A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Laust starf á Leikskólanum Lækjarbrekku

Salbjörg Engilbertsdóttir | 23. ágúst 2017


Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í 100% starf. Vinnutíminn er 8:00 – 16:00. Starfsmaður þarf helst að geta hafið störf sem fyrst.

Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugu starfsfólki sem hefur gaman af börnum, býr yfir góðri samskiptahæfni og hefur ríka þjónustulund. Skipulagshæfni og jákvæðni er mikilvægur kostur.

 

Nánari starfslýsingar á skrifstofu leikskólastjóra eða í síma 451 3411, einnig er hægt að senda tölvupóst á leikskólastjóra í netfangið: leikskolastjori@strandabyggd.is


Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum til leikskólastjóra. Umsóknarfrestur er til 15. sept. 2017. Þeir sem eiga eldri umsóknir um störf á leikskólanum Lækjarbrekku eru beðnir um að endurnýja umsóknir sínar. Leikskólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum standist þær ekki kröfur. 

Klæðning á Lækjartún

Salbjörg Engilbertsdóttir | 21. ágúst 2017

Í dag verður unnið við lagningu slitlags í Lækjartúni og Höfðatúni á Hólmavík.  Íbúar eru beðnir velvirðingar á truflun sem þessi vinna kann að valda.

Ályktun varðandi stöðu sauðfjárbænda

| 18. ágúst 2017
Kirkjubólsrétt í Strandabyggð 2016. Mynd: AnKrJó
Kirkjubólsrétt í Strandabyggð 2016. Mynd: AnKrJó
Sveitarstjórn Strandabyggðar tók á fundi sínum í gær undir ályktun Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar varðandi stöðu sauðfjárbænda, en ályktunin er svohljóðandi:
Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd lýsir þungum áhyggjum vegna erfiðleika hjá sauðfjárbændum. Sauðfjárbúskapur er næst stærsta atvinnugreinin í sveitarfélaginu. Ef fram fer sem horfir mun afkoma fjölda íbúa í Strandabyggð versna um 40-50% á tveimur árum. Ekkert samfélag þolir það án þess að skaðast efnahags- og félagslega. Þau sveitarfélög þar sem sauðfjárbúskapur er aðal atvinnugreinin munu verða verst úti. ...
Meira

Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2017

| 18. ágúst 2017
Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar hefur lokið við gerð Fjallskilaseðils Strandabyggðar fyrir árið 2017 og var hann samþykktur á sveitarstjórnarfundi þann 17. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt Fjallskilaseðli verður réttað í Strandabyggð sem hér segir:

 ...
Meira

Frí námsgögn í Grunnskóla Hólmavíkur

| 18. ágúst 2017
Grunnskólinn á Hólmavík. 

Mynd: Jón Jónsson
Grunnskólinn á Hólmavík. Mynd: Jón Jónsson

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær, fimmtudaginn 17. ágúst var samþykkt að námsgögn við Grunnskólann á Hólmavík verði nemendum að kostnaðarlausu. 


Á fundi fræðslunefndar Strandabyggðar sem fram fór þriðjudaginn 15. ágúst var gerð eftirfarandi bókin: Tvö síðustu ár hefur verið leitað eftir hagstæðum tilboðum í námsgögn og foreldrar borgað allt að 2500kr. á nemanda. Nú er svo komið að mörg sveitarfélög hafa boðið nemendum upp á námsgögn þeim að kostnaðarlausu. Fræðslunefnd leggur til að sveitarfélagið bjóði slíkt hið sama.

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón