Íþróttamaður Strandabyggðar 2017
Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. janúar 2018
Á lýðheilsudegi Strandabyggðar miðvikudaginn 17. janúar sl. voru afhentar viðurkenningar fyrir afrek í íþróttum 2017 en árlega velur Tómstunda -íþrótta og menningarnefnd íþróttamann ársins að undangengnum tilnefningum frá almenningi. Á sama hátt og nefndin velur íþróttamann ársins er heimilt að velja einstakling eldri en 12 ára sem hlýtur hvatningarverðlaun en þau eru veitt íþróttamanni sem sýnir ríkan áhuga á sinni íþróttagrein, er góður félagi og góð fyrirmynd. Hvor um sig hlýtur viðurkenningarskjal og blómvönd en auk þess veitir Íþróttafélag lögreglumanna á Hólmavík Íþróttamanni ársins farandbikar....
Meira
Meira