Fyrsti skóladagurinn í Grunnskólanum
Það er stór stund að byrja í grunnskóla og spennan mikil hjá þeim sem koma inn á fyrsta árið sitt þar. Við munum sjálfsagt öll hvernig þetta var; ný skólataska, pennaveski o.s.frv. Hér í Strandabyggð er góður leilskóli, grunnskóli og tónskóli og við skulum styðja við þetta góða starf, því að er mikilvægt fyrir nemendur og allt samfélagið að skólastarfið sé öflugt, faglegt og skapandi.