A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Halló, hæ!! 6.sept er á morgun ertu búin að sækja um??

| 05. september 2019

Ert þú með góða hugmynd í kollinum og langar að koma henni af stað, jafnvel koma henni í framkvæmd? Þá hvetjum við, þig til að sækja um.

Nú er komið að haustúthlutun styrkja  hjá Strandabyggð.

Markmiðið er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtaks einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi. Styrkirnir eru upp að 100.000 þúsund krónum, ef sótt er um styrk umfram það skal leitað eftir samstarfssamningi við sveitarfélagið.

Hér til hægri á síðunni er þessi fallegi blái reitur

 

 

kíktu þar inn  og ekki vera feimin/nn,líttu á og athugaðu hvort að þetta sé ekki eitthvað fyrir þig og þína hugmynd.

Umsóknarfrestur er til 6.sept.2019 og úthlutun styrkja er svo 1.okt.2019

Fjallskil 2019

| 30. ágúst 2019
Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2019 hefur verið staðfestur af sveitarstjórn og er nú opinber á heimasíðu Strandabyggðar undir: Stjórnsýsla - Skýrslur og samþykktir - Fjallskil.  Hann hefur einnig verið sendur í pósti til hlutaðeigandi.  Það hefur þó ein viðbót verið gerð við þann samning sem var sendur út, og hún er sú, að réttað er í Gröf sunnudaginn 15. september kl 10.  Réttarstjóri er Rögnvaldur Gíslason.  Að öðru leyti er seðillinn eins og sá sem var sendur og í raun er um sama form að ræða og undanfarin ár. Á seðlinum kemur fram að fjáreign dróst saman milli árana 2017 og 2018 eða úr 9.612 kindum í 9.443 kindur. 

Fyrirhugað er að halda samráðsfund með bændum í vetur, líkt og gert var í febrúar á þessu ári, og ræða þar sauðfjárrækt og landbúnaðarmál.  Nánar verður tilkynnt um þann fund síðar.

Í aðdraganda gerðar þessa fjallseðils var fundað með flestum leitarstjórum, rætt við bændur og farið sem ítarlegast í forsendur seðilsins.  Helstu dagsetningar lágu fyrir um miðjan ágúst þó svo seðillinn hafi ekki verið staðfestur fyrr en nú.  Hins vegar er hægt að gera betur og stefnum við að því að framvegis verði Fjallskilaseðill Strandabyggðar verði tilbúinn í júlí.

Allir þeir sem komu að gerð seðilsins fá bestu þakkir fyrir þolinmæði og skilning.

Sjúkraþjálfarar

| 26. ágúst 2019


Sæl veriði íbúar í Strandabyggð.
Þar sem vöntun hefur verið á sjúkraþjálfurum á þessu svæði að þá höfum við fengið
leyfi hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands til að vera með aðsetur á Heilsugæslunni á
Hólmavík og í Búðardal.
Við erum tveir sjúkraþjálfarar úr Reykjavík og höfum starfað sem slíkir í 7 ár. Við
stofnuðum Netsjúkraþjálfun vorið 2015 og hefur verið starfrækt síðan með góðum
árangri.

...
Meira

Nýr slökkviliðsstjóri

| 23. ágúst 2019

Í sumar var gengið frá stofnun Byggðasamlags um slökkviliðsmál og eru aðstandendur þess; Dalabyggð, Reykhólahreppur og Strandabyggð.  Byggðasamlagið þjónustar einnig Árneshrepp og Kaldrananeshrepp. Fyrsta verkefnið var að ráða slökkviliðsstjóra og eins og fram hefur komið, er slökkviliðsstjóri Ívar Örn Þórðarson.  Ívar Örn stýrði sinni fyrstu æfingu á Hólmavík í gær, fimmtudag 22. ágúst.

Ívar Örn er fæddur 1975, og hefur starfað sem atvinnu slökkviliðsmaður í samtals 6 ár og í varaliði í 2 ár.

Þá hefur Ívar Örn starfað sem sjúkraflutningsmaður í tvö og hálft ár.  Ívar Örn hefur aðsetur í Búðardal, og flyst hingað frá Fjarðabyggð, þar sem hann starfaði sem slökkviliðs- og neyðarflutningamaður í Slökkviliði Fjarðabyggðar.

Ívar Örn er byggingarfræðingur frá Erhvervsakademiet Lillebælt í Danmörku, húsasmiður frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og að auki slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður með vinnuvéla- og meirapróf.


Ívar Örn er giftur Sigríði Vigdísi Þórðardóttur, bókara og nema við tómstunda og félagsmálafræði og saman eiga þau þrjú börn.  Við bjóðum þau velkomin á svæðið og Ívar Örn bjóðum við velkominn til starfa.

Slökkviliðsstjóri er starfsmaður Byggðasamlagsins og er honum ætlaða að samræma starfsemi slökkviliðs Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar.  Á hverjum stað verður áfram yfirmaður slökkviliðs og gegnir Einar Indriðason því hlutverki hér á Hólmavík.

Slökkviliðsæfing á Hólmavík

| 23. ágúst 2019
« 1 af 3 »

Fyrsta æfing slökkviliðstjóra með Slökkviliði Hólmavíkur var haldin í gær, fimmtudaginn 22. ágúst.  Æfingin var gott tækifæri fyrir slökkviliðsstjóra að kynnast mannskapnum og öfugt.

 

Megin tilgangur æfingarinnar var að æfa uppsetningu á slökkvibifreiðum á brunastað, vatnsöflun frá brunahana og að koma slöngum frá bíl að brunastað. Æfingarsvæðið var planið fyrir utan vinnslu Hólmadrangs. Æfingin gekk út á að stilla upp slökkvibílum og setja út slöngur við hús Hólmadrangs þar sem líklegast væri komið að, ef um eld væri að ræða.

 

Æfingin gekk vel, var skemmtileg og gefandi og skilaði því sem lagt var upp með.

 

Kveðja
Ívar Örn Þórðarson
Slökkvliðisstjóri

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón