsinna þessu strax, skilja vel hvað ég á við og segjast jafnvel sjálfir vera „rísandi haust“.  Aðrir blása á ruglið enda er ekkert slíkt til sem rísandi haust, skilst mér.  Ég er bara hrútur, sem finnst haustið fallegt.

Og nú er komið haust.  En mér finnst satt að segja eins og það sé rísandi … amk er góður gangur í mörgum málum í sveitarfélaginu okkar, sem vonandi gefur okkur vonir og er okkur hvatning.  Bara nokkur dæmi sanna þetta:


Umhverfisátakið
hefur farið vel af stað og það er vert að þakka öllum þeim sem hafa sýnt framtakinu stuðning og fjarlægt ógrynni af alls kyns hlutum.  Sérstaklega ber að þakka rekstraraðilum á Skeiðinu sem hafa tekið vel við sér.  Það er auðvitað ekki sjálfgefið að þurfa allt í einu að breyta til og fjarlægja það sem var orðið hluti af lífinu hjá manni.  En, við erum sammála í grunninn um megin markmiðið með átakinu og þá er allt hægt.  Við höldum áfram, verkinu er langt frá lokið þó það fari vel af stað.

Tónlistarskólinn er fullur. Mikill áhugi er hjá krökkum og fullorðnum að læra á hljóðfæri, spila eitthvað og skapa.  Það er sérlega gleðilegt og mikilvægt innlegg í samfélagið.

Sumarið var gott og mikið að gerast.  Ferðamenn um allt, Kaupfélagið vinsælt og þúsundir manna fóru í sund, gistu á tjaldsvæðinu, kíktu á Galdrasafnið, borðuðu á Café Riis, gengu um bæinn o.s.frv. o.s.frv. 

Skólarnir eru komnir vel af staða, og þar eru nú fleiri nemendur en við reiknuðum með í vor, enda er fólk að flytja til Hólmavíkur!  Það er frábært og við bjóðum allt nýtt fólk velkomið í Strandabyggð og á Hólmavík.

Hingað komu skemmtiferðaskip sem settu svip á höfnina og útsýnið út fjörðinn.  Við ætlum að sækja fleiri slík á næstu árum.


Eldri borgarar
Strandabyggðar eru sprækir nú sem fyrr og í raun er frábært starf í gangi í Strandabyggð fyrir þá.  Umræðan í dag er á þá leið að auka helsueflingu aldraðra á landsvísu.  Þetta er nokkuð sem er hafið hér fyrir löngu!


Svona mætti lengi telja; Alls staðar er eitthvað að gerast; í Geislanum, hjá Leikfélaginu, hjá krökkunum í Ozon, kórinn kominn af stað, hráefnisstaða Hólmadrangs er fín, höfnin, bátarnir, fjaran laðar mann til sín, endalaust eitthvað nýtt þar,  o.s.frv. o.s.frv.  Þetta er jákvætt og sennilega merki um að okkur líður vel í Strandabyggð.  Kannski það sé þá til rísandi haust eftir allt?!


Áfram Strandabyggð!

Nýr félagsmálastjóri Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla

| 01. október 2019
Guðrún Elín Benónýsdóttir hefur verið ráðin félagsmálastjóri til Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla.  Hún kemur í stað Maríu Játvarðardóttur sem hefur látið af störfum. Guðrún Elín kemur að öllum líkindum að fullu til starfa í nóvember.

Guðrún Elín er fædd 1961.  Hún lauk B.Sc. í hjúkrunarfræði í júní 1986 frá Háskóla Íslands, meistaranámi í heilbrigðisvísindum frá Háskólanum á Akureyri árið 2008, Mannauðsstjórnun frá háskólanum á Bifröst 2014 og Viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2017.

Hún hefur langa reynslu af störfum innan heilbrigðisgeirans og var m.a. hjúkrunarstjóri/deildarstjóri sjúkrasviðs á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga síðar Heilbrigðisstofnun Vesturlands frá 1998 til 2015, unnið sem hjúkrunarfræðingur á endurhæfingadeild fyrir aldraða, Landakoti, starfað sem hjúkrunarfræðingur á Hvammstanga, á Húsavík og nú síðast við Landspítalann í Reykjavík.

