A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fyrsti skóladagurinn í Grunnskólanum

| 22. ágúst 2019
Það voru fleiri en krakkarnir sem mættu í skólann í morgun.  Rjúpnahópur mætti þar einnig og kannaði aðstæður á skólalóðinni.  Virtist sem þeim litist einstaklega vel á aðstæður og fóru hvergi.

Það er stór stund að byrja í grunnskóla og spennan mikil hjá þeim sem koma inn á fyrsta árið sitt þar.  Við munum sjálfsagt öll hvernig þetta var; ný skólataska, pennaveski o.s.frv.  Hér í Strandabyggð er góður leilskóli, grunnskóli og tónskóli og við skulum styðja við þetta góða starf, því að er mikilvægt fyrir nemendur og allt samfélagið að skólastarfið sé öflugt, faglegt og skapandi. 


Umhverfisátak í Strandabyggð

| 21. ágúst 2019
« 1 af 3 »
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Í dag voru tveir bílar, sem Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða hafði sett límmiða á fyrir nokkru síðan, fjarlægðir og komið fyrir í viðeigandi geymslu.  Umhverfisátakið, sem sett var af stað í fyrra, heldur áfram og framundan er frekari tiltekt á Skeiðinu og innan Hólmavíkur.  

Íbúar og rekstraraðilar hafa tekið þessu átaki vel, enda allra hagur að fegra bæinn og umhverfið.  Á næstu vikum má því sá áframhald aðgerða og enn frekari breytingar til batnaðar.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára unglinga.

| 21. ágúst 2019

 

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps minnir á að unglingar 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Sjá reglur á síðunni.
Umsóknir berist til Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is, fylla þarf út umsóknareyðublað, senda með afrit af húsaleigusamningi ásamt staðfestingu á skólavist.

Starfsmaður óskast

| 20. ágúst 2019


Starfsmaður óskast í búsetu hjá  fatlaðri konu á Hólmavík
frá 15. september. Starfið krefst mikillar þolinmæði og jákvæðni.
Starfsmenn annast viðkomandi og sjá um öll heimilisstörf.
Laun samkvæmt kjarasamningi VerkVest.
Umsóknarfrestur er til 30. ágúst.  
Umsóknir berist til Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra Höfðagötu 3, 510 Hólmavík sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 842-2511.

Laust starf við félagsstarf aldraðra á Hólmavík

| 20. ágúst 2019

 

Starfsmaður óskast í félagsstarf aldraðra á Hólmavík frá 1. september 2019. Um er að ræða leiðbeiningar og umsjón með útskurði í tré. Starfshlutfall er 15% og fer fram síðdegis. Starfsaðstaða er í smíðastofu Grunnskólans yfir vetrarmánuðina. Laun samkvæmt kjarasamningi VerkVest.

Umsóknir berist til Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra Höfðagötu 3 á Hólmavík sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 842-2511 eða á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón