A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur nr. 1201

| 08. október 2012
Sveitarstjórnarfundur nr. 1201 í Strandabyggð verður haldinn þriðjudaginn 9. september nk. Fundurinn verður haldinn í Hnyðju að Höfðagötu 3 á Hólmavík og hefst kl. 16:00.


Dagskrá fundarins má sjá með því að smella hér.

Hlaup á laugardagsmorgni - allir með!

| 05. október 2012
Umf. Geislinn stendur fyrir hlaupunum á laugardag
Umf. Geislinn stendur fyrir hlaupunum á laugardag
Laugardaginn 6. október fer fram lokapunktur Heilsueflingar í Strandabyggð. Þá fer fram hlaup fyrir alla aldurshópa á vegum Umf. Geislans, en Hildur Emilsdóttir heldur utan um skráningu (á facebook eða í s. 692-7260) og skipulagningu. Hægt er velja um tvær vegalengdir. 

10 km. hlaup hefst kl. 9:30
við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík. Hlaupið verður að Þiðriksvalladal og aftur til baka með tímatöku. Þá hefst skemmtiskokk kl. 11:00 við Íþróttamiðstöðina. Farið verður niður Hafnarbraut, hringur tekinn í gamla bænum og síðan aftur að Íþróttamiðstöðinni. Að sjálfsögðu er líka hægt að rölta í skemmtiskokkinu. Hressing verður í boði fyrir alla sem taka þátt. Strandamenn eru hvattir til að skella sér út og hlaupa, skokka eða ganga!

Staða stuðningsfulltrúa laus til umsóknar

| 04. október 2012
Grunnskólinn á Hólmavík auglýsir 80% stöðu stuðningsfulltrúa frá 1. nóvember 2012 – 31. maí 2013. Vinnutími stuðningsfulltrúa er alla virka daga frá kl. 8:00-14:00 auk þátttöku í teymis- og starfsmannafundum og sérverkefnum sem tilheyra skólastarfinu. Stuðningsfulltrúi vinnur í teymi með kennurum bekkja, fulltrúa sérkennslu og iðjuþjálfa. Starfsvettvangur stuðningsfulltrúa er inni í bekk og á öðrum starfsstöðum Grunnskólans eða umhverfi hans. Laun eru samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Umsóknarfrestur er til 15. október 2012.

Nánari upplýsingar eru hér.

Fyrirlestur um netfíkn á Hólmavík

| 02. október 2012
Eyjólfur Örn Jónsson
Eyjólfur Örn Jónsson
Þann 24. október nk. heldur sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson fyrirlestur um netfíkn í Félagsheimilinu á Hólmavík. Eyjólfur er einn af aðstandendum vefsins persona.is, nam sálfræði við Háskólann í Árósum og er sérfróður um netfíkn. Tómstundafulltrúi Strandabyggðar stendur fyrir viðburðinum ásamt góðum styrktaraðilum sem verða kynntir síðar. Ljóst er að fyrirlesturinn er um afar mikilvægt málefni sem snertir fjölmarga einstaklinga og hópa nútímasamfélags. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn, börn og fullorðnir. Enginn aðgangseyrir er að viðburðinum. 

Á síðustu árum hefur athygli fólks í sífellt auknum mæli beinst að ofnotkun fólks á netinu. Rannsóknir benda til að á bilinu 6 til 24% netnotenda ánetjist notkun sinni og eru Íslendingar þar alls ekki undanskildir. Í erindinu fjallar Eyjólfur um hættur netsins, hverjir séu í hættu með að „ánetjast" notkun sinni, hver einkenni ofnotkunar eru, hvað slík notkun getur haft í för með sér og hvað foreldrar og fagfólk getur gert til að fyrirbyggja vandann þegar hægt er og takast á við hann þegar svo ber undir.

Heilsueflingu formlega lokið - samt nóg eftir!

| 02. október 2012
Út að ganga - ekki hanga - ljósm. af vef Grunnskólans á Hólmavík
Út að ganga - ekki hanga - ljósm. af vef Grunnskólans á Hólmavík
Nú er heilsueflingu í Strandabyggð formlega lokið, enda septembermánuður liðinn. Nokkrir dagskrárliðir eru eftir, t.d. lokapunkturinn sem er veglegt hlaup á vegum Umf. Geislans sem fer fram þann 6. október (sjá nánar með því að smella hér). Þá verða sundleikfimi (mánudagar kl. 17:00) og sundkennsla (miðvikudagar kl. 17:00) í boði næstu tvær vikur. Ef þátttaka verður næg mun sundleikfimin halda áfram svo lengi sem veður leyfir. Á morgun hefst átak í Grunnskólanum á Hólmavík tengt verkefninu Göngum í skólann. Í skólanum verður áfram hafragrautur í boði í nestistíma út októbermánuði, en hann sló sannarlega í gegn í september.
...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón