A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Torg og leikskólalóð

| 27. mars 2019

 

Miðvikudaginn þriðja apríl n.k. kl 16.30-18 í Hnyðju, mun Hildur Dagbjört Arnardóttir landslagsarkitekt frá VERKÍS koma hingað til þess að leiða okkur í gegnum:

 

Fyrstu hugmundir að torgi (á malarsvæðinu bak við Café Riis).  Við ætlum að skoða hvort áhugi sé fyrir að endurlífga þetta svæði og finna út hvaða hlutverki það getur þjónað. Þrívítt tölvumódel verður notað til að sýna betur möguleikana á svæðinu.

 

Fyrstu hugmyndir að mótun lóðarinnar við Leikskólann Lækjarbrekku.  Fyrsta samráð með krökkum og starfsfólki var fyrir jól og út frá þeim upplýsingum hefur verið unnin skissa sem verður kynnt á íbúafundinum.  Íbúar hafa hér möguleika til að hafa áhrif á hvernig endaniðurstaðan verður og hvaða útfærslur valdar.

 

Þessi vinna er liður í endurhönnun opinberra svæða, en sú vinna hófst s.l. haust. 

 

Við hvetjum íbúa Strandabyggðar til að koma á fundinn og taka þátt í mótandi umræðu.  Sýna hvernig umhverfi við viljum fyrir okkur og börnin okkar.

Strandabyggð óskar eftir að ráða byggingarfulltrúa

| 26. mars 2019


Byggingarfulltrúi


Strandabyggð óskar eftir að ráða byggingarfulltrúa til starfa með aðsetur á Hólmavík. Auk Strandabyggðar sinnir starfsmaðurinn verkefnum byggingarfulltrúa fyrir Árneshrepp, Dalabyggð, Kaldrananeshrepp og Reykhólahrepp.

Um er að ræða 100% starf. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa nýtt starf á traustum grunni. Helstu verkefni eru samkvæmt lögum og samþykktum sveitarfélaganna hverju sinni á sviðum byggingareftirlits, samkvæmt skipulags- og mannvirkjalögum.

...
Meira

Staða deildarstarfsmanns

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. mars 2019
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir starfsmanni á deild í 100% stöðu. Leitað er eftir leikskólakennara, uppeldismenntuðu fólki eða fólki sem hefur áhuga á að starfa með börnum. Vinnutíminn er 8:00-16:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst....
Meira

Forstöðumannaskýrslur aðgengilegar á heimasíðu Strandabyggðar

| 14. mars 2019
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Sem liður í að auka upplýsingaflæði til ykkar um þau verkefni sem unnin eru eða eru í undirbúningi á hverjum tíma, hafa forstöðumannaskýrslur verið aðgengilegar á heimasíðunni í nokkurn tíma.  Nú viljum við auðvelda aðgengi að þessum skýrslum og höfum því fært þær til á heimasíðunni.  Þær eru núna í möppu sem heitir einfaldlega "Forstöðumannaskýrslur" og eru undir "stjórnsýsla - skýrslur og samþykktir".

Ég hvet íbúa til að kynna sér efni þeirra og einnig að hika ekki við að hafa samband með ábendingar, góðar hugmyndir eða annað sem þið viljið koma á framfæri til sveitarfélagsins.

Kveðja
Þorgeir Pálsson

Fundargerð sveitarstjórnarfundar nr. 1286

| 13. mars 2019

Sveitarstjórnarfundur 1286 í Strandabyggð

Fundur nr.  1286 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 12. mars 2019 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:10. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:  Pétur Matthíasson (varamaður), Eiríkur Valdimarsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Gísli Jónsson.  Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir forfallaðist og kom Pétur Matthíasson inn sem varamaður. Fundarritari Þorgeir Pálsson.

 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Strandakjarninn; Byggðastofnun, Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Strandabyggð
  2. Erindi Kaldrananeshrepps vegna:
    1. Byggðasamlags um slökkvilið
    2. Samstarfssamnings um skipulags- og byggingarfulltrúa
    3. Forstöðumannaskýrslur
    4. Vestfjarðarstofa - ósk um tilnefningu í samráðshóp vegna innviðagreiningarvinnu
    5. Fundargerð 868. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga: til kynningar
    6. Samantekt umræðna frá 20. ársfundi Umhverfisstofnunar: til kynningar.

 

Oddviti setti fundinn kl 16:10:

 

Þá var gengið til dagskrár.

  1. Strandakjarninn; Byggðastofnun, Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Strandabyggð

Oddviti rakti erindi forsvarsmanna Strandakjarnans þar sem óskað er afstöðu sveitarstjórnar til tiltekinna spurninga.

Á þessu stigi er rætt um aðkomu sveitarfélagsins að þarfagreiningu en ekki beinni fjárfestingu.  Var sveitarstjórn sammála um að taka þátt í þarfagreiningu og mótun verkefnisins.  Á síðari stigum, í ljósi frekari gagna, yrði tekin ákvörðun um aðkomu með eignarhaldi.

Sveitarstjórn samþykkir lið 1. og þar með að: „taka þátt í að afla fjármagns í hönnun og byggingu Strandakjarna í samstarfi við KSH, með því að sækja um viðeigandi uppbyggingastyrki í opinbera sjóði fyrir byggðaþróun og innviðauppbyggingu“.

 

Oddvita er falin áframhaldandi aðkoma með undirbúningshópi verkefnisins.


2. Erindi Kaldrananeshrepps vegna:

  1. Byggðasamlags um slökkvilið
  2. Samstarfssamnings um skipulags- og byggingarfulltrúa

Lagt fram til kynningar.


3. Forstöðumannaskýrslur

Sveitarstjóri rakti stöðu einstakra verkefna og fyrirkomulag skýrslugerðar forstöðumanna.  Benti sveitarstjóri á verkefni og samvinnu leik- og grunnskóla sem og íþróttamiðstöðvar og áhaldahúss.

4. Vestfjarðarstofa - ósk um tilnefningu í samráðshóp vegna innviðagreiningarvinnu

Erindi lagt fram til kynningar.  Oddviti bar upp tillögu um að sveitarstjóri færi í samráðshóp um innviðagreiningu.  Var sú tillaga samþykkt.  Var sveitarstjóra falið að tilkynna niðurstöðuna til Vestfjarðastofu.


5. Fundargerð 868. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga: til kynningar

Lögð fram til kynningar.


6. Samantekt umræðna frá 20. ársfundi Umhverfisstofnunar: til kynningar.

Lögð fram til kynningar.


Fundargerð lesin yfir, og ekki fleira tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 16.43.

 

Pétur Matthíasson

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

Jón Gísli Jónsson.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón