A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Söngkeppni Ozon í kvöld

| 31. janúar 2013
Ozon-liðar gerðu það gott í söngkeppni Samfés árið 2012 - ljósm. RÚV
Ozon-liðar gerðu það gott í söngkeppni Samfés árið 2012 - ljósm. RÚV
Í kvöld, fimmtudaginn 31. janúar, fer hin árlega Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon fram í Grunnskólanum á Hólmavík. Valin verða þau atriði sem fá keppnisrétt í Vestfjarðariðli landshlutakeppni Samfés sem haldin verður á Ísafirði föstudaginn 8. febrúar. Keppnin hefst kl. 18:00 og allir eru hjartanlega velkomnir. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 500 krónur, grunnskólanemar borga kr. 100 en börn undir fimm ára aldri fá frítt inn.

Hólmvíkingar eru hvattir til að mæta á þessa skemmtilegu uppákomu í menningarlífinu og styðja við bakið á söngvurunum og starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Skipað í fyrsta ungmennaráð Strandabyggðar

| 25. janúar 2013
Á Ströndum býr skemmtilegt ungt fólk - ljósm. ASJ
Á Ströndum býr skemmtilegt ungt fólk - ljósm. ASJ
Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar hefur skipað fulltrúa í fyrsta ungmennaráð sveitarfélagsins samkvæmt nýrri reglugerð. Ungmennaráð verður ráðgefandi um málefni ungs fólks og tilgangur þess er að efla umfjöllun innan stjórnsýslu sveitarfélagsins um þennan mikilvæga málaflokk. Tómstundafulltrúi heldur utan um starfsemi ráðsins.

Aðalfulltrúar í fyrsta ungmennaráði Strandabyggðar eru Guðfinnur Ragnar Jóhannsson, Laufey Heiða Reynisdóttir, Jóhanna Rósmundsdóttir, Valdimar Friðjón Jónsson og Þorbjörg Matthíasdóttir. Varamenn eru Benjamín Páll Gíslason, Björk Ingvarsdóttir, Brynja Karen Daníelsdóttir, Jóhannes Helgi Alfreðsson og Theódór Þórólfsson.
...
Meira

Jóganámskeið í febrúar

| 24. janúar 2013
Anna Björg Þórarinsdóttir
Anna Björg Þórarinsdóttir
Hatha jóga námskeið verður haldið í félagsheimilinu á Hólmavík í febrúar á mánudögum og fimmtudögum kl. 18:00. Kennari verður Anna Björg Þórarinsdóttir frá Hólum í Reykhólasveit. Anna Björg hefur iðkað jóga frá árinu 2010 og leggur nú stund á jógakennaranám hjá kennurunum Ágústu K. Jónsdóttur og Drífu Atladóttur en þær reka jafnframt jógastöðina Jógastúdíó í Reykjavík.

Á þessu fjögurrar vikna námskeiði munu nemendur læra undirstöður Hatha jóga. Hatha jóga byggist á öndunaræfingum, líkamsstöðum og slökun. Regluleg ástundun styrkir og liðkar líkamann og kemur jafnvægi á líkamsstarfssemi, s.s. innkirtlakerfi, taugakerfi, ónæmiskerfi, blóðrás og meltingu.  ...
Meira

Nýtt umsóknareyðublað fyrir félagsþjónustuna

| 22. janúar 2013
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps hefur tekið í notkun nýtt umsóknareyðublað sem leysir af hólmi allar eldri umsóknir. Tilgangurinn er að einfalda viðmót og auðvelda fólki að sækja um þjónustu. Á nýja eyðublaðinu er hægt að merkja við hvað umsóknin snýst um, vista skjalið og senda það með tölvupósti. Félagsmálastjóri leiðbeinir umsækjendum um hvaða gögn þarf að leggja inn til viðbótar umsókninni.

Nýja umsóknareyðublaðið má sjá með því að smella hér
.

Íþróttamaður ársins í Strandabyggð

| 17. janúar 2013
Ólafur með hvatningarverðlaunin ásamt Jóhanni L. Jónssyni, nefndarmanni í tómstundanefnd - ljósm. strandir.is
Ólafur með hvatningarverðlaunin ásamt Jóhanni L. Jónssyni, nefndarmanni í tómstundanefnd - ljósm. strandir.is
« 1 af 2 »
Í gær var tilkynnt hver var valinn Íþróttamaður ársins 2012 í Strandabyggð, en tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd sá nú um valið í fyrsta sinn samkvæmt nýjum reglum. Að þessu sinni varð Ingibjörg Emilsdóttir hlaupakona fyrir valinu og Jamison Ólafur Johnson hlaut sérstök hvatningarverðlaun. Tilkynnt var um valið á íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík og íþróttafólkinu afhentar viðurkenningar. Sveitarfélagið Strandabyggð óskar Ingibjörgu og Ólafi innilega til hamingju með árangurinn og hvetur þau til frekari afreka á árinu 2013....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón