A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Utan við sagnheim manna, - Turtle- Kvikmyndahátíðin á Hólmavík

| 07. ágúst 2015
Undanfarin ár hafa ungir þýskir kvikmyndagerðarmenn dvalist sumarlangt á Ströndum við nám og tökur. Turtle –hátíðin er þeirra leið til að gefa öllum tækifæri til sjá sérvaldar kvikmyndir og launa þannig margan greiðann. Þetta eru stórbrotnar, viðurkenndar og áhrifamiklar kvikmyndir sem taka á nútímanum. Bióferð er þó ekki bara myndin; í kvikmyndahúsi ríkir stemmning sem skapast af samstilltum geðsveiflum og samkomuanda. Kvikmyndahátíðin Turtle verður haldin í óvenjulegu húsnæði og einstakt andrúmsloft skapað í hlöðu, bókasafni, í iðnaðarhúsnæði og borðstofu í heimahúsi. Sýningar verða fyrir stóra hópa og smáa, allt niður í tvo áhorfendur í samræmi við verkin og stemninguna....
Meira

Skemmtilegt og gefandi starf laust til umsóknar

| 16. júlí 2015
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í 100% starf og er vinnutíminn 8:00-16:00. Einnig auglýsum við eftir starfsmanni í 50% starf og er vinnutíminn 12:00-16:00. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst....
Meira

Friðarhlauparar til Hólmavíkur í dag

| 15. júlí 2015

Í dag munu Friðarhlauparar koma til Hólmavíkur frá Borðeyri. Áætlunin er að vera komin á Hólmavík kl. 15:00.


Við viljum hvetja bæði börn og fullorðna til að mæta við Kaupfélagið um 20 mínútur í 3 og hlaupa með seinasta spölin. Þeir sem hafa áhuga á að hlaupa 5 km geta einnig mætt á afleggjarann við Hrófá fyrir kl. 14:30. Ef einhverjir geta hugsað sér að hlaupa lengri vegalengdir er best að fylgjast vel með hlaupurunum og stökkva inn í þegar það býðst.

...
Meira

Skrifstofa Strandabyggðar - Sumarlokun

| 14. júlí 2015
Skrifstofa Strandabyggðar að Höfðagötu 3 á Hólmavík verður lokuð dagana 27. - 31. júlí 2015 vegna sumarfría starfsmanna. Skrifstofan er opin alla virka daga fram að sumarlokun, frá kl. 10:00 - 14:00 og verður aftur opin strax að lokinni Verslunarmannahelgi þann 4. ágúst. Lokun skrifstofu hefur ekki áhrif á aðra starfsemi á vegum sveitarfélagsins s.s. Áhaldahúss eða Íþróttamiðstöðvar, sjá hér að neðan:...
Meira

Ráðning tómstundafulltrúa

| 09. júlí 2015

Íris Ósk Ingadóttir hefur verið ráðin í starf tómstsundafulltrúa í Strandabyggð til eins árs í fjarveru Estherar Aspar. 
Íris Ósk útskrifaðist úr tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands nú í sumar. Meðfram námi hefur Íris Ósk starfað hjá viðburðafyrirtækinu CP og þar tekið þátt í uppsetningu og framkvæmd ýmissra viðburða, hún hefur starfað hjá Þjóðskrá Íslands í hluta- og sumarstarfi en einnig hefur hún verið frístundaleiðbeinandi hjá frístundaheimilinu Glaðheimum svo eitthvað sé nefnt.

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón