A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Laus störf á leikskólanum Lækjarbrekku

| 03. ágúst 2017
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennurum/leiðbeinendum í 100% starf og er um tvö störf að ræða. Vinnutíminn er 8:00 – 16:00. Starfsmenn þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum til leikskólastjóra. Umsóknarfrestur er til 15.ágúst 2017....
Meira

Skrifstofa Strandabyggðar - sumarlokun

| 20. júlí 2017
Skrifstofa Strandabyggðar að Höfðagötu 3 á Hólmavík verður lokuð dagana 24. júlí - 4. ágúst 2017 vegna sumarfría starfsmanna. Skrifstofan verður aftur opin þann 8. ágúst.

Lokun skrifstofu hefur ekki áhrif á aðra starfsemi á vegum sveitarfélagsins og skrifstofan er að sjálfsögðu opin alla virka daga fram að sumarlokun, frá kl. 10:00 - 14:00....
Meira

Starfslok

| 17. júlí 2017

Gunnar Jónsson sem gengt hefur starfi forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur hefur lokið störfum hjá Strandabyggð. Gunnar hóf störf hjá sveitarfélaginu fyrir 14 árum við Félagsheimili Hólmavíkur. Fyrst um sinn var íþróttaaðstaðan í Félagsheimilinu en fluttist síðar í nýtt húsnæði þegar tekin í notkun ný og glæsileg sundlaug í júlí 2004 og ný íþróttamiðstöð í janúar 2005. Gunnar var því forstöðumaður nýrrar Íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur allt frá upphafi auk þess að sjá um að byggja upp og þjónusta tjaldsvæði sem er við Íþróttamiðstöðina. Gunnari eru færðar þakkir fyrir gott starf og óskir um velfarnað á nýjum vettvangi.

Menningarverðlaun Strandabyggðar 2017 og setning Hamingjudaga

Salbjörg Engilbertsdóttir | 07. júlí 2017
Þórarinn Magnússon og Esther Ösp Valdimarsdóttir með viðurkenningar og verðlaun
Þórarinn Magnússon og Esther Ösp Valdimarsdóttir með viðurkenningar og verðlaun
« 1 af 4 »
Lóan, Manningarverðlaun Strandabyggðar, voru veitt í áttunda skiptið á Hamingjudögum síðastliðin föstudag á setningu Hamingjudaga sem að þessu sinni var haldin í Steinshúsi við Djúp.  Salbjörg Engilbertsdóttir frá Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar setti hátíðina og stýrði dagskrá....
Meira

Kópnes – auglýst er eftir áhugasömum aðilum um endurbyggingu

| 07. júlí 2017
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 13. Júní 2017 að auglýsa eftir áhugasömum aðilum um endurgerð og uppbyggingu á gamla Kópnesbænum á Hólmavík. Finnist slíkir aðilar ekki nú í sumar verður farið í niðurrif bæjarins fyrir veturinn, enda stafar hætta af honum vegna lélegs ástands....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón