Úr fundargerð sveitarstjórnarfundar 1270 frá 13. febrúar 2018
Meira
(english belove)
Sveitarfélagið Strandabyggð óskar eftir umsóknum um menningardvöl í húsnæði sveitarfélagsins sumarið 2018. Strandabyggð vill auka lista- og menningarlíf sveitarfélagsins og óskar eftir umsóknum frá listamönnum eða listhópum, fræðafóki, sjálfboðaliðum eða öðrum sem vinna að menningarmálum. Húsnæðið býðst gjaldfrjálst en í staðinn leggja dvalargestir fram einhversskonar viðburð eða kynningu í sveitarfélaginu.
Í kvöld þriðjudaginn 6.febrúar hélt Ungmennaráð Strandabyggðar í samstarfi við björgunarsveitina Dagrenning ungmennaþing í Rósubúð. Jóhanna Guðbjörg Rósmundsdóttir og Björk Ingvarsdóttir tóku á móti ungmennunum, kynntu starfsemi björgunarsveitarinnar og búnað. Mæting var mjög góð og áhugi mikill fyrir björgunarsveitinni. Ungliðahreyfingin Sigfús sem er á vegum Dagrenningar mun hefja störf í apríl og eru öll ungmenni á aldrinum 13 – 18 ára hvött til að skrá sig en það verður auglýst betur síðar. Eins eru ungmenni á aldrinum 18 – 25 ára hvött til að skrá sig í björgunarsveitina en það er gert með því að senda tölvupóst á netfangið bjsvdagrenning@gmail.com. Ungmennaráð vill þakka öllum fyrir komuna og þakka björgunarsveitinni fyrir samstarfið og þeirra framtak.