Sveitarstjórnarfundur 1210 í Strandabyggð
Meira
Næstu daga verður haldin gríðarmikil skákhátíð á Ströndum og hefst með fjöltefli í Hnyðju á Hólmavík (Þróunarsetrinu, Höfðagötu 3) á föstudag kl. 16:00. Allir eru þar hjartanlega velkomnir. Áfram heldur svo skákhátíðin í Árneshreppi á föstudagskvöldið með tvískákarmóti í Djúpavík, Afmælismót Jóhanns Hjartarsonar verður haldið í samkomuhúsinu í Trékyllisvík á laugardaginn og Afmælismót Böðvars Böðvarssonar verður haldið á Norðurfirði á sunnudag. Þetta er sjötta skákhátíðin á Ströndum, sem hefur unnið sér sess sem fastur liður í skákdagatalinu. Fjórir stórmeistarar eru skráðir til leiks, auk margra öflugra meistara og áhugamanna úr öllum áttum.
...
Hlaupið er frá Íþróttamiðstöðinni og stendur valið milli þess að hlaupa 3, 5 eða 10 km. Engin skráning er naunsynleg og skráningagjald er að sjálfsögðu ekkert en ráðlagt er að mæta tímalega.
Allir þátttakendur hljóta viðurkenningu að hlaupi loknu.