Í sínu starfi hefur Guðrún Elín komið að flestum þeim málum sem snerta starfsvið félagsmálastjóra auk þess að hafa góða þekkingu og reynslu hva stoðkerfi heilbrigðismála varðar.

Hún er gift Birni Líndal Traustasyni, sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Strandamanna og eiga þau þrjú uppkomin börn.

Um leið og við bjóðum Guðrúnu Elínu hjartanlega velkomna til starfa, færum við Maríu Játvarðardóttur kærar þakkir fyrir hennar góða starf, viðmót og félagsskap undanfarin ár.


 

Styrkveitingar í Hnyðju

| 01. október 2019
« 1 af 4 »

Í dag voru veittir styrkir á vegum Strandabyggðar til ýmissa verkefna.  Strandabyggð veitir árlega styrki í ýmis minni verkefni og er úthlutað tvisvar á ári.  Í þetta sinn var um að ræða seinni úthlutun ársins.  Alls bárust átta umsóknir og sex þeirra fengu styrk.  Í pottinum voru kr. 350.000.- en sótt var um styrki að upphæð kr. 719.500.  Þrátt fyrir að ná ekki að mæta þeirri tölu, er ljóst að þessir styrkir koma styrkþegum að gagni við uppbyggingu sinna verkefna. Eftirtaldir fengu styrki:

  • Ásta Þórisdóttir, Fatasóunarátak, kr. 70.000.-
  • Ásta Þórisdóttir, Pokastöðin Strandir, kr. 60.000.-
  • Dagrún Ósk Jónsdóttir, stofnun Lista- og Menningarfélags í Strandabyggð, kr. 40.000.-
  • Svanhildur Jónsdóttir, skreyting jólatrés við Hafnarbraut 21 og viðburður því tengdur, kr. 60.000.-
  • Gerður Kristný, dvöl á Ströndum við gerð ljóðabálkar, kr. 50.000.-
  • Esther Ösp Valdimarsdóttir, Málþing - að senda börn í sveit, kr. 70.000.-

Sérstök úthlutunarnefnd var kjörin til að annast umsjón með styrkveitingunum í þetta sinn og í henni voru;  Guðfinna Lára Hávarðardóttir fulltrúi sveitarstjórnar, Skúli Gautason Menningarfulltrúi og Þorgeir Pálsson sveitarstjóri.  Jón Jónsson sá um að afhenda staðfestingar til styrkþega, ásamt Skúla Gautasyni og fórst þeim það vel úr hendi.

Þetta var ánægjuleg stund og mikilvægt að geta stutt við fjölbreytt verkefni með þessu tagi.

Sveitarstjórnarfundur 1294 í Strandabyggð - aukafundur

| 24. september 2019

Sveitarstjórnarfundur 1294 í Strandabyggð

Fundur nr. 1294, aukafundur í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 26. september 2019 kl 16:00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Afgreiðsla verklagslýsingar vegna fjárhagsáætlanagerðar
  2. Tillögur milliþinganefndar um breytingar á samþykktum og þingsköpum Fjórðungssambandsins
  3. Niðurstaða úthlutunarnefndar styrkveitinga, haust 2019
  4. Fundargerð Vestfjarðastofu nr 19, 12.08.
  5. Fundargerð Fræðslunefndar, 9.9.19
  6. Fundargerð Stjórnar Sambands Íslenskra Sveitarfélaga, fundur 873
  7. Fundargerð Siglingaráðs,fundur 16.
  8. Erindi frá Skíðafélagi Strandamanna, styrkbeiðni vegna kaupa á snjótroðara, frá 14. maí 2019
  9. Erindi frá Strandakúnst, umsókn um endurnýjun á stöðuleyfi, frá US nefndar fundi 9. september 2019
  10. Viðbrögð við fólksfækkun, endurmat verkefnalista Jóns Jónssonar, frá sveitarstjórnarfundi 11. júní      2019
  11. Skipan fulltrúa í fulltrúa í samráðshóp um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna, frá      sveitarstjórnarfundi 11. júní 2019
  12. Skipan fulltrúa í nefndir Strandabyggðar
  13. Fundur sveitarstjórnar með Ungmennaráði.

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Aðalbjörg Sigurvaldadóttir

Ásta Þórisdóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Jón Jónsson

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón