Sveitarstjórnarfundur 1272 í Strandabyggð
Meira
Strandabyggð óskar eftir að ráð veiðimenn til refaveiða á svæðum 5 og 6 í Strandabyggð. Svæði 5 nær frá Grjótá að Selá og svæði 6 nær frá Mórillu að Ísafjarðará. Samkvæmt reglum Strandabyggðar um refaveiðar er einungis veiðimönnum með samning við sveitarfélagið greitt fyrir refaveiðar. Ráðinn veiðimaður sér sjálfum um allann búnað til veiðanna og skal hann ekki brjóta í bága við lög og reglugerðir. Hér má sjá reglur um refaveiðar í Strandabyggð.
...
Opið er fyrir umsóknir í Vinnuskóla Strandabyggðar sumarið 2018. Umsóknarfrestur er til 1.maí!
Vinnuskóli Strandabyggðar er metnaðarfullt tómstundastarf unnið í samstarfi tómstundafulltrúa, áhaldahúss, Leikfélags Hólmavíkur og ungmenna á svæðinu. Í vinnuskólanum er unglingum skapað öruggt og gefandi starfsumhverfi þar sem ungmenni kynnast fjölbreyttum störfum, temja sér vinnusiðferði og marka sér stefnu fyrir framtíðina. Í sumar verður boðið upp á
Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti. Sjóðnum er ætlað að úthluta styrkjum til verkefna sem stuðla að verndun náttúru Íslands. Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. Umsóknafrestur rennur út 10. april 2018. Sjá nánar um reglur sjóðsins á heimasíðu félagsins; https://fjallaleidsogumenn.is/um-okkur/umhverfisstefna/umhverfissjodur/